„Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 16. maí 2025 20:12 Vilmundur er ánægður með veðrið og áhrif þess á gróður og menn. Garðyrkjufræðingur segir ekkert nema gott hægt að segja um veðurblíðu síðustu daga. Sumarið sé komið til að vera og bændur muni þurfa að hefja heyskap fyrr. Veðrið hefur leikið við landann víðast hvar um landið í dag. Hitinn varð hæstur í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu og náði um 25 stigum þar en í gær var heitast á Egilsstöðum þar sem hitamet féll. Um helgina verður hvað heitast á norðausturlandi. Lillý Valgerður, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Grasagarðinn í Laugardal og ræddi þar við Vilmund Hansen, garðyrkjufræðing. Hvernig er gróðurinn að koma út úr þessu öllu? „Þetta er náttúrulega bara allt æðislegt, gróðurinn er þremur vikum á undan og þetta er ekkert nema gott, það er það eina sem ég get sagt þér. Þetta hefur ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna,“ sagði Vilmundur. Blómaræktendur anni ekki eftirspurn Á þremur vikum hafi allt farið í blóma að sögn Vilmundar. Góða veðrið hafi komið aftan að flestum. Hvað þýðir þetta fyrir grasið? Þurfa bændur að slá fyrr? „Jájá, það er engin spurning að bændur koma til með að byrja heyskap miklu fyrr. Og ef þetta helst svona verður tvíslegið og jafnvel þríslegið í sumar,“ sagði hann. Hvað ef það kólnar? Það er miður maí og flestir stressaðir að kuldinn komi. „Ég athugaði langtímaspána. Mér sýnist vera gott veður fram að mánaðamótum allavega. Svo gæti nú kannski kólnað eitthvað eftir það en þá verður komið sumar þannig það breytir engu. Þetta verður allt í lagi,“ sagði Vilmundur. Er þetta óvenjulegt, hefurðu séð þetta oft svona í maí? „Nei, þetta er óvanalegt, þremur vikum á undan og hefur komið aftan að manni,“ sagði Vilmundur. „Ég veit að þeir sem eru að framleiða sumarblóm eru ekkert með allt tilbúið. Fólk er fljótt upp á bragðið þegar það kemur sól, rýkur af stað og vill blómin sín og ekkert kjaftæði. En þau eru bara ekkert tilbúin vegna þess að á síðasta ári til dæmis var rigning og þar áður var skítakuldi. Þannig þetta er óvenjusnemmt,“ sagði hann að lokum. Veður Blóm Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Sjá meira
Veðrið hefur leikið við landann víðast hvar um landið í dag. Hitinn varð hæstur í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu og náði um 25 stigum þar en í gær var heitast á Egilsstöðum þar sem hitamet féll. Um helgina verður hvað heitast á norðausturlandi. Lillý Valgerður, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Grasagarðinn í Laugardal og ræddi þar við Vilmund Hansen, garðyrkjufræðing. Hvernig er gróðurinn að koma út úr þessu öllu? „Þetta er náttúrulega bara allt æðislegt, gróðurinn er þremur vikum á undan og þetta er ekkert nema gott, það er það eina sem ég get sagt þér. Þetta hefur ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna,“ sagði Vilmundur. Blómaræktendur anni ekki eftirspurn Á þremur vikum hafi allt farið í blóma að sögn Vilmundar. Góða veðrið hafi komið aftan að flestum. Hvað þýðir þetta fyrir grasið? Þurfa bændur að slá fyrr? „Jájá, það er engin spurning að bændur koma til með að byrja heyskap miklu fyrr. Og ef þetta helst svona verður tvíslegið og jafnvel þríslegið í sumar,“ sagði hann. Hvað ef það kólnar? Það er miður maí og flestir stressaðir að kuldinn komi. „Ég athugaði langtímaspána. Mér sýnist vera gott veður fram að mánaðamótum allavega. Svo gæti nú kannski kólnað eitthvað eftir það en þá verður komið sumar þannig það breytir engu. Þetta verður allt í lagi,“ sagði Vilmundur. Er þetta óvenjulegt, hefurðu séð þetta oft svona í maí? „Nei, þetta er óvanalegt, þremur vikum á undan og hefur komið aftan að manni,“ sagði Vilmundur. „Ég veit að þeir sem eru að framleiða sumarblóm eru ekkert með allt tilbúið. Fólk er fljótt upp á bragðið þegar það kemur sól, rýkur af stað og vill blómin sín og ekkert kjaftæði. En þau eru bara ekkert tilbúin vegna þess að á síðasta ári til dæmis var rigning og þar áður var skítakuldi. Þannig þetta er óvenjusnemmt,“ sagði hann að lokum.
Veður Blóm Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Sjá meira