„Þetta fór eins vel og kostur var“ Jón Þór Stefánsson og Telma Tómasson skrifa 20. maí 2025 14:34 Mynd frá björgunaraðgerðunum. Landsbjörg Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunaraðgerðir, sem farið var í þegar farþegabátur tók niðri við Ögurvík í Ísafjarðardjúpi, hafi farið eins vel og kostur var. „Aðgerðum er að mestu leyti lokið núna. Það eru allir farþegar komnir í land í Súðavík. Það er verið að keyra þá til Ísafjarðar þar sem Rauði krossinn tekur á móti þeim og veitir aðstoð ef menn vilja. Þetta fór eins vel og kostur var,“ segir Jón Þór í samtali við fréttastofu. Frá Ísafirði eftir hádegið í dag. Hafþór Gunnarsson Útkall barst um málið rétt fyrir klukkan tólf og var hópslysaáætlun virkjuð vegna fjölda farþega, en 49 manns voru um borð. Fram hefur komið að farþegarnir voru að mestu erlendir ferðamenn sem eru í ferð á vegum skemmtiferðaskips sem liggur við höfn á Ísafirði. Er vitað hvað gerðist þarna? „Nei, eða ég veit það allavegana ekki. Við vitum hvað við vorum að fást við. Við þurftum bara að sækja þessa farþega og koma skipinu á flot aftur. Það hefur verið gert.“ Hafþór Gunnarsson Jón Þór segist ekki vera í stöðu til að leggja mat á það hvort þarna hafi fólk verið hætt komið. „En mér skilst að veður hafi verið gott og aðstæður þannig að það hafi ekki verið mikil hætta á ferðum. Þetta snerist bara um að létta það, og það var gert með því að færa farþega um borð í aðra báta. Þá var hægt að draga skipið á flot.“ Mynd frá vettvangi.Landsbjörg Veistu hvort að mannskapurinn hafi orðið skelkaður? „Nei, ég þekki það nú ekki, en örugglega einhverjir. Þetta er kannski ekki lífsreynsla sem margir lenda oft í þannig það kæmi mér ekki á óvart.“ Farþegarnir eru komnir til Íslands um borð í þessu skemmtiferðaskipi við hafnarbakkann á Ísafirði.Hafþór Gunnarsson Ísafjarðarbær Björgunarsveitir Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
„Aðgerðum er að mestu leyti lokið núna. Það eru allir farþegar komnir í land í Súðavík. Það er verið að keyra þá til Ísafjarðar þar sem Rauði krossinn tekur á móti þeim og veitir aðstoð ef menn vilja. Þetta fór eins vel og kostur var,“ segir Jón Þór í samtali við fréttastofu. Frá Ísafirði eftir hádegið í dag. Hafþór Gunnarsson Útkall barst um málið rétt fyrir klukkan tólf og var hópslysaáætlun virkjuð vegna fjölda farþega, en 49 manns voru um borð. Fram hefur komið að farþegarnir voru að mestu erlendir ferðamenn sem eru í ferð á vegum skemmtiferðaskips sem liggur við höfn á Ísafirði. Er vitað hvað gerðist þarna? „Nei, eða ég veit það allavegana ekki. Við vitum hvað við vorum að fást við. Við þurftum bara að sækja þessa farþega og koma skipinu á flot aftur. Það hefur verið gert.“ Hafþór Gunnarsson Jón Þór segist ekki vera í stöðu til að leggja mat á það hvort þarna hafi fólk verið hætt komið. „En mér skilst að veður hafi verið gott og aðstæður þannig að það hafi ekki verið mikil hætta á ferðum. Þetta snerist bara um að létta það, og það var gert með því að færa farþega um borð í aðra báta. Þá var hægt að draga skipið á flot.“ Mynd frá vettvangi.Landsbjörg Veistu hvort að mannskapurinn hafi orðið skelkaður? „Nei, ég þekki það nú ekki, en örugglega einhverjir. Þetta er kannski ekki lífsreynsla sem margir lenda oft í þannig það kæmi mér ekki á óvart.“ Farþegarnir eru komnir til Íslands um borð í þessu skemmtiferðaskipi við hafnarbakkann á Ísafirði.Hafþór Gunnarsson
Ísafjarðarbær Björgunarsveitir Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira