„Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. maí 2025 17:31 Ruben Amorim sést hér tala til stuðningsmanna Manchester United eftir leik liðsins gegn Aston Villa á sunnudag. Vísir/Getty Ruben Amorim lofar að leikmenn verði keyptir til Manchester United fyrir næsta tímabil en segir jafnframt að engin þörf sé á stórum leikmannahópi þar sem félagið verður ekki í Meistaradeildinni. Manchester United hefur aldrei gengið jafnilla í ensku úrvalsdeildinni og á nýliðnu tímabili. Félagið endaði í 15. sæti deildarinnar, tapaði átján leikjum og tapið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham þýðir að félagið verður ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Engin Evrópukeppni þýðir færri leikir og knattspyrnustjórinn Ruben Amorim vill vinna með fámennari leikmannahóp á næsta tímabili. „Stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum“ „Við gerum tvær áætlanir, með og án Meistaradeildarinnar. Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp,“ sagði Amorim við blaðamenn í upphafi æfingaferðar liðsins til Malasíu og Hong Kong. „Við getum stjórnað hópnum betur. Við erum með áætlanir um að taka inn nýja leikmenn en stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum, að bæta akademínuna,“ bætti Amorim við. Hann sagði fjárhagsreglur UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar einnig hafa sitt að segja. „Við getum ekki gert mjög mikið vegna FFP [Financial Fair Play], jafnvel þó við hefðum náð Meistaradeildinni.“ Amorim er á því að það gæti verið jákvætt að vera ekki með í Meistaradeildinni og þá segir hann mikilvægt að halda fyrirliðanum Bruno Fernandes sem hefur verið orðaður við lið í Sádi Arabíu. „Að vera ekki í Meistaradeildinni gæti verið kostur, að standa okkur betur í deildinni og byggja grunninn fyrir framtíðina. Við þurfum að nýta okkur kostina,“ sem var því næst spurður út í Fernandes. „Þú sérð á frammistöðu hans, leiðtogahæfileikunum og ástríðu hans í leikjum hversu mikilvægt er fyrir okkur að halda honum. Hann vill taka ábyrgð og á að gera það því hann er fyrirliði. Hann er okkur mjög mikilvægur og í því hvernig við sjáum liðið fyrir okkur.“ Ætlar ekki í neitt frí Annars virðist Amorim vera feginn að tímabilið sé á enda en búist er við að fyrstu leikmannakaup félagsins verði tilkynnt á næstu dögum því United er við það að ganga frá samningum við Wolves um kaup á Matheus Cunha. „Það var mikilvægt að ljúka tímabilinu, við þurftum að loka þeim kafla. Ég er spenntur, ég er stressaður og ég vill vinna fram að næsta tímabili Mér finnst ég ekki þurfa að aftengja mig alveg. Við lokuðum þessu tímabili en nú er komið að því nýja og ég er spenntur fyrir því.“ „Ég þarf enga hvíld, ég þarf bara að undirbúa mig fyrir næsta tímabil.“ Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Manchester United hefur aldrei gengið jafnilla í ensku úrvalsdeildinni og á nýliðnu tímabili. Félagið endaði í 15. sæti deildarinnar, tapaði átján leikjum og tapið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham þýðir að félagið verður ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Engin Evrópukeppni þýðir færri leikir og knattspyrnustjórinn Ruben Amorim vill vinna með fámennari leikmannahóp á næsta tímabili. „Stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum“ „Við gerum tvær áætlanir, með og án Meistaradeildarinnar. Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp,“ sagði Amorim við blaðamenn í upphafi æfingaferðar liðsins til Malasíu og Hong Kong. „Við getum stjórnað hópnum betur. Við erum með áætlanir um að taka inn nýja leikmenn en stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum, að bæta akademínuna,“ bætti Amorim við. Hann sagði fjárhagsreglur UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar einnig hafa sitt að segja. „Við getum ekki gert mjög mikið vegna FFP [Financial Fair Play], jafnvel þó við hefðum náð Meistaradeildinni.“ Amorim er á því að það gæti verið jákvætt að vera ekki með í Meistaradeildinni og þá segir hann mikilvægt að halda fyrirliðanum Bruno Fernandes sem hefur verið orðaður við lið í Sádi Arabíu. „Að vera ekki í Meistaradeildinni gæti verið kostur, að standa okkur betur í deildinni og byggja grunninn fyrir framtíðina. Við þurfum að nýta okkur kostina,“ sem var því næst spurður út í Fernandes. „Þú sérð á frammistöðu hans, leiðtogahæfileikunum og ástríðu hans í leikjum hversu mikilvægt er fyrir okkur að halda honum. Hann vill taka ábyrgð og á að gera það því hann er fyrirliði. Hann er okkur mjög mikilvægur og í því hvernig við sjáum liðið fyrir okkur.“ Ætlar ekki í neitt frí Annars virðist Amorim vera feginn að tímabilið sé á enda en búist er við að fyrstu leikmannakaup félagsins verði tilkynnt á næstu dögum því United er við það að ganga frá samningum við Wolves um kaup á Matheus Cunha. „Það var mikilvægt að ljúka tímabilinu, við þurftum að loka þeim kafla. Ég er spenntur, ég er stressaður og ég vill vinna fram að næsta tímabili Mér finnst ég ekki þurfa að aftengja mig alveg. Við lokuðum þessu tímabili en nú er komið að því nýja og ég er spenntur fyrir því.“ „Ég þarf enga hvíld, ég þarf bara að undirbúa mig fyrir næsta tímabil.“
Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn