Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Auðun Georg Ólafsson skrifar 28. maí 2025 13:11 Snorri Jakobsson segir Samkeppniseftirlitið líklegt til að setja skilyrði um sameiningu Kvika banka við annaðhvort Íslandsbanka eða Arion banka. Vísir/Arnar Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segir að Íslandsbanki sé líklegri en Arion banki að sameinast Kviku banka, einfaldlega vegna þess að Íslandsbanki býður betur. Væntanleg sameining mun taka marga mánuði, líklega ár, segir Snorri. Íslandsbanki telur að viðræður um sameiningu eigi að byggja á markaðsvirði beggja félaga og segir í tilkynningu bankans til Kauphallar að Íslandsbanki sé reiðubúinn að bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Kviku við útreikning á skiptihlutföllum. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Í lok febrúar afþakkað stjórn Íslandsbanka boð um samrunaviðræður við Arion banka. „Líkurnar á sameiningu Kviku við viðskiptabanka eru meiri en ef tveir viðskiptabankar eru sameinaðir. Það er samt líklegt að það verða einhver skilyrði frá Samkeppniseftirlitinu varðandi sameininguna,“ segir Snorri og bætir því við að báðir viðskiptabankarnir, Arion og Íslandsbanki eru umtalsvert stærri en Kvika banki. Heildareignir Kviku banka eru 342,8 milljarðar króna en heildareignir Íslandsbanka 1.667 milljarðar og Arion 1.668 milljarðar króna. Enn stærri munur sé ef horft er til útlána. Hjá Kviku nema útlán 160,6 milljörðum króna, hjá Íslandsbanka nema útlán til viðskipta 1.299 milljörðum og hjá Arion nema útlán 1.234 milljörðum króna. Hvor bankinn er þá líklegri til að sameinast Kviku? „Það verður að koma í ljós enda er það stjórnenda og stjórnar að meta það. Hinsvegar er það þannig að ef þeir eiga að sinna hagsmunum hluthafa þá er hærra verðið örugglega það sem þeir munu horfa til. Hvort sem viðræður hefjast við Arion eða Íslandsbanka þá er ljóst að þetta mun taka töluvert langan tíma. Þetta er langt ferli sem er ekki að fara að gerast á næstu mánuðum heldur frekar nær heilu ári. Það er samt töluvert líklegra að Samkeppniseftirlitið blessi þetta frekar en sameiningu tveggja viðskiptabanka. Það er samt einhver skörun þar sem Kvika hefur verið að koma sér meira fyrir á einstaklingsmarkaði núna en var fyrir nokkrum mánuðum og er þá í samkeppni við viðskiptabankana. Samkeppniseftirlitið mun horfa til þess,“ segir Snorri. Kvika býður óverðtryggð húsnæðislán Auður, fjármálaþjónusta Kviku banka, hóf í morgun innreið sína á húsnæðislánamarkað. Fram kom í tilkynningu að Auður bjóði upp á húsnæðislán á „bestu kjörum sem bjóðast á breytilegum óverðtryggðum vöxtum“. Um er að ræða óverðtryggð húsnæðislán fyrir þau sem eiga meira en 45% í sinni eign. Vextir verða breytilegir, 8,5% til að byrja með, og eru það lægstu vextir sambærilegra lána á markaðnum í dag, segir í tilkynningu bankans. Við þessi tíðindi hækkuðu bréf í Kviku um 8,8% fyrir hádegi í dag. „Það kemur ekki sérstaklega á óvart að Kvika sé að bjóða lægri vexti fyrir þá sem eiga meira eigið fé,“ segir Snorri. „Það er til samræmis við reglugerðabreytingar þar sem eiginfjár binding er minni fyrir áhættulítil íbúðalán. Þá myndast ákveðið svigrúm til þess að bjóða upp á hagstæðari kjör fyrir þá sem eiga mikið eigið fé. Varðandi fasteignamarkaðinn þá er ekki að sjá að þetta hafi sérstaklega mikil áhrif á hann heldur frekar á neyslu. Einhverjir munu færa sig yfir í þessi hagstæðari kjör og eiga þá meira á milli handana.“ Þannig að þetta eru ekki lán fyrir fyrstu kaupendur? „Nei, þetta er ekki fyrir þann hóp og mun ekki ýta upp verði fyrir minni íbúðum. Fyrir stærri íbúðir, þegar kaupendur þurfa væntanlega að skuldsetja sig mikið, þá horfa þeir væntanlega til ódýrasta lánsins sem er verðtryggt eða mögulega fasta óverðtryggða vexti sem eru á örlítið betri kjörum.“ Kvika banki Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Arion banki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira
Íslandsbanki telur að viðræður um sameiningu eigi að byggja á markaðsvirði beggja félaga og segir í tilkynningu bankans til Kauphallar að Íslandsbanki sé reiðubúinn að bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Kviku við útreikning á skiptihlutföllum. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Í lok febrúar afþakkað stjórn Íslandsbanka boð um samrunaviðræður við Arion banka. „Líkurnar á sameiningu Kviku við viðskiptabanka eru meiri en ef tveir viðskiptabankar eru sameinaðir. Það er samt líklegt að það verða einhver skilyrði frá Samkeppniseftirlitinu varðandi sameininguna,“ segir Snorri og bætir því við að báðir viðskiptabankarnir, Arion og Íslandsbanki eru umtalsvert stærri en Kvika banki. Heildareignir Kviku banka eru 342,8 milljarðar króna en heildareignir Íslandsbanka 1.667 milljarðar og Arion 1.668 milljarðar króna. Enn stærri munur sé ef horft er til útlána. Hjá Kviku nema útlán 160,6 milljörðum króna, hjá Íslandsbanka nema útlán til viðskipta 1.299 milljörðum og hjá Arion nema útlán 1.234 milljörðum króna. Hvor bankinn er þá líklegri til að sameinast Kviku? „Það verður að koma í ljós enda er það stjórnenda og stjórnar að meta það. Hinsvegar er það þannig að ef þeir eiga að sinna hagsmunum hluthafa þá er hærra verðið örugglega það sem þeir munu horfa til. Hvort sem viðræður hefjast við Arion eða Íslandsbanka þá er ljóst að þetta mun taka töluvert langan tíma. Þetta er langt ferli sem er ekki að fara að gerast á næstu mánuðum heldur frekar nær heilu ári. Það er samt töluvert líklegra að Samkeppniseftirlitið blessi þetta frekar en sameiningu tveggja viðskiptabanka. Það er samt einhver skörun þar sem Kvika hefur verið að koma sér meira fyrir á einstaklingsmarkaði núna en var fyrir nokkrum mánuðum og er þá í samkeppni við viðskiptabankana. Samkeppniseftirlitið mun horfa til þess,“ segir Snorri. Kvika býður óverðtryggð húsnæðislán Auður, fjármálaþjónusta Kviku banka, hóf í morgun innreið sína á húsnæðislánamarkað. Fram kom í tilkynningu að Auður bjóði upp á húsnæðislán á „bestu kjörum sem bjóðast á breytilegum óverðtryggðum vöxtum“. Um er að ræða óverðtryggð húsnæðislán fyrir þau sem eiga meira en 45% í sinni eign. Vextir verða breytilegir, 8,5% til að byrja með, og eru það lægstu vextir sambærilegra lána á markaðnum í dag, segir í tilkynningu bankans. Við þessi tíðindi hækkuðu bréf í Kviku um 8,8% fyrir hádegi í dag. „Það kemur ekki sérstaklega á óvart að Kvika sé að bjóða lægri vexti fyrir þá sem eiga meira eigið fé,“ segir Snorri. „Það er til samræmis við reglugerðabreytingar þar sem eiginfjár binding er minni fyrir áhættulítil íbúðalán. Þá myndast ákveðið svigrúm til þess að bjóða upp á hagstæðari kjör fyrir þá sem eiga mikið eigið fé. Varðandi fasteignamarkaðinn þá er ekki að sjá að þetta hafi sérstaklega mikil áhrif á hann heldur frekar á neyslu. Einhverjir munu færa sig yfir í þessi hagstæðari kjör og eiga þá meira á milli handana.“ Þannig að þetta eru ekki lán fyrir fyrstu kaupendur? „Nei, þetta er ekki fyrir þann hóp og mun ekki ýta upp verði fyrir minni íbúðum. Fyrir stærri íbúðir, þegar kaupendur þurfa væntanlega að skuldsetja sig mikið, þá horfa þeir væntanlega til ódýrasta lánsins sem er verðtryggt eða mögulega fasta óverðtryggða vexti sem eru á örlítið betri kjörum.“
Kvika banki Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Arion banki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira