„Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. maí 2025 12:08 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra tekur undir það með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að bæta þurfi tungumálakunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga. Vegna mönnunarvanda sé það þó ekki raunhæfur kostur að neita starfsfólki af erlendu þjóðerni um starfsleyfi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem skorað er á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Forstjóri Grundarheimilanna sagði umrædda leið óraunhæfa. Stofnanir hafi ekki efni á því að missa erlenda hjúkrunarfræðinga. Skilyrðið þótti of strangt Alma Möller heilbrigðisráðherra segir það æskilegt að heilbrigðisstarfsfólk búi yfir íslenskukunnáttu. Hún minnir á að fyrir árið 2023 hafi íslenskukunnátta verið skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis til hjúkrunarfræðinga sem komi hingað til lands frá ríkjum utan EES. Skilyrðið var síðar fellt niður. „Ástæðan mun hafa verið sú að þetta þótti of strangt miðað við þá erfiðleika sem uppi voru varðandi mönnun en í staðinn voru kröfurnar settar á vinnuveitendur. Auðvitað getur það verið mismunandi eftir því hvaða starfi viðkomandi sinnir, hversu mikla íslensku æskilegt er að viðkomandi kunni.“ Skoða þarf betur hvernig kröfurnar verði útfærðar Hún nefnir til að mynda tveggja ára aðlögunar- og íslenskunámskeið sem stendur erlendum hjúkrunarfræðingum Landspítalans til boða. Mörg hjúkrunarheimili bjóði einnig upp á svipaða þjónustu fyrir starfsmenn. „Ég held að það séu allir sammála um að það þarf að vera meiri íslenskukunnátta en nákvæmlega hversu víðtækar kröfur og hvar þær liggja þarf að skoða betur.“ Alma ítrekar jafnframt þingsályktun um málefni íslenskrar tungu sem var samþykkt nýlega. Þar er fjallað um að bjóða upp tungumálakennslu í auknum mæli fyrir starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Ómögulegt sé að segja til um hve oft heilbrigðisþjónusta er veitt á ensku og er Ölmu ekki kunnugt um mistök sem hafa orðið vegna tungumálaörðugleika. „Ég veit að sumar stofnanir hafa þann háttinn á að skjólstæðingur er upplýstur um að það sé heilbrigðisstarfsmaður sem tali ensku. Þá þarf fólk bara að gefa upp hvort það treysti sér til þess. Auðvitað í fullkomnum heimi, væri best að allir töluðu góða íslensku en það er ekki raunhæft.“ Stéttarfélög Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem skorað er á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Forstjóri Grundarheimilanna sagði umrædda leið óraunhæfa. Stofnanir hafi ekki efni á því að missa erlenda hjúkrunarfræðinga. Skilyrðið þótti of strangt Alma Möller heilbrigðisráðherra segir það æskilegt að heilbrigðisstarfsfólk búi yfir íslenskukunnáttu. Hún minnir á að fyrir árið 2023 hafi íslenskukunnátta verið skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis til hjúkrunarfræðinga sem komi hingað til lands frá ríkjum utan EES. Skilyrðið var síðar fellt niður. „Ástæðan mun hafa verið sú að þetta þótti of strangt miðað við þá erfiðleika sem uppi voru varðandi mönnun en í staðinn voru kröfurnar settar á vinnuveitendur. Auðvitað getur það verið mismunandi eftir því hvaða starfi viðkomandi sinnir, hversu mikla íslensku æskilegt er að viðkomandi kunni.“ Skoða þarf betur hvernig kröfurnar verði útfærðar Hún nefnir til að mynda tveggja ára aðlögunar- og íslenskunámskeið sem stendur erlendum hjúkrunarfræðingum Landspítalans til boða. Mörg hjúkrunarheimili bjóði einnig upp á svipaða þjónustu fyrir starfsmenn. „Ég held að það séu allir sammála um að það þarf að vera meiri íslenskukunnátta en nákvæmlega hversu víðtækar kröfur og hvar þær liggja þarf að skoða betur.“ Alma ítrekar jafnframt þingsályktun um málefni íslenskrar tungu sem var samþykkt nýlega. Þar er fjallað um að bjóða upp tungumálakennslu í auknum mæli fyrir starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Ómögulegt sé að segja til um hve oft heilbrigðisþjónusta er veitt á ensku og er Ölmu ekki kunnugt um mistök sem hafa orðið vegna tungumálaörðugleika. „Ég veit að sumar stofnanir hafa þann háttinn á að skjólstæðingur er upplýstur um að það sé heilbrigðisstarfsmaður sem tali ensku. Þá þarf fólk bara að gefa upp hvort það treysti sér til þess. Auðvitað í fullkomnum heimi, væri best að allir töluðu góða íslensku en það er ekki raunhæft.“
Stéttarfélög Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira