Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2025 09:01 Ríkið á 45,2 prósent í Íslandsbanki. Grunnmagn útboðsins nú er tuttugu prósent hlutabréfa í bankanum en það gæti verið hækkað ef vel gengur. Vísir/Vilhelm Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka er hafið og stendur fram á fimmtudag. Einstaklingar með íslenska kennitölu hafa forgang umfram aðra í útboðinu og njóta lægsta verðsins. Útboðið á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst klukkan 8:30 í morgun Gert er ráð fyrir að því ljúki klukkan 17:00 fimmtudaginn 15. maí. Almenningur getur tekið þátt í útboðinu á vef Kviku. Grunnmagn útboðsins nær til fimmtungs af heildarhlutafél bankans. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur heimild til þess að auka ótboðsmagnið ef umframeftirspurn reynist til staðar. Alls á ríkið 45,2 prósent í bankanum. Þrjár leiðir eru í boði fyrir kaupendur í útboðinu: tilboðsbók A, B og C. Þær eru ólíkar hvað varðar forgang stærð tilboða og úthlutun. Einstaklingar geta tekið þátt í gegnum tilboðsbók A og B, lögaðilar í gegnum tilboðsbók B og eftirlitsskyldir fagfjárfestar í gegnum tilboðsbók C sem var bætt við á dögunum. Þeir sem kaupa í gegnum tilboðsbók A njóta forgangs við úthlutun hluta gagnvart tilboðsbók B en hún nýtur aftur forgangs gagnvart tilboðsbók C. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók A 106,56 krónur á hvern útboðshlut og lágmarkstilboð er bundið við útboðshluti af verðmæti 100.000 króna. Mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir króna. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók B verður ákvarðað með tilboðsfyrirkomulagi en það getur aldrei verið lægra en fast verð á hlutum í tilboðsbók A. Lágmarkstilboð er tvær milljónir króna. Í tilboðsbók C verður verðið ákvarðað með hliðsjón af útboðsgengi í tilboðsbók B. Lágmarkstilboð eru 300 milljónir króna. Engin hámarksupphæð verður á tilboð í tilboðsbók B og C að öðru leyti en því sem takmarkast við heildarstærð útboðsins. Að útboðinu lokna ætlar fjármála- og efnahagsráðuneytið að birta lista yfir kaupendur, bæði einstaklinga og lögaðila. Uppfært 9:45 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að hámarkstilboð í tilboðsbók A væri tvær milljónir. Mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir í tilboðsbók A. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Útboðið á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst klukkan 8:30 í morgun Gert er ráð fyrir að því ljúki klukkan 17:00 fimmtudaginn 15. maí. Almenningur getur tekið þátt í útboðinu á vef Kviku. Grunnmagn útboðsins nær til fimmtungs af heildarhlutafél bankans. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur heimild til þess að auka ótboðsmagnið ef umframeftirspurn reynist til staðar. Alls á ríkið 45,2 prósent í bankanum. Þrjár leiðir eru í boði fyrir kaupendur í útboðinu: tilboðsbók A, B og C. Þær eru ólíkar hvað varðar forgang stærð tilboða og úthlutun. Einstaklingar geta tekið þátt í gegnum tilboðsbók A og B, lögaðilar í gegnum tilboðsbók B og eftirlitsskyldir fagfjárfestar í gegnum tilboðsbók C sem var bætt við á dögunum. Þeir sem kaupa í gegnum tilboðsbók A njóta forgangs við úthlutun hluta gagnvart tilboðsbók B en hún nýtur aftur forgangs gagnvart tilboðsbók C. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók A 106,56 krónur á hvern útboðshlut og lágmarkstilboð er bundið við útboðshluti af verðmæti 100.000 króna. Mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir króna. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók B verður ákvarðað með tilboðsfyrirkomulagi en það getur aldrei verið lægra en fast verð á hlutum í tilboðsbók A. Lágmarkstilboð er tvær milljónir króna. Í tilboðsbók C verður verðið ákvarðað með hliðsjón af útboðsgengi í tilboðsbók B. Lágmarkstilboð eru 300 milljónir króna. Engin hámarksupphæð verður á tilboð í tilboðsbók B og C að öðru leyti en því sem takmarkast við heildarstærð útboðsins. Að útboðinu lokna ætlar fjármála- og efnahagsráðuneytið að birta lista yfir kaupendur, bæði einstaklinga og lögaðila. Uppfært 9:45 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að hámarkstilboð í tilboðsbók A væri tvær milljónir. Mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir í tilboðsbók A.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira