Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. maí 2025 12:16 Skjáskot úr útsendingu Stöðvar 2 Sports þar sem Sigurður sást sárþjáður eftir samstuðið. stöð 2 sport Sigurður Breki Kárason, leikmaður KR í Bestu deild karla, viðbeinsbrotnaði eftir samstuð við Þórð Gunnar Hafþórsson, leikmann Aftureldingar, í leik liðanna á sunnudag. Sigurður verður frá í fjórar vikur vegna meiðslanna. Atvikið átti sér stað á 85. mínútu leiksins, sem lauk með 4-3 sigri Aftureldingar. Sigurður Breki var nýkominn inn af varamannabekk KR. Þórður Gunnar mætti Sigurði af krafti þegar hann ætlaði að snúa með boltann. Ekkert brot dæmt, bara hörð öxl í öxl sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Upphaflega greindi Vísir frá því á sunnudag að Bjartur Bjarmi Barkarson hefði stjakað við Sigurði, þegar það var raunverulega Þórður Gunnar Hafþórsson. Það er hér með leiðrétt. Leikurinn var stöðvaður skömmu síðar þar sem Sigurður lá óvígur og hann var tekinn af velli. Nú hefur viðbeinsbrot verið staðfest en þetta er í annað sinn sem Sigurður brýtur viðbein. Hann verður frá í um fjórar vikur og missir af næstu leikjum KR, en ætti að vera klár í slaginn þegar liðið heimsækir Val á Hlíðarenda þann 23. júní. Ef fjögurra vikna tímalínan helst. Hefði getað komið fyrir hvern sem er Sigurður er smæsti leikmaður Bestu deildar karla og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var spurður eftir leik hvort hann væri í hættu inni á vellinum, sökum stærðar. „Hann hefur lifað af fjörutíu meistaraflokksæfingar með okkur og það er alveg tekið á honum þar. Jújú, auðvitað er hann lítill, auðvitað er hann ungur, en nei ég met ekki svo að hann sé í hættu. Það er okkar liðsins að spila á hann þannig að hann hafi tíma á boltanum… Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist þarna en jú, það er auðvelt að segja það núna [að hann sé í hættu], en enginn sem sagði það eftir Valsleikinn. Hann er bara leikmaður í meistaraflokki og kannski minni en flestir, en ég held að þetta hefði getað komið fyrir alla leikmenn í mínu liði“ sagði Óskar. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. 18. maí 2025 22:04 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira
Atvikið átti sér stað á 85. mínútu leiksins, sem lauk með 4-3 sigri Aftureldingar. Sigurður Breki var nýkominn inn af varamannabekk KR. Þórður Gunnar mætti Sigurði af krafti þegar hann ætlaði að snúa með boltann. Ekkert brot dæmt, bara hörð öxl í öxl sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Upphaflega greindi Vísir frá því á sunnudag að Bjartur Bjarmi Barkarson hefði stjakað við Sigurði, þegar það var raunverulega Þórður Gunnar Hafþórsson. Það er hér með leiðrétt. Leikurinn var stöðvaður skömmu síðar þar sem Sigurður lá óvígur og hann var tekinn af velli. Nú hefur viðbeinsbrot verið staðfest en þetta er í annað sinn sem Sigurður brýtur viðbein. Hann verður frá í um fjórar vikur og missir af næstu leikjum KR, en ætti að vera klár í slaginn þegar liðið heimsækir Val á Hlíðarenda þann 23. júní. Ef fjögurra vikna tímalínan helst. Hefði getað komið fyrir hvern sem er Sigurður er smæsti leikmaður Bestu deildar karla og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var spurður eftir leik hvort hann væri í hættu inni á vellinum, sökum stærðar. „Hann hefur lifað af fjörutíu meistaraflokksæfingar með okkur og það er alveg tekið á honum þar. Jújú, auðvitað er hann lítill, auðvitað er hann ungur, en nei ég met ekki svo að hann sé í hættu. Það er okkar liðsins að spila á hann þannig að hann hafi tíma á boltanum… Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist þarna en jú, það er auðvelt að segja það núna [að hann sé í hættu], en enginn sem sagði það eftir Valsleikinn. Hann er bara leikmaður í meistaraflokki og kannski minni en flestir, en ég held að þetta hefði getað komið fyrir alla leikmenn í mínu liði“ sagði Óskar.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. 18. maí 2025 22:04 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira
Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. 18. maí 2025 22:04