Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Garpur Ingason Elísabetarson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 10. maí 2025 08:02 Kristinn Gunnar Kristinsson kláraði 43. hringi í Öskjuhlíðinni. Vísir/Viktor Freyr Kristinn Gunnar Kristinsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð árið 2025. Hann hljóp 43 hringi. Hlaupið fór fram í Öskjuhlíð í Reykjavík og var ræst klukkan 9 á laugardagsmorgun. Sýnt var beint frá hlaupinu á Vísi og Stöð 2 Vísi alla helgina. Kristinn Gunnar hljóp 43 hringi eða 288 kílómetra en Mari Jaersk hljóp af stað með Kristni út í 43. hringinn en játaði sig sigraða snemma í brautinni. Kristinn stóð því uppi sem sigurvegari þegar hann kláraði 43. hringinn skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt. Í Bakgarðshlaupi hlaupa keppendur 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og eru svo ræstir af stað að nýju þegar nýr klukkutími hefst. Þeir hlaupa svo eins marga hringi og þeir geta þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari og má þá ekki hlaupa lengra. 203 hlauparar hófu keppni klukkan níu í Öskjuhlíðinni. Íslandsmetið í Bakgarðshlaupi er 62 hringir en Þorleifur Þorleifsson setti það í Elliðaárdalnum í október síðastliðnum.
Hlaupið fór fram í Öskjuhlíð í Reykjavík og var ræst klukkan 9 á laugardagsmorgun. Sýnt var beint frá hlaupinu á Vísi og Stöð 2 Vísi alla helgina. Kristinn Gunnar hljóp 43 hringi eða 288 kílómetra en Mari Jaersk hljóp af stað með Kristni út í 43. hringinn en játaði sig sigraða snemma í brautinni. Kristinn stóð því uppi sem sigurvegari þegar hann kláraði 43. hringinn skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt. Í Bakgarðshlaupi hlaupa keppendur 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og eru svo ræstir af stað að nýju þegar nýr klukkutími hefst. Þeir hlaupa svo eins marga hringi og þeir geta þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari og má þá ekki hlaupa lengra. 203 hlauparar hófu keppni klukkan níu í Öskjuhlíðinni. Íslandsmetið í Bakgarðshlaupi er 62 hringir en Þorleifur Þorleifsson setti það í Elliðaárdalnum í október síðastliðnum.
Bakgarðshlaup Hlaup Reykjavík Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira