Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2025 22:56 Árni Snær kom til bjargar. Vísir/Diego Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni til að slá 2. deildarlið Kára úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Valur nauman 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Þrótti Reykjavík. Kári sló út ÍR sem spilar í Lengjudeildinni í 32-liða úrslitum og eru þekktir fyrir að vera erfiðir heim að sækja í hinni víðsfrægu Akraneshöll. Benedikt Warén kom Stjörnunni yfir með frábæru marki undir lok fyrri hálfleiks en gestirnir áttu þó í erfiðleikum með að beisla orkuna í heimaliðinu. Varamaðurinn Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði svo metin fyrir Kára eftir rétt rúma mínútu inn á vellinum þegar 20 mínútur lifðu leiks. Þar sem mörkin voru ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að grípa til framlengingar. Þar kom Adolf Daði Birgisson gestunum úr Garðabæ yfir undir lok fyrri hálfleiks framlengingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Mikael Hrafn Helgason jafnaði metin með skoti sem fór af varnarmanni á 117. mínútu. Þar sem staðan var jöfn þegar flautað var til loka framlengingar þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi í 8-liða úrslit. Stjarnan getur þakkað Árna Snæ Ólafssyni markverði fyrir en hann varði tvær vítaspyrnur og sá til þessa að Stjarnan slapp með skrekkinn. Á Hlíðarenda kom Patrick Pedersen heimamönnum í Val yfir þegar tæpar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Jónatan Ingi Jónsson forystu Vals en gestirnir gáfust ekki upp. Aron Snær Ingason minnkaði muninn og þá þurfti Frederik Schram, markvörður Vals, að taka á honum stóra sínum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þeim dansk-íslenska tókst að halda gestunum í skefjum og Valsmenn verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. 🥛Valur 2 - Þróttur 1Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótboltaValur⚽️Patrick Pedersen ⚽️Jónatan Ingi JónssonÞróttur⚽️Aron Snær Ingason pic.twitter.com/ZTNDffALrH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025 Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. 14. maí 2025 20:07 Mest lesið Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Kári sló út ÍR sem spilar í Lengjudeildinni í 32-liða úrslitum og eru þekktir fyrir að vera erfiðir heim að sækja í hinni víðsfrægu Akraneshöll. Benedikt Warén kom Stjörnunni yfir með frábæru marki undir lok fyrri hálfleiks en gestirnir áttu þó í erfiðleikum með að beisla orkuna í heimaliðinu. Varamaðurinn Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði svo metin fyrir Kára eftir rétt rúma mínútu inn á vellinum þegar 20 mínútur lifðu leiks. Þar sem mörkin voru ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að grípa til framlengingar. Þar kom Adolf Daði Birgisson gestunum úr Garðabæ yfir undir lok fyrri hálfleiks framlengingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Mikael Hrafn Helgason jafnaði metin með skoti sem fór af varnarmanni á 117. mínútu. Þar sem staðan var jöfn þegar flautað var til loka framlengingar þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi í 8-liða úrslit. Stjarnan getur þakkað Árna Snæ Ólafssyni markverði fyrir en hann varði tvær vítaspyrnur og sá til þessa að Stjarnan slapp með skrekkinn. Á Hlíðarenda kom Patrick Pedersen heimamönnum í Val yfir þegar tæpar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Jónatan Ingi Jónsson forystu Vals en gestirnir gáfust ekki upp. Aron Snær Ingason minnkaði muninn og þá þurfti Frederik Schram, markvörður Vals, að taka á honum stóra sínum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þeim dansk-íslenska tókst að halda gestunum í skefjum og Valsmenn verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. 🥛Valur 2 - Þróttur 1Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótboltaValur⚽️Patrick Pedersen ⚽️Jónatan Ingi JónssonÞróttur⚽️Aron Snær Ingason pic.twitter.com/ZTNDffALrH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. 14. maí 2025 20:07 Mest lesið Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. 14. maí 2025 20:07
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn