Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2025 10:39 Robert Benton á frumsýningu Feast of Love árið 2007. AP Bandaríski leikstjórinn Robert Benton, sem leikstýrði meðal annars Óskarsverðlaunamyndinni Kramer vs. Kramer og skrifaði handritið að Bonnie and Clyde, er látinn. Hann varð 92 ára. New York Times greinir frá því að hann hafi látist á heimili sínu á Manhattan í New York á sunnudaginn. Benton var einn af virtustu kvikmyndagerðarmönnunum í Hollywood og sló í gegn sem handritshöfundur kvikmyndarinnar Bonnie og Clyde frá árinu 1967 sem skartaði þeim Warren Beatty og Faye Dunaway í aðalhlutverki. Hann leikstýrði og skrifaði handritið að kvikmyndinni Kramer vs. Kramer árið 1979 með þeim Dustin Hoffman og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Myndin varð tekjuhæsta mynd þess árs og vann til fimm Óskarsverðlauna, þar með talið bestu mynd. Benton sjálfur hlaut tvenn Óskarverðlaun, annars vegar fyrir bestu leikstjórn og hins vegar besta handrit. Hann hlaut svo aftur Óskarsverðlaun árið 1984 fyrir handritið að kvikmyndinni Places in the Heart sem hann leikstýrði einnig. Myndin var tekin upp á æskuslóðum Benton, Waxahachie í Texas, og skartaði þeim Sally Field, John Malkovich, Ed Harris og Danny Glover í aðalhlutverkum. Benton leikstýrði ellefu kvikmyndum á 35 árum og kom sú síðasta út árið 2007, Feast of Love. Eiginkona Benton til sextíu ára, Sallie Benton, lést árið 2023. Hann lætur eftir sig soninn John Benton. Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
New York Times greinir frá því að hann hafi látist á heimili sínu á Manhattan í New York á sunnudaginn. Benton var einn af virtustu kvikmyndagerðarmönnunum í Hollywood og sló í gegn sem handritshöfundur kvikmyndarinnar Bonnie og Clyde frá árinu 1967 sem skartaði þeim Warren Beatty og Faye Dunaway í aðalhlutverki. Hann leikstýrði og skrifaði handritið að kvikmyndinni Kramer vs. Kramer árið 1979 með þeim Dustin Hoffman og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Myndin varð tekjuhæsta mynd þess árs og vann til fimm Óskarsverðlauna, þar með talið bestu mynd. Benton sjálfur hlaut tvenn Óskarverðlaun, annars vegar fyrir bestu leikstjórn og hins vegar besta handrit. Hann hlaut svo aftur Óskarsverðlaun árið 1984 fyrir handritið að kvikmyndinni Places in the Heart sem hann leikstýrði einnig. Myndin var tekin upp á æskuslóðum Benton, Waxahachie í Texas, og skartaði þeim Sally Field, John Malkovich, Ed Harris og Danny Glover í aðalhlutverkum. Benton leikstýrði ellefu kvikmyndum á 35 árum og kom sú síðasta út árið 2007, Feast of Love. Eiginkona Benton til sextíu ára, Sallie Benton, lést árið 2023. Hann lætur eftir sig soninn John Benton.
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira