Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2025 11:38 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur þetta rétta tímann til að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Ívar Fannar Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. Greint var frá því í gær að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði ráðið fjögur íslensk fjármálafyrirtæki - Arctica Finance, Arion banka, Kviku banka og Landsbankann - sem söluaðila fyrir útboðið en greint var í síðustu viku frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins. Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir að því ljúki klukkan fimm síðdegis á fimmtudag. Grunnmagn útboðsins nær til fimmtungs af heildarhlutafé bankans en fjármálaráðherra hefur heimild til að auka útboðsmagnið. Ríkið á alls 45,2 prósenta hlut í bankanum. Rétti tíminn til að selja Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist vona að almenningur nýti sér þann forgang sem hann nýtur í útboðinu. Hann telji þetta rétta tímann til að selja. „Og það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími. Markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri,“ segir Daði. Fyrri útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafa verið mjög umdeild. Daði vonar að breytingar á lögum í kjölfar fyrri útboða skili sínu. „Það var náttúrulega lögð gríðarleg áhersla á það að þessi sala væri gegnsæ. Lögin, sem voru samin í tíð fyrri ríkisstjórnar og er algjör samstaða um á Alþingi, þau eru mjög til þess fallin að auka traust almennings. Það er markmið okkar að þetta ferli sé allt gagnsætt og forgangur almennings sé algjör.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka er hafið og stendur fram á fimmtudag. Einstaklingar með íslenska kennitölu hafa forgang umfram aðra í útboðinu og njóta lægsta verðsins. 13. maí 2025 09:01 Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn. 12. maí 2025 13:23 Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við fjóra erlenda aðila til að sinna sölu hlutabréfa í fyrirhuguðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Tilkynnt verður um þá innlendu aðila sem sinna munu hlutverki söluaðila í fyrirhuguðu útboði fljótlega. 9. maí 2025 14:36 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Sjá meira
Greint var frá því í gær að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði ráðið fjögur íslensk fjármálafyrirtæki - Arctica Finance, Arion banka, Kviku banka og Landsbankann - sem söluaðila fyrir útboðið en greint var í síðustu viku frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins. Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir að því ljúki klukkan fimm síðdegis á fimmtudag. Grunnmagn útboðsins nær til fimmtungs af heildarhlutafé bankans en fjármálaráðherra hefur heimild til að auka útboðsmagnið. Ríkið á alls 45,2 prósenta hlut í bankanum. Rétti tíminn til að selja Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist vona að almenningur nýti sér þann forgang sem hann nýtur í útboðinu. Hann telji þetta rétta tímann til að selja. „Og það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími. Markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri,“ segir Daði. Fyrri útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafa verið mjög umdeild. Daði vonar að breytingar á lögum í kjölfar fyrri útboða skili sínu. „Það var náttúrulega lögð gríðarleg áhersla á það að þessi sala væri gegnsæ. Lögin, sem voru samin í tíð fyrri ríkisstjórnar og er algjör samstaða um á Alþingi, þau eru mjög til þess fallin að auka traust almennings. Það er markmið okkar að þetta ferli sé allt gagnsætt og forgangur almennings sé algjör.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka er hafið og stendur fram á fimmtudag. Einstaklingar með íslenska kennitölu hafa forgang umfram aðra í útboðinu og njóta lægsta verðsins. 13. maí 2025 09:01 Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn. 12. maí 2025 13:23 Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við fjóra erlenda aðila til að sinna sölu hlutabréfa í fyrirhuguðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Tilkynnt verður um þá innlendu aðila sem sinna munu hlutverki söluaðila í fyrirhuguðu útboði fljótlega. 9. maí 2025 14:36 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Sjá meira
Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka er hafið og stendur fram á fimmtudag. Einstaklingar með íslenska kennitölu hafa forgang umfram aðra í útboðinu og njóta lægsta verðsins. 13. maí 2025 09:01
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn. 12. maí 2025 13:23
Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við fjóra erlenda aðila til að sinna sölu hlutabréfa í fyrirhuguðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Tilkynnt verður um þá innlendu aðila sem sinna munu hlutverki söluaðila í fyrirhuguðu útboði fljótlega. 9. maí 2025 14:36