Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. maí 2025 14:03 Sandra Sigurðardóttir stóð í marki íslenska landsliðsins á EM 2022 en hefur ekki spilað síðastliðin tvö ár. Joe Prior/Visionhaus via Getty Images Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður til margra ára, hefur tekið hanskana af hillunni til hjálpar FH og mun spila með liðinu í leiknum gegn Breiðablik á morgun. Sandra leysir af aðalmarkvörðinn Aldísi Guðlaugsdóttur, sem sleit krossband um síðustu helgi. Sandra spilaði síðast fótboltaleik sumarið 2023, þegar hún lék nokkra leiki með Grindavík og Val, en hefur nú tekið hanskana af hillunni. Fótbolti.net greindi fyrst frá. Sandra verður í markinu í leiknum gegn Breiðablik á morgun og í næstum fjórum leikjum liðsins hið minnsta, fram að landsleikjahléinu sem verður gert vegna EM í Sviss. „Það er fínt að þekkja Söndru Sig, það klárlega hjálpar til“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í samtali við íþróttadeild. Rykugir hanskar af hillunni Aldís Guðlaugsdóttir sleit krossband í 1-4 sigri FH gegn Þrótti síðastliðinn laugardag. „Við sáum á laugardaginn eftir leik að þetta liti ekkert sérstaklega vel út með Aldísi og byrjuðum að gera ráðstafanir strax þá. Nafn Söndru kom strax í huga okkur og við byrjuðum að kanna þann möguleika… Sem betur fer fyrir okkur var Sandra opinn fyrir því að taka rykugu hanskana af hillunni og hjálpa okkur. Það er bara raunin. Hún var mætt á æfingu á þriðjudag hjá okkur, var með okkur í gær og verður með okkur á æfingu á eftir. Svo bara stendur hún milli stanganna á móti Blikum á morgun“ sagði Guðni. Guðni sagði Söndru ekki hugsaða sem langtímalausn við markmannsvandræðum FH en hún komi til með að hjálpa liðinu allavega fram að EM pásunni. „Hún er bara að hjálpa okkur, hún er bara að bjarga okkur úr þessari stöðu sem við erum í. Hún tekur þá leiki sem eru, allavega, fram að EM pásu. Allavega þann tíma og svo verðum við bara að sjá hvernig framhaldið verður. Við finnum út úr því, hvort sem það verður Sandra eða annar markmaður. Það verður bara að koma í ljós, mikilvægast var að ganga hratt og örugglega til verks. Fá markmann sem maður treystir til að standa á milli stanganna.“ Ekki með varamarkmann Guðni var þá spurður út í varamarkmannsmál hjá FH, þar sem liðið var ekki með neinn varamarkmann á skýrslu gegn Þrótti og Aldís kláraði leikinn, þrátt fyrir slitið krossband. „Við erum ekki með neinn varamarkmann til að sitja á bekknum. Við erum með eina kornunga stelpu, sem er að klára tíunda bekkinn og spila með ÍH. Hennar tími mun koma og kemur síðar, þegar hún er klár í það verkefni.“ Guðni sagði þó að hann væri með nokkra útileikmenn „sem eru geggjaðar í marki“ og gætu leyst stöðuna ef Sandra skyldi meiðast í leik. Markmannsmálin séu ekki vandamál á æfingum, unga stelpan æfir alltaf með liðinu en spilar með ÍH. Strákar úr yngri flokkum FH hjálpa liðinu líka á æfingum, en mega augljóslega ekki spila. Annar leikmaður FH sem slítur krossband Aldís er á leið í aðgerð og langa endurhæfingu, eins og fylgir alltaf krossbandsslitum. Hún er annar leikmaður FH sem slítur krossband í upphafi tímabils, á eftir Vigdísi Eddu Friðriksdóttur sem sleit krossband í leik gegn Val. Þá skaddaði Íris Una Þórðardóttir liðband í leik gegn FHL og mun ekki spila fyrr en eftir EM. Fór betur en horfðist hjá fyrirliðanum Hafnfirðingar fengu þó fínar fregnir af fyrirliðanum, Örnu Eiríksdóttur, sem meiddist einnig í leiknum gegn Þrótti um síðustu helgi en „Það fór betur en á horfðist. Leit alls ekki vel út á laugardaginn en við skoðun og eftir því sem dögum fjölgar frá þessu hnjaski hennar, lítur þetta betur út… Ekki langt í að hún verði klár aftur“ sagði Guðni að lokum, tilbúinn að takast á við verkefnið sem skakkaföllum fylgja og spenntur að sjá Söndru klæða sig í hanskana aftur. Besta deild kvenna FH Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Sandra spilaði síðast fótboltaleik sumarið 2023, þegar hún lék nokkra leiki með Grindavík og Val, en hefur nú tekið hanskana af hillunni. Fótbolti.net greindi fyrst frá. Sandra verður í markinu í leiknum gegn Breiðablik á morgun og í næstum fjórum leikjum liðsins hið minnsta, fram að landsleikjahléinu sem verður gert vegna EM í Sviss. „Það er fínt að þekkja Söndru Sig, það klárlega hjálpar til“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í samtali við íþróttadeild. Rykugir hanskar af hillunni Aldís Guðlaugsdóttir sleit krossband í 1-4 sigri FH gegn Þrótti síðastliðinn laugardag. „Við sáum á laugardaginn eftir leik að þetta liti ekkert sérstaklega vel út með Aldísi og byrjuðum að gera ráðstafanir strax þá. Nafn Söndru kom strax í huga okkur og við byrjuðum að kanna þann möguleika… Sem betur fer fyrir okkur var Sandra opinn fyrir því að taka rykugu hanskana af hillunni og hjálpa okkur. Það er bara raunin. Hún var mætt á æfingu á þriðjudag hjá okkur, var með okkur í gær og verður með okkur á æfingu á eftir. Svo bara stendur hún milli stanganna á móti Blikum á morgun“ sagði Guðni. Guðni sagði Söndru ekki hugsaða sem langtímalausn við markmannsvandræðum FH en hún komi til með að hjálpa liðinu allavega fram að EM pásunni. „Hún er bara að hjálpa okkur, hún er bara að bjarga okkur úr þessari stöðu sem við erum í. Hún tekur þá leiki sem eru, allavega, fram að EM pásu. Allavega þann tíma og svo verðum við bara að sjá hvernig framhaldið verður. Við finnum út úr því, hvort sem það verður Sandra eða annar markmaður. Það verður bara að koma í ljós, mikilvægast var að ganga hratt og örugglega til verks. Fá markmann sem maður treystir til að standa á milli stanganna.“ Ekki með varamarkmann Guðni var þá spurður út í varamarkmannsmál hjá FH, þar sem liðið var ekki með neinn varamarkmann á skýrslu gegn Þrótti og Aldís kláraði leikinn, þrátt fyrir slitið krossband. „Við erum ekki með neinn varamarkmann til að sitja á bekknum. Við erum með eina kornunga stelpu, sem er að klára tíunda bekkinn og spila með ÍH. Hennar tími mun koma og kemur síðar, þegar hún er klár í það verkefni.“ Guðni sagði þó að hann væri með nokkra útileikmenn „sem eru geggjaðar í marki“ og gætu leyst stöðuna ef Sandra skyldi meiðast í leik. Markmannsmálin séu ekki vandamál á æfingum, unga stelpan æfir alltaf með liðinu en spilar með ÍH. Strákar úr yngri flokkum FH hjálpa liðinu líka á æfingum, en mega augljóslega ekki spila. Annar leikmaður FH sem slítur krossband Aldís er á leið í aðgerð og langa endurhæfingu, eins og fylgir alltaf krossbandsslitum. Hún er annar leikmaður FH sem slítur krossband í upphafi tímabils, á eftir Vigdísi Eddu Friðriksdóttur sem sleit krossband í leik gegn Val. Þá skaddaði Íris Una Þórðardóttir liðband í leik gegn FHL og mun ekki spila fyrr en eftir EM. Fór betur en horfðist hjá fyrirliðanum Hafnfirðingar fengu þó fínar fregnir af fyrirliðanum, Örnu Eiríksdóttur, sem meiddist einnig í leiknum gegn Þrótti um síðustu helgi en „Það fór betur en á horfðist. Leit alls ekki vel út á laugardaginn en við skoðun og eftir því sem dögum fjölgar frá þessu hnjaski hennar, lítur þetta betur út… Ekki langt í að hún verði klár aftur“ sagði Guðni að lokum, tilbúinn að takast á við verkefnið sem skakkaföllum fylgja og spenntur að sjá Söndru klæða sig í hanskana aftur.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira