Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2025 16:45 Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Óprúttnir aðilar hafa haft um hundrað milljónir króna af fólki og fyrirtækjum hér á landi undanfarnar tíu vikur. Lögregla hvetur fólk sérstaklega til að hafa varann á ákveðnum forritum, að deila skjá sínum með einhverjum auk þess sem glæpamenn reyni að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að verið sé að safna fyrir fólki í neyð á Gasa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna margra tilkynninga um fjársvik og tilraunir til fjársvika. „Því miður hafa svikahrapparnir haft mikið upp úr krafsinu, en frá því í mars á þessu ári og fram í miðjan maí, eða á tveimur og hálfum mánuði, hafa óprúttnir aðilar haft um 100 m.kr. af fólki og fyrirtækjum með þessum hætti,“ segir í tilkynningunni. Mikið sé um að svikararnir sendi tölvupósta og skilaboð til einstaklinga og fyrirtækja og þá sé eitthvað um að fyrirtæki fái falsaða reikninga. „Einnig berast símtöl frá símanúmerum sem líta út fyrir að vera íslensk, en geta verið frá brotamönnum og því er full ástæða til að vara við öllum slíkum gylliboðum sem þau kunna að innihalda. Munið að ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það líklega ekki satt. Iðulega er haft samband við fólk og því boðin ,,aðstoð“ við kaup á rafmyntum o.fl. og fólki þá jafnframt sagt/leiðbeint að setja upp Anydesk, eða önnur forrit, í síma og/eða tölvur. Lögregla varar alveg sérstaklega við slíku enda er verið að bjóða svindlurunum inná raftækin með því að setja upp þau forrit.“ Sömuleiðis séu dæmi um að hringt sé aftur í fólk í þeim tilgangi að „aðstoða við endurheimt“ en þar sé um að ræða framhald sama svindls og því eindregið varað við því líka. „Ríkt tilefni er líka til að vara við aðilum, sem í gegnum skilaboð eða símtal, bjóða fram aðstoð sína og vilja fá fólk til að deila skjá í tölvu eða öðru tæki með viðkomandi, en það kallast ,,screen-sharing“. Með þeirri aðferð kemst svikarinn yfir miklar upplýsingar og fær mögulega aðgang að tölvupósti, heimabanka o.s.frv. Af þessu getur hlotist mjög mikið tjón. Loks má nefna að borið hefur á því að verið er að nýta bágindi fólks. T.d. fjársafnanir fyrir einstaklega sem eru sagðir vera frá Gaza, en eru það ekki.“ Lögreglan minnir fólk á að vera á varðbergi þegar svindlarar eru annars vegar og hvetur það til að kynna sér umfjöllun hennar um netöryggi, sem er að finna á lögregluvefnum Lögreglumál Netglæpir Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna margra tilkynninga um fjársvik og tilraunir til fjársvika. „Því miður hafa svikahrapparnir haft mikið upp úr krafsinu, en frá því í mars á þessu ári og fram í miðjan maí, eða á tveimur og hálfum mánuði, hafa óprúttnir aðilar haft um 100 m.kr. af fólki og fyrirtækjum með þessum hætti,“ segir í tilkynningunni. Mikið sé um að svikararnir sendi tölvupósta og skilaboð til einstaklinga og fyrirtækja og þá sé eitthvað um að fyrirtæki fái falsaða reikninga. „Einnig berast símtöl frá símanúmerum sem líta út fyrir að vera íslensk, en geta verið frá brotamönnum og því er full ástæða til að vara við öllum slíkum gylliboðum sem þau kunna að innihalda. Munið að ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það líklega ekki satt. Iðulega er haft samband við fólk og því boðin ,,aðstoð“ við kaup á rafmyntum o.fl. og fólki þá jafnframt sagt/leiðbeint að setja upp Anydesk, eða önnur forrit, í síma og/eða tölvur. Lögregla varar alveg sérstaklega við slíku enda er verið að bjóða svindlurunum inná raftækin með því að setja upp þau forrit.“ Sömuleiðis séu dæmi um að hringt sé aftur í fólk í þeim tilgangi að „aðstoða við endurheimt“ en þar sé um að ræða framhald sama svindls og því eindregið varað við því líka. „Ríkt tilefni er líka til að vara við aðilum, sem í gegnum skilaboð eða símtal, bjóða fram aðstoð sína og vilja fá fólk til að deila skjá í tölvu eða öðru tæki með viðkomandi, en það kallast ,,screen-sharing“. Með þeirri aðferð kemst svikarinn yfir miklar upplýsingar og fær mögulega aðgang að tölvupósti, heimabanka o.s.frv. Af þessu getur hlotist mjög mikið tjón. Loks má nefna að borið hefur á því að verið er að nýta bágindi fólks. T.d. fjársafnanir fyrir einstaklega sem eru sagðir vera frá Gaza, en eru það ekki.“ Lögreglan minnir fólk á að vera á varðbergi þegar svindlarar eru annars vegar og hvetur það til að kynna sér umfjöllun hennar um netöryggi, sem er að finna á lögregluvefnum
Lögreglumál Netglæpir Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira