Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 19. maí 2025 11:32 Í heldur furðulegu viðtali í útvarpsþættinum Bítinu miðvikudaginn 14. þessa mánaðar gagnrýndi Harpa Magnúsdóttir, forstjóri Hoobla, ávarp mitt í tilefni 1. maí þar sem ég gerði „gigg-hagkerfið“ svonefnda að umtalsefni. Harpa kaus að túlka orð mín svo að þau ættu við sjálfstætt starfandi fólk, almennt og yfirleitt. Nefndi hún til sögu lögfræðinga, ráðgjafa og aðra sjálfstætt starfandi sérfræðinga og lýsti því yfir að gagnrýni mín væri svo „gamaldags“ að líkja mætti henni við að vera andvígur nýtingu gervigreindar! Mér kemur verulega á óvart að forstjóri fyrirtækis sem lýsir sér sem „markaðstorgi þekkingar“ skuli beita svo ómerkilegum útúrsnúningi. Réttleysi og þrælavinna Augljóst má vera hverjum þeim sem les ávarp mitt, sem birtist í Vinnunni, tímariti Alþýðusambandsins, að því fer víðs fjarri að orðum mínum sé beint gegn sjálfstætt starfandi fólki í landinu! Í ávarpinu fjalla ég um réttleysi fólks sem neyðist til „að stunda þrælavinnu fyrir lúsarlaun“. Vera kann að Harpa Magnúsdóttir þekki til sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem þannig er komið fyrir en ég leyfi mér að efast um að það sé algengt hlutskipti. Á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), og í flestum ríkjum Vesturlanda hefur hin seinni ár farið fram umræða um hörmuleg kjör og réttleysi fólks sem sinnir þjónustustörfum í gegnum svonefnda „stafræna vettvanga“ (e. Digital platforms). Í því efni er nærtækt að vísa til leigubílaaksturs og sendlaþjónustu líkt og þekkist hér á landi. Það er í þessu ljósi sem ég fjalla í ávarpinu um samningsrétt á jafnréttisgrunni, veika samningsstöðu fólks í „gigg-hagkerfinu“ og þá hugmyndafræði að lífsgæði og réttindi annars fólks séu „afstæð við þarfir markaðarins hverju sinni“. Öllum má ljóst vera að með þessum orðum vísa ég til fólks, yfirleitt erlendra verkamanna og innflytjenda, sem almennt standa höllum fæti gagnvart atvinnurekendum sínum og samfélaginu. Veik staða þessa fólks er nýtt til að skerða kjörin og stuðla að félagslegum undirboðum. Skipulegt niðurbrot ráðningasambandsins er kjarninn í þessari hugmyndafræði sem byggist á misneytingu. Um leið er vegið að sjálfu vinnumarkaðslíkaninu sem reynst hefur íslensku launafólki vel og nauðsynlegt er að standa vörð um. Þessa framgöngu tel ég birtingarmynd blindrar auðhyggju og samfélagslegrar niðurrifsstefnu. Þetta er svartur blettur á okkar samfélagi jafnt sem öðrum. Hvað eru stéttarfélögin að gera? Í viðtalinu varð Hörpu tíðrætt um hvað stéttarfélögin eru ekki að gera til að laða þetta fólk að sér. Sjálfstætt starfandi einstaklingar hafa verið og eru í mjög mörgum tilfellum félagsfólk í stéttarfélögum. Svo hefur lengi verið og má þar nefna einyrkja í iðnaðarstörfum, sjálfstætt starfandi sölumenn og fleiri. Þetta er fólk sem hefur aðstöðu til að semja fyrir sig og vísa í gerða kjarasamninga. Félag tæknifólks, sem er innan RSÍ, gerði brautryðjandi kjarasamninga fyrir sitt fólk sem eru verktakar í tölvu-, kvikmynda-, og hljóðstörfum. Margt af þessu fólki þurfti áður fyrr að gera sér að góðu að sá sem ætlaði að fá þau í tímabundna vinnu setti skilyrðin fyrir ráðningu. Þau fengu ákveðna upphæð á sólahring, áttu að sjá um sig sjálf varðandi fæði og húsnæði, iðulega fjarri byggð, og innifalinn var vinnutími meðan unnið væri hvern sólarhring. Matarsendill hefur ekkert um það að segja hvað hann fær fyrir hverja sendingu. Verkalýðsfélögin eru að vinna í þeirra málum, svo og annarra sem undir þessa ánauð eru seld. Barátta kynslóðanna Þau réttindi sem launafólk á Íslandi nýtur eru afrakstur baráttu kynslóðanna fyrir velferð og virðingu fyrir mannlegri reisn. Þegar skipulega er unnið að því að grafa undan þeim árangri sem náðst hefur verður samfélagið að bregðast við í nafni almannahagsmuna. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Vinnumarkaður Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Sjá meira
Í heldur furðulegu viðtali í útvarpsþættinum Bítinu miðvikudaginn 14. þessa mánaðar gagnrýndi Harpa Magnúsdóttir, forstjóri Hoobla, ávarp mitt í tilefni 1. maí þar sem ég gerði „gigg-hagkerfið“ svonefnda að umtalsefni. Harpa kaus að túlka orð mín svo að þau ættu við sjálfstætt starfandi fólk, almennt og yfirleitt. Nefndi hún til sögu lögfræðinga, ráðgjafa og aðra sjálfstætt starfandi sérfræðinga og lýsti því yfir að gagnrýni mín væri svo „gamaldags“ að líkja mætti henni við að vera andvígur nýtingu gervigreindar! Mér kemur verulega á óvart að forstjóri fyrirtækis sem lýsir sér sem „markaðstorgi þekkingar“ skuli beita svo ómerkilegum útúrsnúningi. Réttleysi og þrælavinna Augljóst má vera hverjum þeim sem les ávarp mitt, sem birtist í Vinnunni, tímariti Alþýðusambandsins, að því fer víðs fjarri að orðum mínum sé beint gegn sjálfstætt starfandi fólki í landinu! Í ávarpinu fjalla ég um réttleysi fólks sem neyðist til „að stunda þrælavinnu fyrir lúsarlaun“. Vera kann að Harpa Magnúsdóttir þekki til sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem þannig er komið fyrir en ég leyfi mér að efast um að það sé algengt hlutskipti. Á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), og í flestum ríkjum Vesturlanda hefur hin seinni ár farið fram umræða um hörmuleg kjör og réttleysi fólks sem sinnir þjónustustörfum í gegnum svonefnda „stafræna vettvanga“ (e. Digital platforms). Í því efni er nærtækt að vísa til leigubílaaksturs og sendlaþjónustu líkt og þekkist hér á landi. Það er í þessu ljósi sem ég fjalla í ávarpinu um samningsrétt á jafnréttisgrunni, veika samningsstöðu fólks í „gigg-hagkerfinu“ og þá hugmyndafræði að lífsgæði og réttindi annars fólks séu „afstæð við þarfir markaðarins hverju sinni“. Öllum má ljóst vera að með þessum orðum vísa ég til fólks, yfirleitt erlendra verkamanna og innflytjenda, sem almennt standa höllum fæti gagnvart atvinnurekendum sínum og samfélaginu. Veik staða þessa fólks er nýtt til að skerða kjörin og stuðla að félagslegum undirboðum. Skipulegt niðurbrot ráðningasambandsins er kjarninn í þessari hugmyndafræði sem byggist á misneytingu. Um leið er vegið að sjálfu vinnumarkaðslíkaninu sem reynst hefur íslensku launafólki vel og nauðsynlegt er að standa vörð um. Þessa framgöngu tel ég birtingarmynd blindrar auðhyggju og samfélagslegrar niðurrifsstefnu. Þetta er svartur blettur á okkar samfélagi jafnt sem öðrum. Hvað eru stéttarfélögin að gera? Í viðtalinu varð Hörpu tíðrætt um hvað stéttarfélögin eru ekki að gera til að laða þetta fólk að sér. Sjálfstætt starfandi einstaklingar hafa verið og eru í mjög mörgum tilfellum félagsfólk í stéttarfélögum. Svo hefur lengi verið og má þar nefna einyrkja í iðnaðarstörfum, sjálfstætt starfandi sölumenn og fleiri. Þetta er fólk sem hefur aðstöðu til að semja fyrir sig og vísa í gerða kjarasamninga. Félag tæknifólks, sem er innan RSÍ, gerði brautryðjandi kjarasamninga fyrir sitt fólk sem eru verktakar í tölvu-, kvikmynda-, og hljóðstörfum. Margt af þessu fólki þurfti áður fyrr að gera sér að góðu að sá sem ætlaði að fá þau í tímabundna vinnu setti skilyrðin fyrir ráðningu. Þau fengu ákveðna upphæð á sólahring, áttu að sjá um sig sjálf varðandi fæði og húsnæði, iðulega fjarri byggð, og innifalinn var vinnutími meðan unnið væri hvern sólarhring. Matarsendill hefur ekkert um það að segja hvað hann fær fyrir hverja sendingu. Verkalýðsfélögin eru að vinna í þeirra málum, svo og annarra sem undir þessa ánauð eru seld. Barátta kynslóðanna Þau réttindi sem launafólk á Íslandi nýtur eru afrakstur baráttu kynslóðanna fyrir velferð og virðingu fyrir mannlegri reisn. Þegar skipulega er unnið að því að grafa undan þeim árangri sem náðst hefur verður samfélagið að bregðast við í nafni almannahagsmuna. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ).
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun