„Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2025 07:01 Dominykas Milka, til vinstri, hefur spilað á Íslandi í langan tíma en erlendum leikmönnum hefur fjölgað mikið síðan að hann kom fyrst. Vísir/Anton Brink Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. Grímur er ekki hrifinn af þeirri ákvörðun sem stjórn KKÍ tók um helgina sem var að gera þá breytingu að lið megi vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu og allir megi vera inn á vellinum. Um er að ræða eitt Kana ígildi en opið fyrir bæði Bosman A og B-leikmenn. Ákvörðunin var tekin út frá ályktunartillögu sem kom á síðasta þingi KKÍ. „Þar var stjórn KKÍ hvött til þess að skoða málið og reyna að fækka erlendum leikmönnum,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, við Vísi en Grímur er ekki ánægður með niðurstöðuna. Grímur skrifað pistil á Fésbókinni þar sem hann fór yfir sína sýn á útlendingamálin í íslenskum körfubolta. „Á síðasta þingi Körfuknattleikshreyfingarinnar var ályktun um að tveir íslenskir leikmenn þyrftu alltaf að vera inni á vellinum í hvoru liði. Tillaga um einn íslenskan leikmann var hins vegar felld með þorra atkvæða. Stjórn KKÍ ákvað hins vegar að hlusta á minnihlutann og heimila fjóra erlenda leikmenn,“ byrjaði Grímur pistil sinn og hann telur þessa ákvörðun stjórnar KKÍ vera stórundarlega og skaðlega. Hann birti tölur yfir fjölda útlendinga og breytingu á þeim á síðustu sjö árum. „Íslenskum leikmönnum hefur því fækkað í deildunum tveimur um 77 á þessu tímabili. Erlendum leikmönnum hefur fjölgað um 60 frá 2018,“ skrifar Grímur. „Það er vandséð hvernig körfuknattleikshreyfingin getur réttlætt það fyrir yngri iðkendum og foreldrum þeirra að þetta sé íslenskum körfubolta fyrir bestu. Opinber stuðningur við hreyfingu, sem borgar meira en milljarð árlega í kostnað vegna erlendra leikmanna, hlýtur að verða endurskoðaður á næstunni,“ skrifar Grímur. Hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta sínum afskiptum af körfunni eftir áratugalangt sjálfboðastarf. „Það verður líka ansi holur hljómur í rökum íþróttahreyfingunni í yfirstandandi skatta viðræðunum við hið opinbera þegar allt rassvasabixið sem þessi rekstur er verður skoðaður. Sjálfboðaliðar hafa um langt árabil komið úr röðum leikmanna, foreldra og annarra aðstandenda leikmanna. Ég er einn þessara sjálfboðaliða og sl. 15 ár hef ég sett ansi marga klukkutíma í starf fyrir félög barnanna minna og mitt eigið. Það stoppar núna hjá mér og það kæmi mér ekki á óvart ef fleiri sem staðið hafa í þessu sl. ár og áratugi geri slíkt hið sama. Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile, Dinkins, Medina, Okeke, Devos og hinna 130 erlendu leikmannanna sem spiluðu á Íslandi í vetur hljóta að koma sterk inn í hausti,“ skrifar Grímur en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Grímur er ekki hrifinn af þeirri ákvörðun sem stjórn KKÍ tók um helgina sem var að gera þá breytingu að lið megi vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu og allir megi vera inn á vellinum. Um er að ræða eitt Kana ígildi en opið fyrir bæði Bosman A og B-leikmenn. Ákvörðunin var tekin út frá ályktunartillögu sem kom á síðasta þingi KKÍ. „Þar var stjórn KKÍ hvött til þess að skoða málið og reyna að fækka erlendum leikmönnum,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, við Vísi en Grímur er ekki ánægður með niðurstöðuna. Grímur skrifað pistil á Fésbókinni þar sem hann fór yfir sína sýn á útlendingamálin í íslenskum körfubolta. „Á síðasta þingi Körfuknattleikshreyfingarinnar var ályktun um að tveir íslenskir leikmenn þyrftu alltaf að vera inni á vellinum í hvoru liði. Tillaga um einn íslenskan leikmann var hins vegar felld með þorra atkvæða. Stjórn KKÍ ákvað hins vegar að hlusta á minnihlutann og heimila fjóra erlenda leikmenn,“ byrjaði Grímur pistil sinn og hann telur þessa ákvörðun stjórnar KKÍ vera stórundarlega og skaðlega. Hann birti tölur yfir fjölda útlendinga og breytingu á þeim á síðustu sjö árum. „Íslenskum leikmönnum hefur því fækkað í deildunum tveimur um 77 á þessu tímabili. Erlendum leikmönnum hefur fjölgað um 60 frá 2018,“ skrifar Grímur. „Það er vandséð hvernig körfuknattleikshreyfingin getur réttlætt það fyrir yngri iðkendum og foreldrum þeirra að þetta sé íslenskum körfubolta fyrir bestu. Opinber stuðningur við hreyfingu, sem borgar meira en milljarð árlega í kostnað vegna erlendra leikmanna, hlýtur að verða endurskoðaður á næstunni,“ skrifar Grímur. Hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta sínum afskiptum af körfunni eftir áratugalangt sjálfboðastarf. „Það verður líka ansi holur hljómur í rökum íþróttahreyfingunni í yfirstandandi skatta viðræðunum við hið opinbera þegar allt rassvasabixið sem þessi rekstur er verður skoðaður. Sjálfboðaliðar hafa um langt árabil komið úr röðum leikmanna, foreldra og annarra aðstandenda leikmanna. Ég er einn þessara sjálfboðaliða og sl. 15 ár hef ég sett ansi marga klukkutíma í starf fyrir félög barnanna minna og mitt eigið. Það stoppar núna hjá mér og það kæmi mér ekki á óvart ef fleiri sem staðið hafa í þessu sl. ár og áratugi geri slíkt hið sama. Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile, Dinkins, Medina, Okeke, Devos og hinna 130 erlendu leikmannanna sem spiluðu á Íslandi í vetur hljóta að koma sterk inn í hausti,“ skrifar Grímur en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira