Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 22. maí 2025 07:32 Kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum og er óhætt að segja að það sé ein stærsta áskorun okkar til þess að koma á fullu jafnrétti kynjanna. Ein alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis er kynferðislegt mansal. Baráttan gegn mansali er brýnt jafnréttismál, en meirihluti þolenda mansals á heimsvísu eru konur og stúlkur og þá ekki síst þegar kemur að kynferðislegu mansali. Ísland er engin undantekning þegar kemur að mansali en hér hefur skipulögð brotastarfsemi aukist verulega og tilkynningum þar sem grunur leikur á mansali hefur fjölgað síðustu ár. Innlendir sem og erlendir brotahópar herja í auknum mæli á Íslands og er landið orðinn áfangastaður fyrir þessa hópa til að stunda iðju sína en ekki bara flutningsleið á milli landa eða heimsálfa. Þessir brotahópar eru margir umsvifamiklir á fíkniefnamörkuðum en þróunin virðist vera í þá átt að nútímabrotastarfsemi einskorðist ekki við einn brotaflokk. Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali. Í dag höldum við jafnréttisþing og er yfirskrift dagsins Mansal; íslenskur veruleiki – áskoranir og leiðir í baráttunni. Þar ætlum við að fræðast um þróun erlendis, norrænan samanburð á aðferðum og hvaða aðferðir hafa reynst gagnlegar í baráttunni. Brýnt að hlúa að þolendum Við eigum að standa vörð um mannréttindi kvenna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra yfir eigin líkama. Kynferðislegt mansal er alvarlegt brot á friðhelgi einstaklings og hefur afdrifamiklar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinginn og aðra honum nákomna. Brýnt er að hlúa sérstaklega að þolendum mansals og veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar og Viðreisnar legg ég ríka áherslu á aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þar á meðal mansali. Ég hef þegar sett af stað vinnu við tímasetta aðgerðaáætlun um þetta mikilvæga mál, þar sem áhersla verður meðal annars lögð á forvarnir, skilvirkar aðgerðir og stuðning við þolendur. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kynbundið ofbeldi Mansal Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum og er óhætt að segja að það sé ein stærsta áskorun okkar til þess að koma á fullu jafnrétti kynjanna. Ein alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis er kynferðislegt mansal. Baráttan gegn mansali er brýnt jafnréttismál, en meirihluti þolenda mansals á heimsvísu eru konur og stúlkur og þá ekki síst þegar kemur að kynferðislegu mansali. Ísland er engin undantekning þegar kemur að mansali en hér hefur skipulögð brotastarfsemi aukist verulega og tilkynningum þar sem grunur leikur á mansali hefur fjölgað síðustu ár. Innlendir sem og erlendir brotahópar herja í auknum mæli á Íslands og er landið orðinn áfangastaður fyrir þessa hópa til að stunda iðju sína en ekki bara flutningsleið á milli landa eða heimsálfa. Þessir brotahópar eru margir umsvifamiklir á fíkniefnamörkuðum en þróunin virðist vera í þá átt að nútímabrotastarfsemi einskorðist ekki við einn brotaflokk. Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali. Í dag höldum við jafnréttisþing og er yfirskrift dagsins Mansal; íslenskur veruleiki – áskoranir og leiðir í baráttunni. Þar ætlum við að fræðast um þróun erlendis, norrænan samanburð á aðferðum og hvaða aðferðir hafa reynst gagnlegar í baráttunni. Brýnt að hlúa að þolendum Við eigum að standa vörð um mannréttindi kvenna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra yfir eigin líkama. Kynferðislegt mansal er alvarlegt brot á friðhelgi einstaklings og hefur afdrifamiklar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinginn og aðra honum nákomna. Brýnt er að hlúa sérstaklega að þolendum mansals og veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar og Viðreisnar legg ég ríka áherslu á aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þar á meðal mansali. Ég hef þegar sett af stað vinnu við tímasetta aðgerðaáætlun um þetta mikilvæga mál, þar sem áhersla verður meðal annars lögð á forvarnir, skilvirkar aðgerðir og stuðning við þolendur. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun