ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 11:51 Framkvæmdastjórn ESB vildi ekki afhenda textaskilaboð sem eru sögð hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta hennar, og Albert Bourla, forstjóra Pfizer, á hátindi Covid-faraldursins. Ríki heims kepptust þá um að tryggja sér aðgang að nýþróuðum bóluefnum. Samningurinn sem ESB gerði við Pfizer er sá stærsti sem um getur. Vísir Talsmenn gegnsæis í stjórnsýslu fagna eftir að evrópskur dómstóll felldi áfellisdóm yfir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í gær vegna þess hvernig hún hafnaði að afhenda skilaboð forseta hennar og forstjóra lyfjarisa í kórónuveirufaraldrinum. Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki verið í samræmi við góða stjórnsýslu þegar hún hafnaði blaðmanni bandaríska blaðsins New York Times um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og Albert Bourla, forstjóra lyfjarisans Pfizer. Samskipti þeirra eru sögð hafa átt sér stað þegar Evrópusambandið reyndi af kappi að tryggja sér nýtilbúið bóluefni gegn Covid-19 sem öll heimsbyggðin sóttist eftir. Þetta gerðist eftir að lyfjafyrirtækið AstraZeneca gat ekki uppfyllt pantanir ESB á sínu bóluefni. Samningurinn sem sambandið gerði við Pfizer í kjölfarið er sá stærsti sem framkvæmdastjórnin hefur nokkru sinni gert. Framkvæmdastjórnin sagði skilaboðin, ef þau væru á annað borð til, teldust ekki á meðal gagna sem almenningur ætti rétt á á grundvelli upplýsingalaga. Skilaboðin væru ekki til hjá framkvæmdastjórninni. Dómstóllinn sagði að framkvæmdastjórnin hefði þurft að gefa trúverðugar skýringar á því hvers vegna gögnin umbeðnu fyndust ekki, ekki aðeins fullyrða að þau væru ekki til. Þá hefði hún ekki gert grein fyrir því á trúverðugan hátt hvers vegna engar mikilvægar upplýsingar væri að finna í skilaboðunum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórnin hefði heldur ekki skýrt nægilega hvort að skilaboðunum hefði verið eytt og þá hvort það hefði verið gert viljandi, sjálfkrafa eða vegna þess að von der Leyen hefði fengið nýtt símtæki í millitíðinni. Reyna að finna nýjan rökstuðning Talsmaður New York Times lýsti niðurstöðunni sem sigri fyrir gegnsæi og ábyrgð innan Evrópusambandsins. Hún sendi sterk skilaboð um að rafræn samskipti af þessu tagi væru ekki undanþegin upplýsingarétti. Dómurinn í gær ógilti ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að hafna beiðni bandaríska blaðsins. Ekki er þó kveðið á um að öll textaskilaboð falli undir upplýsingarétt almennings, aðeins þau sem kunna að varða opinberan erindrekstur. Evrópska blaðið Politico segir að fyrstu viðbrögð framkvæmdastjórnarinnar bendi til þess að hún ætli að finna nýjan rökstuðning fyrir því að hafna beiðninni aftur. Fyrir dómi vísaði framkvæmdastjórnin til þess að gengið væri út frá því að von der Leyen væri búin að skipta um síma frá því að samskiptin við Bourla áttu sér stað þar sem öryggisreglur sambandsins knýi á um það. Framkvæmdastjórnin hefur tvo mánuði til þess að áfrýja niðurstöðunni. Samningaviðræður ESB við Pfizer hafa sætt gagnrýni vegna ógegnsæis. Sambandið greiddi fyrirtækinu 2,7 milljarða evra fyrir meira en milljarð skammta af bóluefninu. Ísland átti í samstarfi við ESB um bóluefni og naut því góðs af samningnum. Rannsókn sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði frá í fyrra benti til þess að bóluefnin hefðu bjargað um 1,4 milljón mannslífa í Evrópu. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Bólusetningar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira
Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki verið í samræmi við góða stjórnsýslu þegar hún hafnaði blaðmanni bandaríska blaðsins New York Times um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og Albert Bourla, forstjóra lyfjarisans Pfizer. Samskipti þeirra eru sögð hafa átt sér stað þegar Evrópusambandið reyndi af kappi að tryggja sér nýtilbúið bóluefni gegn Covid-19 sem öll heimsbyggðin sóttist eftir. Þetta gerðist eftir að lyfjafyrirtækið AstraZeneca gat ekki uppfyllt pantanir ESB á sínu bóluefni. Samningurinn sem sambandið gerði við Pfizer í kjölfarið er sá stærsti sem framkvæmdastjórnin hefur nokkru sinni gert. Framkvæmdastjórnin sagði skilaboðin, ef þau væru á annað borð til, teldust ekki á meðal gagna sem almenningur ætti rétt á á grundvelli upplýsingalaga. Skilaboðin væru ekki til hjá framkvæmdastjórninni. Dómstóllinn sagði að framkvæmdastjórnin hefði þurft að gefa trúverðugar skýringar á því hvers vegna gögnin umbeðnu fyndust ekki, ekki aðeins fullyrða að þau væru ekki til. Þá hefði hún ekki gert grein fyrir því á trúverðugan hátt hvers vegna engar mikilvægar upplýsingar væri að finna í skilaboðunum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórnin hefði heldur ekki skýrt nægilega hvort að skilaboðunum hefði verið eytt og þá hvort það hefði verið gert viljandi, sjálfkrafa eða vegna þess að von der Leyen hefði fengið nýtt símtæki í millitíðinni. Reyna að finna nýjan rökstuðning Talsmaður New York Times lýsti niðurstöðunni sem sigri fyrir gegnsæi og ábyrgð innan Evrópusambandsins. Hún sendi sterk skilaboð um að rafræn samskipti af þessu tagi væru ekki undanþegin upplýsingarétti. Dómurinn í gær ógilti ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að hafna beiðni bandaríska blaðsins. Ekki er þó kveðið á um að öll textaskilaboð falli undir upplýsingarétt almennings, aðeins þau sem kunna að varða opinberan erindrekstur. Evrópska blaðið Politico segir að fyrstu viðbrögð framkvæmdastjórnarinnar bendi til þess að hún ætli að finna nýjan rökstuðning fyrir því að hafna beiðninni aftur. Fyrir dómi vísaði framkvæmdastjórnin til þess að gengið væri út frá því að von der Leyen væri búin að skipta um síma frá því að samskiptin við Bourla áttu sér stað þar sem öryggisreglur sambandsins knýi á um það. Framkvæmdastjórnin hefur tvo mánuði til þess að áfrýja niðurstöðunni. Samningaviðræður ESB við Pfizer hafa sætt gagnrýni vegna ógegnsæis. Sambandið greiddi fyrirtækinu 2,7 milljarða evra fyrir meira en milljarð skammta af bóluefninu. Ísland átti í samstarfi við ESB um bóluefni og naut því góðs af samningnum. Rannsókn sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði frá í fyrra benti til þess að bóluefnin hefðu bjargað um 1,4 milljón mannslífa í Evrópu.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Bólusetningar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira