Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2025 11:00 Dennis Rohan hefur nú verið dæmdur fyrir sinn þátt í dauða eiginkonu hans, Melissu Hoskins. Getty/Ewan Bootman Ástralinn Rohan Dennis, fyrrverandi heimsmeistari í hjólreiðum, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm eftir að hafa orðið eiginkonu sinni, Melissu Hoskins, að bana með því að aka bíl yfir hana. Þau Hoskins og Dennis eru bæði fyrrverandi Ólympíufarar í hjólreiðum. Hoskins lést fyrir utan heimili þeira í Adelaide í Ástralíu, síðla árs 2023, eftir rifrildi hjónanna. Fram kom við réttarhöldin yfir Dennis að rifrildi hjónanna, sem áttu tvö börn saman, hefði verið um eldhúsinnréttingu. Dennis var ákærður fyrir „gróft athæfi sem líklegt væri til að valda skaða“ og játaði sök í málinu. Brot hans varðaði að hámarki sjö ára fangelsi. Hann hafði fyrst verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við réttarhöldin kom fram að Hoskins hefði hoppað upp á vélarhlíf bílsins þegar Dennis ætlaði að aka í burtu eftir rifrildi þeirra. Hún hefði svo fært sig og gripið í hurð bílsins á meðan að Dennis ýtti á bensíngjöfina. Það endaði svo með því að hún hrasaði og dróst undir bílinn. Hún var flutt á sjúkrahús en lést af sárum sínum. Melissa Hoskins, lengst til hægri á mynd, var frábær hjólreiðakona og fór meðal annars á tvenna Ólympíuleika.Getty/Haslin Frederic Það var mat dómara að Dennis hefði engu skeytt um öryggi eiginkonu sinnar en að hann væri ekki ábyrgur fyrir dauða hennar með glæpsamlegum hætti. Dómarinn Ian Press kvaðst sýna því skilning að Dennis hefði reynt að stöðva rifrildið með því að aka í burtu en að það væri ekki afsökun fyrir hegðun hans. „Það var þín skylda að stöðva ökutækið þegar það var farið að ógna heilsu hennar,“ sagði dómarinn og bætti við: „Það að þú hafir ekki stoppað vegna þess að þig langaði til að komast í burtu er mjög léleg ástæða fyrir því að gera það ekki.“ Foreldrar Hoskins vilja gott samband vegna barnanna Peter og Amanda, foreldrar Hoskins, ræddu við fjölmiðla eftir dóminn og sögðust „ánægð“ með að dómur væri loks fallinn og að þau vonuðust til að fjölskyldan gæti nú „haldið áfram“ sínu lífi: „Hún var algjörlega einstök,“ sagði Peter pabbi Hoskins. Hann sagði þau enn ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Dennis en að hann vænti þess að hún kæmi með tímanum. „Nú er tímabært fyrir okkur að snúa okkur að öðru, sem er það sem að Melissa myndi vilja að við gerðum,“ sagði Peter og bætti við að mikilvægt væri fyrir fjölskylduna að sambandið við Dennis yrði í lagi í framtíðinni, sérstaklega vegna barnanna. „Það eru tvö ung börn flækt í þennan harmleik. Við viljum auðvitað halda áfram að vera í stóru hlutverki í lífi þeirra og framtíð,“ sagði Peter Hoskins. Hjólreiðar Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Sjá meira
Þau Hoskins og Dennis eru bæði fyrrverandi Ólympíufarar í hjólreiðum. Hoskins lést fyrir utan heimili þeira í Adelaide í Ástralíu, síðla árs 2023, eftir rifrildi hjónanna. Fram kom við réttarhöldin yfir Dennis að rifrildi hjónanna, sem áttu tvö börn saman, hefði verið um eldhúsinnréttingu. Dennis var ákærður fyrir „gróft athæfi sem líklegt væri til að valda skaða“ og játaði sök í málinu. Brot hans varðaði að hámarki sjö ára fangelsi. Hann hafði fyrst verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við réttarhöldin kom fram að Hoskins hefði hoppað upp á vélarhlíf bílsins þegar Dennis ætlaði að aka í burtu eftir rifrildi þeirra. Hún hefði svo fært sig og gripið í hurð bílsins á meðan að Dennis ýtti á bensíngjöfina. Það endaði svo með því að hún hrasaði og dróst undir bílinn. Hún var flutt á sjúkrahús en lést af sárum sínum. Melissa Hoskins, lengst til hægri á mynd, var frábær hjólreiðakona og fór meðal annars á tvenna Ólympíuleika.Getty/Haslin Frederic Það var mat dómara að Dennis hefði engu skeytt um öryggi eiginkonu sinnar en að hann væri ekki ábyrgur fyrir dauða hennar með glæpsamlegum hætti. Dómarinn Ian Press kvaðst sýna því skilning að Dennis hefði reynt að stöðva rifrildið með því að aka í burtu en að það væri ekki afsökun fyrir hegðun hans. „Það var þín skylda að stöðva ökutækið þegar það var farið að ógna heilsu hennar,“ sagði dómarinn og bætti við: „Það að þú hafir ekki stoppað vegna þess að þig langaði til að komast í burtu er mjög léleg ástæða fyrir því að gera það ekki.“ Foreldrar Hoskins vilja gott samband vegna barnanna Peter og Amanda, foreldrar Hoskins, ræddu við fjölmiðla eftir dóminn og sögðust „ánægð“ með að dómur væri loks fallinn og að þau vonuðust til að fjölskyldan gæti nú „haldið áfram“ sínu lífi: „Hún var algjörlega einstök,“ sagði Peter pabbi Hoskins. Hann sagði þau enn ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Dennis en að hann vænti þess að hún kæmi með tímanum. „Nú er tímabært fyrir okkur að snúa okkur að öðru, sem er það sem að Melissa myndi vilja að við gerðum,“ sagði Peter og bætti við að mikilvægt væri fyrir fjölskylduna að sambandið við Dennis yrði í lagi í framtíðinni, sérstaklega vegna barnanna. „Það eru tvö ung börn flækt í þennan harmleik. Við viljum auðvitað halda áfram að vera í stóru hlutverki í lífi þeirra og framtíð,“ sagði Peter Hoskins.
Hjólreiðar Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Sjá meira