140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar 22. maí 2025 10:30 ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ, héldu á dögunum málþingi mundir yfirskriftinni „Veðmál, íþróttir og samfélagið - hvert stefnum við?“. Nánar tiltekið var efni þingsins kynnt með þessum hætti: „Erlendar veðmálasíður verða sífellt fyrirferðarmeiri á Íslandi. Er það jákvætt eða neikvætt? Hver eru áhrifin? Á íþróttahreyfinguna? Á samfélagið? Við setjum hlutina í samhengi og kynnum mikilvægar upplýsingar.“ Mikilvægasta samhengið vantaði hins vegar í þessa lýsingu. Það er að íþróttahreyfingin er sjálf aðaleigandi umfangsmestu veðmála- og fjárhættuspilafyrirtækja Íslands. Þetta eru Íslenskar getraunir og Íslensk getspá, sem eyða hærri upphæðum í ágengari auglýsingar en nokkur önnur fyrirtæki landsins. Hamast er á þjóðinni alla daga með gylliboðum um mögulegt ríkidæmi með þátttöku í Lottó, Viking lotto og Euro Jackpot. Er þó um 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í síðastnefnda leiknum. Hærri fjárhæðir til íþróttastarfs Fjáraustur íþróttahreyfingarinnar í þessa starfsemi er sérstakt rannsóknarefni. Ekki aðeins við kaup á auglýsingum, heldur einnig í laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks sem ver þessa stöðu sína af hörku. Athyglisvert er að ekki er hægt að sjá sundurliðun á þessum gríðarlega kostnaði í ársreikningum félaganna. Auðvelt er að færa rök fyrir því að hægt væri að skila mun hærri fjárhæðum til íþróttastarfs í landinu með því að leggja þessa starfsemi niður, afnema ríkisvarða einokun á fjárhættuspilum og opna markaðinn með skynsamlegri reglusetningu um gagnsæi í rekstri og skattheimtu sem rynni í sérstakan sjóð. Til mikils er að vinna með því að innleiða leyfiskerfi sem er opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Með slíku kerfi skuldbinda fyrirtæki sig til að fara eftir ákveðnum reglur sem tryggja meðal annars neytendavernd og að beina ekki auglýsingum sínum ekki að börnum og ungmennum, einsog Íslensk Getspá og Íslenskar getraunir gera með linnulausum auglýsingum í útvarpi, sjónvarpi og netmiðlum alla daga.. Þannig væri líka hægt að tryggja frjálsa samkeppni þar sem þjónusta við notendur er í öndvegi. Spilakassarnir skaðlegastir Rétt er svo að minna á að spilakassar eru skaðlegasta form veðmála. Hér á landi eru slíkir kassar reknir af annars vegar af Rauða krossinum og Landsbjörg og hins vegar Happdrætti Háskóla Íslands. SÁÁ ákvað 2020 að hætta þátttöku í rekstri þeirra af siðferðilegum ástæðum. Vegna skýrra tengsla spilakassa við spilafíkn innleiddu nágrannalönd okkar svokölluð spilakort fyrir mörgum árum.Með þeim þurfa spilarar að auðkenna sig og setja sér takmörk um hversu háa fjárhæð þeir geta sett inn á spilareikning sinn og spilað fyrir. Þetta hefur hjálpað þeim sem glíma við spilafíkn að setja sér mörk og dregið úr tapi þeirra. Notkun spilakort hefur verið skylda í Noregi frá 2009 og í Svíþjóð frá 2014.Íslensku spilakassafélögin tvö hafa frá að minnsta kosti árinu 2017 talað um að koma hér upp spilakortum, en ekkert orðið úr verki. Mögulega óttast þau áhrifin á afkomu sína.Þetta er umfangsmikill rekstur. HHÍ er með tæplega 500 spilakassa í rekstri á rúmlega 20 stöðum, sem eru ýmist barir, söluturnar eða sérstakir spilasalir. Spilakassar Íslandsspila (Rauði kross og Landsbjörg) eru um 330 talsins og eru þeir aðgengilegir á um 50 stöðum, börum, söluturnum og sérstökum spilasölum. Í nýjustu útgáfu embættis Ríkislögreglustjóra á áhættumati um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir Ísland, er bent á að „veruleg hætta er á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé“ hér á landi og að „vísbendingar“ eru um að það hafi verið gert. Þar kemur líka fram að heildarvelta í spilakössum er um tólf milljarðar króna á ári (2022). Brýnast er fyrir samfélagið að koma skikki á þennan hluta fjárhættuspila á Íslandi. Samhliða væri skynsamlegt að endurskoða frá grunni fyrirkomulag veðmála og happdrættisleikja með það fyrir augum að tryggja að hærra hlutfall renni til íþrótta- og menningarstarfs fremur en að viðhalda hagsmunum núverandi einokunarfyrirtækja og stjórnenda þeirra. (Mynd sem sýnir auglýsingu úr smiðju Íslenskra getrauna þar sem börn eru nýtt til að auglýsa veðmál á Lengjunni) Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ÍSÍ Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Sigurður G. Guðjónsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ, héldu á dögunum málþingi mundir yfirskriftinni „Veðmál, íþróttir og samfélagið - hvert stefnum við?“. Nánar tiltekið var efni þingsins kynnt með þessum hætti: „Erlendar veðmálasíður verða sífellt fyrirferðarmeiri á Íslandi. Er það jákvætt eða neikvætt? Hver eru áhrifin? Á íþróttahreyfinguna? Á samfélagið? Við setjum hlutina í samhengi og kynnum mikilvægar upplýsingar.“ Mikilvægasta samhengið vantaði hins vegar í þessa lýsingu. Það er að íþróttahreyfingin er sjálf aðaleigandi umfangsmestu veðmála- og fjárhættuspilafyrirtækja Íslands. Þetta eru Íslenskar getraunir og Íslensk getspá, sem eyða hærri upphæðum í ágengari auglýsingar en nokkur önnur fyrirtæki landsins. Hamast er á þjóðinni alla daga með gylliboðum um mögulegt ríkidæmi með þátttöku í Lottó, Viking lotto og Euro Jackpot. Er þó um 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í síðastnefnda leiknum. Hærri fjárhæðir til íþróttastarfs Fjáraustur íþróttahreyfingarinnar í þessa starfsemi er sérstakt rannsóknarefni. Ekki aðeins við kaup á auglýsingum, heldur einnig í laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks sem ver þessa stöðu sína af hörku. Athyglisvert er að ekki er hægt að sjá sundurliðun á þessum gríðarlega kostnaði í ársreikningum félaganna. Auðvelt er að færa rök fyrir því að hægt væri að skila mun hærri fjárhæðum til íþróttastarfs í landinu með því að leggja þessa starfsemi niður, afnema ríkisvarða einokun á fjárhættuspilum og opna markaðinn með skynsamlegri reglusetningu um gagnsæi í rekstri og skattheimtu sem rynni í sérstakan sjóð. Til mikils er að vinna með því að innleiða leyfiskerfi sem er opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Með slíku kerfi skuldbinda fyrirtæki sig til að fara eftir ákveðnum reglur sem tryggja meðal annars neytendavernd og að beina ekki auglýsingum sínum ekki að börnum og ungmennum, einsog Íslensk Getspá og Íslenskar getraunir gera með linnulausum auglýsingum í útvarpi, sjónvarpi og netmiðlum alla daga.. Þannig væri líka hægt að tryggja frjálsa samkeppni þar sem þjónusta við notendur er í öndvegi. Spilakassarnir skaðlegastir Rétt er svo að minna á að spilakassar eru skaðlegasta form veðmála. Hér á landi eru slíkir kassar reknir af annars vegar af Rauða krossinum og Landsbjörg og hins vegar Happdrætti Háskóla Íslands. SÁÁ ákvað 2020 að hætta þátttöku í rekstri þeirra af siðferðilegum ástæðum. Vegna skýrra tengsla spilakassa við spilafíkn innleiddu nágrannalönd okkar svokölluð spilakort fyrir mörgum árum.Með þeim þurfa spilarar að auðkenna sig og setja sér takmörk um hversu háa fjárhæð þeir geta sett inn á spilareikning sinn og spilað fyrir. Þetta hefur hjálpað þeim sem glíma við spilafíkn að setja sér mörk og dregið úr tapi þeirra. Notkun spilakort hefur verið skylda í Noregi frá 2009 og í Svíþjóð frá 2014.Íslensku spilakassafélögin tvö hafa frá að minnsta kosti árinu 2017 talað um að koma hér upp spilakortum, en ekkert orðið úr verki. Mögulega óttast þau áhrifin á afkomu sína.Þetta er umfangsmikill rekstur. HHÍ er með tæplega 500 spilakassa í rekstri á rúmlega 20 stöðum, sem eru ýmist barir, söluturnar eða sérstakir spilasalir. Spilakassar Íslandsspila (Rauði kross og Landsbjörg) eru um 330 talsins og eru þeir aðgengilegir á um 50 stöðum, börum, söluturnum og sérstökum spilasölum. Í nýjustu útgáfu embættis Ríkislögreglustjóra á áhættumati um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir Ísland, er bent á að „veruleg hætta er á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé“ hér á landi og að „vísbendingar“ eru um að það hafi verið gert. Þar kemur líka fram að heildarvelta í spilakössum er um tólf milljarðar króna á ári (2022). Brýnast er fyrir samfélagið að koma skikki á þennan hluta fjárhættuspila á Íslandi. Samhliða væri skynsamlegt að endurskoða frá grunni fyrirkomulag veðmála og happdrættisleikja með það fyrir augum að tryggja að hærra hlutfall renni til íþrótta- og menningarstarfs fremur en að viðhalda hagsmunum núverandi einokunarfyrirtækja og stjórnenda þeirra. (Mynd sem sýnir auglýsingu úr smiðju Íslenskra getrauna þar sem börn eru nýtt til að auglýsa veðmál á Lengjunni) Höfundur er lögmaður.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun