Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 09:00 Matheus Cunha virðist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Úlfana. Getty/Cameron Smith Manchester United hefur náð munnlegu samkomulagi við Wolves og Matheus Cunha um að þessi brasilíski sóknarmaður verði leikmaður United næstu fimm árin. Vistaskipti Cunha hafa legið í loftinu en nú segir félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano að allt sé klappað og klárt. 🚨🇧🇷 Matheus Cunha to Manchester United, here we go! Verbal agreement in place between all parties involved.Cunha will sign deal until June 2030 with option until 2031. Wolves to receive £62.5m clause value in installments.Formal steps/contracts to be checked next week. pic.twitter.com/RiP4iMoH6m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2025 Cunha muni skrifa undir samning sem gildi til fimm ára, með möguleika á árs framlengingu, og að United muni greiða Wolves samtals 62,5 milljónir punda, eða 10,7 milljarða króna, í greiðslum sem nú sé verið að ganga frá hvernig skipta eigi upp. United og Wolves enduðu með jafnmörg stig í ensku úrvalsdeildinni, á leiktíðinni sem var að ljúka, í 15. og 16. sæti. Cunha fór á kostum fyrir Úlfana og var þeirra markahæsti maður með fimmtán mörk, í 9. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar. Þrátt fyrir að United hafi aðeins unnið 17 af 48 leikjum sínum, eftir að Ruben Amorim tók við stjórn liðsins, bendir allt til þess að Portúgalinn verði áfram við stjórnvölinn og að Cunha verið fyrsti nýi leikmaðurinn sem hann fær í sumar. Blaðamaðurinn Ben Jacobs segir gangi allt eftir muni Cunha klæðast treyju númer 10 og taka þannig við af Marcus Rashford. 🚨 Exclusive: Matheus Cunha has agreed a five-year contract with #MUFC. Manchester United will now approach Wolves this week. Cunha has a £62.5m clause.Cunha expected to wear No.10 at #MUFC if all goes to plan.🇧🇷 pic.twitter.com/9xPfHJ2jCY— Ben Jacobs (@JacobsBen) May 25, 2025 Hinn 25 ára gamli Cunha hefur leikið með Wolves frá ársbyrjun 2023 eftir að hafa áður verið hjá Atlético Madrid, Herthu Berlín, RB Leipzig og Sion í Sviss en þangað kom hann 18 ára gamall frá Coritiba í Brasilíu. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
Vistaskipti Cunha hafa legið í loftinu en nú segir félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano að allt sé klappað og klárt. 🚨🇧🇷 Matheus Cunha to Manchester United, here we go! Verbal agreement in place between all parties involved.Cunha will sign deal until June 2030 with option until 2031. Wolves to receive £62.5m clause value in installments.Formal steps/contracts to be checked next week. pic.twitter.com/RiP4iMoH6m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2025 Cunha muni skrifa undir samning sem gildi til fimm ára, með möguleika á árs framlengingu, og að United muni greiða Wolves samtals 62,5 milljónir punda, eða 10,7 milljarða króna, í greiðslum sem nú sé verið að ganga frá hvernig skipta eigi upp. United og Wolves enduðu með jafnmörg stig í ensku úrvalsdeildinni, á leiktíðinni sem var að ljúka, í 15. og 16. sæti. Cunha fór á kostum fyrir Úlfana og var þeirra markahæsti maður með fimmtán mörk, í 9. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar. Þrátt fyrir að United hafi aðeins unnið 17 af 48 leikjum sínum, eftir að Ruben Amorim tók við stjórn liðsins, bendir allt til þess að Portúgalinn verði áfram við stjórnvölinn og að Cunha verið fyrsti nýi leikmaðurinn sem hann fær í sumar. Blaðamaðurinn Ben Jacobs segir gangi allt eftir muni Cunha klæðast treyju númer 10 og taka þannig við af Marcus Rashford. 🚨 Exclusive: Matheus Cunha has agreed a five-year contract with #MUFC. Manchester United will now approach Wolves this week. Cunha has a £62.5m clause.Cunha expected to wear No.10 at #MUFC if all goes to plan.🇧🇷 pic.twitter.com/9xPfHJ2jCY— Ben Jacobs (@JacobsBen) May 25, 2025 Hinn 25 ára gamli Cunha hefur leikið með Wolves frá ársbyrjun 2023 eftir að hafa áður verið hjá Atlético Madrid, Herthu Berlín, RB Leipzig og Sion í Sviss en þangað kom hann 18 ára gamall frá Coritiba í Brasilíu.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira