Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2025 17:50 Mótmælandi sést hér bera palestínska fánann á æfingunni í dag. Getty/Harold Cunningham Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar. Öryggisteymi hafi fljótlega fundið fólkið og í kjölfarið fylgt þeim út úr salnum. Á ljósmyndum af atvikinu má sjá fólk bera palestínska fánann á meðan tónlistarkonan Raphael flutti lagið New Day Will Rise. Sjálf lifði hún af hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Einnig mátti sjá ísraelska fánann í áhorfendaskaranum.Getty/Harold Cunningham Þátttöku Ísrael í Eurovision var einnig mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum á mánudag. Ísraelski hópurinn sendi kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir að ungur maður dró fingur eftir hálsi sér á meðan hann horfði í átt að vagni hópsins og hrækti í kjölfarið í áttina að honum. Talað fyrir því að Ísrael verði vísað úr keppni Þátttaka Ísraels í Eurovision hefur reynst umdeild síðustu ár vegna stríðsreksturs ísraelskra stjórnvalda á Gasa sem hefur leitt af sér gríðarmikið mannfall og eyðileggingu auk ásakana um stríðsglæpi. Dæmi eru um að önnur þátttökuríki hafi talað fyrir því að Ísrael verði meinuð þátttaka líkt og gerðist við Rússa eftir allsherjarinnrás þeirra inn í Úkraínu árið 2022. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, hefur sagt að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í keppninni og kallað eftir því að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Írsku, spænsku og slóvensku almannamiðlarnir hafa einnig kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni á vettvangi EBU vegna stríðsrekstursins á Gasa. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Ísrael Eurovision 2025 Tengdar fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. 22. apríl 2025 19:02 Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. 6. maí 2025 20:30 Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma. 8. maí 2025 07:33 Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar. Öryggisteymi hafi fljótlega fundið fólkið og í kjölfarið fylgt þeim út úr salnum. Á ljósmyndum af atvikinu má sjá fólk bera palestínska fánann á meðan tónlistarkonan Raphael flutti lagið New Day Will Rise. Sjálf lifði hún af hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Einnig mátti sjá ísraelska fánann í áhorfendaskaranum.Getty/Harold Cunningham Þátttöku Ísrael í Eurovision var einnig mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum á mánudag. Ísraelski hópurinn sendi kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir að ungur maður dró fingur eftir hálsi sér á meðan hann horfði í átt að vagni hópsins og hrækti í kjölfarið í áttina að honum. Talað fyrir því að Ísrael verði vísað úr keppni Þátttaka Ísraels í Eurovision hefur reynst umdeild síðustu ár vegna stríðsreksturs ísraelskra stjórnvalda á Gasa sem hefur leitt af sér gríðarmikið mannfall og eyðileggingu auk ásakana um stríðsglæpi. Dæmi eru um að önnur þátttökuríki hafi talað fyrir því að Ísrael verði meinuð þátttaka líkt og gerðist við Rússa eftir allsherjarinnrás þeirra inn í Úkraínu árið 2022. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, hefur sagt að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í keppninni og kallað eftir því að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Írsku, spænsku og slóvensku almannamiðlarnir hafa einnig kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni á vettvangi EBU vegna stríðsrekstursins á Gasa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Ísrael Eurovision 2025 Tengdar fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. 22. apríl 2025 19:02 Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. 6. maí 2025 20:30 Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma. 8. maí 2025 07:33 Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. 22. apríl 2025 19:02
Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. 6. maí 2025 20:30
Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma. 8. maí 2025 07:33
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein