Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar 25. maí 2025 08:03 Það er ástæða fyrir réttmætri leiðréttingu veiðigjalda. Ástæðan er einfaldlega þú og allur almenningur í landinu. Við skulum ekki fara í orðaleikinn um hvort um er að ræða „skattahækkun“. Þetta er fyrst og fremst löngu tímabær leiðrétting. Sem vissulega er hækkun á gjaldi en ekki skatti, þar sem gjaldið er frádráttarbært frá tekjuskatti fyrirtækja. Það er ástæða fyrir stórfelldri kulnun margra byggðarlaga á landsvísu. Útgerðum hefur fækkað mikið og þær stækkað í nafni til hagræðingar í rekstri. Í dag eru stærstu sjávarútvegsfyrirtækin í fárra höndum velta hundruðum milljarða, að mestu í eigin þágu. Fólkið í landinu kaus í haust flokka sem mynda löngu tímabæra verkstjórn sem þegar hefur nú þegar sýnt að hún hræðist ekki varnarveggi auðvalds. Nú stendur loksins til að leiðrétta grunn veiðigjalda eins og til var ætlast og afraksturinn verður meðal annars notaður til bættra samgangna. Vegakerfið sem á að þjóna landsmönnum og ferðamönnum er bágborðið víða og þarfnast tafarlausra úrbóta. Veiðigjaldið er leiðrétt og afraksturinn notaður öllum landsmönnum til hagsbóta. Fólk er orðið langþreytt á því að að útgerðin greiði ekki sanngjarnt gjald fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni sem tekur mið af raunverulegu verði en ekki af viðskiptum útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila. Við sem þjóð höfum ástæðu til að fagna þessari leiðréttingu og þeim framförum sem henni munu fylgja. Það er ekki horft framhjá því lengur að suðvesturhornið hefur skilið sig frá öðrum landshlutum, þegar kemur að samgöngum. Í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi, eru allir helstu vegir í nágrenni höfuðborgarinnar annað hvort með bundu slitlagi eða malbikaðir. Þar er vel séð til þess að fólk komist með góðu móti ferða sinn t.d í sumarbústaði. Þegar austar dregur versnar ástandið hins vegar til mikilla muna. Þjóðvegurinn slitnar og þrengist, langvarandi skortur á viðhaldi hans eykur hættu á slysum vegfarenda til mikilla muna. Íbúar eru langþreyttir á viðvarandi aðgerðaleysi fyrrverandi stjórnvalda þegar kemur að bættum samgöngum. Allir sem aka um kjördæmið upplifa aukna hættu eftir því sem austar dregur sökum versnandi viðhalds þjóðvegarins og gríðarlegri aukningu umferðar. Norðvesturkjördæmier annar landshluti sem setið hefur á hakanum. Vatnsnesvegur nr.711 í Húnaþingi vestra er gott dæmi. Fjölfarin 111 km langur vegur sem liggur hringinn um Vatnsnes og er lífæð samfélagsins. Um þennan veg aka líka erlendir ferðamenn í tugþúsundavís lungann úr árinu, skólabíll þræðir hann tvisvar á dag yfir vetrartímann með börn úr dreifbýlinu sem sækja skóla sinn á Hvammstanga. Vatnsnesvegur er löngu úr sér genginn, þröngur og holóttur og af þeim sökum oft á tíðum illfær. Sem gerir það að verkum að nemendur neyðast til að hossast í skólabílnum í allt að eina og hálfa klukkustund, tvisvar á dag. Ástand vegarins hefur valdið slysum á fólki, tjóni á ökutækjum, tryggingafélög taka engan þátt í að bæta vegfarendum það tjón sem þeir kunna að verða fyrir. Íbúar á Vatnsnesi hafa vegna alls þessa, lengi barist fyrir því að úrbætur þessarar lífæðar verði að veruleika. Sú áralanga barátta varð til þess Vatnsnesvegur komst loksins á framkvæmdaráætlun árið 2019. Var þá fljótlega hafist handa við undirbúning fyrir bundið slitlag á litla 7 km, sem er lítið brot af vandamálinu í heild. En sú tímabæra framkvæmd hefur því miður dregist von úr viti, íbúum til enn frekari ama. Alltof litlu fjármagni var úthlutað til verkefnisins í byrjun sem reyndist aðeins lítill plástur á risastórt svöðusár. Þessi tvö mál kristalla nöturlega veruleika. Nú árið 2025 sitja landsmenn ekki enn við sama borð þegar kemur að bættum samgöngum. Ferðaþjónustunni hefur vaxið fiskur um hrygg um ALLT land, ekki bara á suðvesturhorninu. Vegakerfið er lífæð okkar allra. Það er og hefur verið skýlaus krafa að bætt verði úr og hugað mun betur að öryggi og þjónustu við ALLA landsmenn. Nú verður brugðist við þeirri kröfu af alvöru. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Íris Fanndal Flokkur fólksins Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Það er ástæða fyrir réttmætri leiðréttingu veiðigjalda. Ástæðan er einfaldlega þú og allur almenningur í landinu. Við skulum ekki fara í orðaleikinn um hvort um er að ræða „skattahækkun“. Þetta er fyrst og fremst löngu tímabær leiðrétting. Sem vissulega er hækkun á gjaldi en ekki skatti, þar sem gjaldið er frádráttarbært frá tekjuskatti fyrirtækja. Það er ástæða fyrir stórfelldri kulnun margra byggðarlaga á landsvísu. Útgerðum hefur fækkað mikið og þær stækkað í nafni til hagræðingar í rekstri. Í dag eru stærstu sjávarútvegsfyrirtækin í fárra höndum velta hundruðum milljarða, að mestu í eigin þágu. Fólkið í landinu kaus í haust flokka sem mynda löngu tímabæra verkstjórn sem þegar hefur nú þegar sýnt að hún hræðist ekki varnarveggi auðvalds. Nú stendur loksins til að leiðrétta grunn veiðigjalda eins og til var ætlast og afraksturinn verður meðal annars notaður til bættra samgangna. Vegakerfið sem á að þjóna landsmönnum og ferðamönnum er bágborðið víða og þarfnast tafarlausra úrbóta. Veiðigjaldið er leiðrétt og afraksturinn notaður öllum landsmönnum til hagsbóta. Fólk er orðið langþreytt á því að að útgerðin greiði ekki sanngjarnt gjald fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni sem tekur mið af raunverulegu verði en ekki af viðskiptum útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila. Við sem þjóð höfum ástæðu til að fagna þessari leiðréttingu og þeim framförum sem henni munu fylgja. Það er ekki horft framhjá því lengur að suðvesturhornið hefur skilið sig frá öðrum landshlutum, þegar kemur að samgöngum. Í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi, eru allir helstu vegir í nágrenni höfuðborgarinnar annað hvort með bundu slitlagi eða malbikaðir. Þar er vel séð til þess að fólk komist með góðu móti ferða sinn t.d í sumarbústaði. Þegar austar dregur versnar ástandið hins vegar til mikilla muna. Þjóðvegurinn slitnar og þrengist, langvarandi skortur á viðhaldi hans eykur hættu á slysum vegfarenda til mikilla muna. Íbúar eru langþreyttir á viðvarandi aðgerðaleysi fyrrverandi stjórnvalda þegar kemur að bættum samgöngum. Allir sem aka um kjördæmið upplifa aukna hættu eftir því sem austar dregur sökum versnandi viðhalds þjóðvegarins og gríðarlegri aukningu umferðar. Norðvesturkjördæmier annar landshluti sem setið hefur á hakanum. Vatnsnesvegur nr.711 í Húnaþingi vestra er gott dæmi. Fjölfarin 111 km langur vegur sem liggur hringinn um Vatnsnes og er lífæð samfélagsins. Um þennan veg aka líka erlendir ferðamenn í tugþúsundavís lungann úr árinu, skólabíll þræðir hann tvisvar á dag yfir vetrartímann með börn úr dreifbýlinu sem sækja skóla sinn á Hvammstanga. Vatnsnesvegur er löngu úr sér genginn, þröngur og holóttur og af þeim sökum oft á tíðum illfær. Sem gerir það að verkum að nemendur neyðast til að hossast í skólabílnum í allt að eina og hálfa klukkustund, tvisvar á dag. Ástand vegarins hefur valdið slysum á fólki, tjóni á ökutækjum, tryggingafélög taka engan þátt í að bæta vegfarendum það tjón sem þeir kunna að verða fyrir. Íbúar á Vatnsnesi hafa vegna alls þessa, lengi barist fyrir því að úrbætur þessarar lífæðar verði að veruleika. Sú áralanga barátta varð til þess Vatnsnesvegur komst loksins á framkvæmdaráætlun árið 2019. Var þá fljótlega hafist handa við undirbúning fyrir bundið slitlag á litla 7 km, sem er lítið brot af vandamálinu í heild. En sú tímabæra framkvæmd hefur því miður dregist von úr viti, íbúum til enn frekari ama. Alltof litlu fjármagni var úthlutað til verkefnisins í byrjun sem reyndist aðeins lítill plástur á risastórt svöðusár. Þessi tvö mál kristalla nöturlega veruleika. Nú árið 2025 sitja landsmenn ekki enn við sama borð þegar kemur að bættum samgöngum. Ferðaþjónustunni hefur vaxið fiskur um hrygg um ALLT land, ekki bara á suðvesturhorninu. Vegakerfið er lífæð okkar allra. Það er og hefur verið skýlaus krafa að bætt verði úr og hugað mun betur að öryggi og þjónustu við ALLA landsmenn. Nú verður brugðist við þeirri kröfu af alvöru. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar