Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2025 15:36 Jafnaðarkonan Mette Frederiksen (t.h.) og hægrijaðarkonan Giorgia Meloni (t.v.) eru fremstar í flokki þeirra sem vilja fá aukið frelsi til að reka innflytjendur úr landi. Vísir/EPA Danmörk er á meðal níu ríkja sem kalla opinberlega eftir því að mannréttindasáttmáli Evrópu verði túlkaður öðruvísi til þess að auðvelda þeim að vísa innflytjendum sem fremja glæpi úr landi. Þau telja túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu binda hendur sína óþarflega í þeim efnum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, eru sagðar hafa haft frumkvæði að opnu bréfi þar sem kallað er eftir því að Mannréttindadómstóllinn breyti túlkun sinni á sáttmálanum í gær. Hin ríkin sem skrifuðu undir bréfið voru Austurríki, Belgía, Tékkland, Eistland, Lettland, Litháen og Pólland. „Það er mikilvægt að meta hvort að dómstólinn hafi í sumum tilfellum látið sáttmálann ná of langt í samanburði við upphaflega ætlun hans og þar með breytt jafnvæginu á milli þeirra hagsmuna sem á að verja,“ segir í bréfinu. Túlkun MDE hafi ennfremur takmarkað getu ríkjanna til þess að taka pólitískar ákvarðanir um innflytjendastefnu sína. Sérstaklega vilja ríkin níu fá aukið frelsi til þess að vísa erlendum ríkisborgurum úr landi og að grípa til aðgerða gegn ríkjum sem beiti innflytjendum sem vopni gegn þeim. Nokkur Evrópuríki hafa sakað rússnesk og hvítrússnesk stjórnvöld um að senda förufólk að landamærum þeirra til þess að skapa glundroða og ala á sundrung. Öll 46 aðildarríki Evrópuráðsins eiga aðild að mannréttindasáttmálanum sem var undirritaður árið 1950. Honum er ætlað að vernda mannréttindi og grundvallarfrelsi í álfunni. Evrópusambandið Mannréttindi Danmörk Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, eru sagðar hafa haft frumkvæði að opnu bréfi þar sem kallað er eftir því að Mannréttindadómstóllinn breyti túlkun sinni á sáttmálanum í gær. Hin ríkin sem skrifuðu undir bréfið voru Austurríki, Belgía, Tékkland, Eistland, Lettland, Litháen og Pólland. „Það er mikilvægt að meta hvort að dómstólinn hafi í sumum tilfellum látið sáttmálann ná of langt í samanburði við upphaflega ætlun hans og þar með breytt jafnvæginu á milli þeirra hagsmuna sem á að verja,“ segir í bréfinu. Túlkun MDE hafi ennfremur takmarkað getu ríkjanna til þess að taka pólitískar ákvarðanir um innflytjendastefnu sína. Sérstaklega vilja ríkin níu fá aukið frelsi til þess að vísa erlendum ríkisborgurum úr landi og að grípa til aðgerða gegn ríkjum sem beiti innflytjendum sem vopni gegn þeim. Nokkur Evrópuríki hafa sakað rússnesk og hvítrússnesk stjórnvöld um að senda förufólk að landamærum þeirra til þess að skapa glundroða og ala á sundrung. Öll 46 aðildarríki Evrópuráðsins eiga aðild að mannréttindasáttmálanum sem var undirritaður árið 1950. Honum er ætlað að vernda mannréttindi og grundvallarfrelsi í álfunni.
Evrópusambandið Mannréttindi Danmörk Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira