Íslensk amma hljóp 77 km á sex tímum Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 11:02 Hólmfríður Aðalsteinsdóttir með öðrum af ömmustrákunum sínum eftir Reykjavíkurmaraþonið árið 2023. Hún hljóp næstum tvöfalt maraþon í Noregi um helgina á aðeins sex klukkutímum. Facebook Hólmfríður Aðalsteinsdóttir vann yfirburðasigur í hlaupi í Noregi um helgina þar sem hún hljóp hátt í tvöfalt maraþon á aðeins sex klukkutímum. Hlaupið heitir Lierskogen 6 timers og virkar þannig að hlaupinn er 655 metra langur hringur eins oft og keppendur geta á sex klukkutímum. Hólmfríður segir að þannig myndist oft góð stemning í hlaupinu þó að keppendur séu á mismunandi hraða því allir séu samtímis í brautinni. Engin var þó nálægt því að hlaupa á sama hraða og 49 ára gamla amman Hólmfríður en hún hljóp alls tæpa 77 kílómetra og var því að meðaltali 4 mínútur og 41 sekúndu með hvern kílómetra. Hljóp sem sagt að meðaltali á 12,8 km/klst í sex klukkustundir. „Mér leið mjög vel í hlaupinu og náði að halda góðum hraða í fimm tíma. Það var lagt upp með að hlauparar fengju líka staðfestan maraþontíma og maraþonið hljóp ég á 3:12,“ sagði Hólmfríður í samtali við Vísi. „Síðasta klukkutímann voru fæturnir farnir að stífna og þá hægði aðeins á,“ bætti hún við. Sannarlega merkilegur árangur hjá Hólmfríði sem búið hefur í Noregi síðustu þrettán ár og starfar sem hjúkrunarfræðingur í smábænum Valen í Kvinnherad, um 100 kílómetra sunnan við Bergen. Þar æfir hún hlaup með góðum hlaupa- og þríþrautarhópi á svæðinu. „Ég hef hlaupið þó nokkur maraþon síðustu ár og nokkur ultrahlaup,“ segir Hólmfríður og heldur áfram. „Utanvegahlaup henta mér ekki, ég er hræðilegur klaufi í öllu fjallabrölti, en ég finn mig vel í lengri götuhlaupum eða brautarhlaupum. Það er þó nokkur hefð fyrir 6, 12 og 24 tíma hlaupum hér í Noregi. Mér finnst það mjög spennandi hlaup, þar sem hver og einn hlaupari stýrir sínu hlaupi og fólk keppist við að ná ákveðinni vegalengd.“ Hlaup Íslendingar erlendis Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira
Hlaupið heitir Lierskogen 6 timers og virkar þannig að hlaupinn er 655 metra langur hringur eins oft og keppendur geta á sex klukkutímum. Hólmfríður segir að þannig myndist oft góð stemning í hlaupinu þó að keppendur séu á mismunandi hraða því allir séu samtímis í brautinni. Engin var þó nálægt því að hlaupa á sama hraða og 49 ára gamla amman Hólmfríður en hún hljóp alls tæpa 77 kílómetra og var því að meðaltali 4 mínútur og 41 sekúndu með hvern kílómetra. Hljóp sem sagt að meðaltali á 12,8 km/klst í sex klukkustundir. „Mér leið mjög vel í hlaupinu og náði að halda góðum hraða í fimm tíma. Það var lagt upp með að hlauparar fengju líka staðfestan maraþontíma og maraþonið hljóp ég á 3:12,“ sagði Hólmfríður í samtali við Vísi. „Síðasta klukkutímann voru fæturnir farnir að stífna og þá hægði aðeins á,“ bætti hún við. Sannarlega merkilegur árangur hjá Hólmfríði sem búið hefur í Noregi síðustu þrettán ár og starfar sem hjúkrunarfræðingur í smábænum Valen í Kvinnherad, um 100 kílómetra sunnan við Bergen. Þar æfir hún hlaup með góðum hlaupa- og þríþrautarhópi á svæðinu. „Ég hef hlaupið þó nokkur maraþon síðustu ár og nokkur ultrahlaup,“ segir Hólmfríður og heldur áfram. „Utanvegahlaup henta mér ekki, ég er hræðilegur klaufi í öllu fjallabrölti, en ég finn mig vel í lengri götuhlaupum eða brautarhlaupum. Það er þó nokkur hefð fyrir 6, 12 og 24 tíma hlaupum hér í Noregi. Mér finnst það mjög spennandi hlaup, þar sem hver og einn hlaupari stýrir sínu hlaupi og fólk keppist við að ná ákveðinni vegalengd.“
Hlaup Íslendingar erlendis Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira