Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2025 11:33 Ingunn Sigurpálsdóttir er tekin við starfi forstjóra. Auðna tæknitorg hefur ráðið Ingunni Sigurpálsdóttur í starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hún tekur við starfinu af Einar Mäntylä sem kom að stofnun Auðnu á árinu 2019 og hefur setið í forstjórastól síðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auðnu. Ingunn hefur starfað sem markaðs- og fjármálastjóri Auðnu og tók við starfi forstjóra þann 1. maí. Það segir í tilkynningunni að hún muni leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun starfsemi Auðnu, sem gegni lykilhlutverki í íslensku nýsköpunar- og rannsóknarumhverfi með því að aðstoða háskóla- og vísindasamfélagið við að skila uppfinningum og hagnýtanlegum rannsóknarniðurstöðum til samfélagsins í formi lausna, verðmætasköpunar og aukninnar samkeppnishæfni. Ingunn er í tilkynningunni sögð búa yfir víðtækri og fjölbreyttri reynslu af stjórnun, markaðsstarfi og fjármálum úr íslensku atvinnulífi, sem hafi veitt henni dýrmæta innsýn í það hvernig styðja megi við frumkvöðla, efla samstarf og stuðla að árangri í nýsköpunarumhverfi. Ingunn er með grunngráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur sótt frekari þekkingu með sérhæfðum námskeiðum í verkefnastjórnun, stafrænum markaðsmálum og viðburðastjórnun. „Það er bæði mikill heiður og spennandi áskorun að taka við starfi framkvæmdastjóra Auðnu tæknitorgs,“ segir Ingunn. „Félagið hefur á undanförnum árum byggt upp mikilvæga innviði sem styðja við nýsköpun á Íslandi og ég hlakka til að vinna með frábæru teymi og samstarfsaðilum til að efla þetta starf enn frekar.“ Um Auðnu tæknitorg Auðna tæknitorg er kjarnastofnun í íslensku nýsköpunarumhverfi sem stuðlar að því að rannsóknaniðurstöður, hugverk og þekking nýtist atvinnulífinu og samfélaginu. Meðal verkefna Auðnu eru stuðningur við frumkvöðla, sérfræðinga og fyrirtæki, ráðgjöf um hugverkaréttindi og viðskiptaþróun, auk aukinnar tengingar við alþjóðlega fjárfesta og markaði. Vistaskipti Tækni Nýsköpun Háskólar Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira
Ingunn hefur starfað sem markaðs- og fjármálastjóri Auðnu og tók við starfi forstjóra þann 1. maí. Það segir í tilkynningunni að hún muni leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun starfsemi Auðnu, sem gegni lykilhlutverki í íslensku nýsköpunar- og rannsóknarumhverfi með því að aðstoða háskóla- og vísindasamfélagið við að skila uppfinningum og hagnýtanlegum rannsóknarniðurstöðum til samfélagsins í formi lausna, verðmætasköpunar og aukninnar samkeppnishæfni. Ingunn er í tilkynningunni sögð búa yfir víðtækri og fjölbreyttri reynslu af stjórnun, markaðsstarfi og fjármálum úr íslensku atvinnulífi, sem hafi veitt henni dýrmæta innsýn í það hvernig styðja megi við frumkvöðla, efla samstarf og stuðla að árangri í nýsköpunarumhverfi. Ingunn er með grunngráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur sótt frekari þekkingu með sérhæfðum námskeiðum í verkefnastjórnun, stafrænum markaðsmálum og viðburðastjórnun. „Það er bæði mikill heiður og spennandi áskorun að taka við starfi framkvæmdastjóra Auðnu tæknitorgs,“ segir Ingunn. „Félagið hefur á undanförnum árum byggt upp mikilvæga innviði sem styðja við nýsköpun á Íslandi og ég hlakka til að vinna með frábæru teymi og samstarfsaðilum til að efla þetta starf enn frekar.“ Um Auðnu tæknitorg Auðna tæknitorg er kjarnastofnun í íslensku nýsköpunarumhverfi sem stuðlar að því að rannsóknaniðurstöður, hugverk og þekking nýtist atvinnulífinu og samfélaginu. Meðal verkefna Auðnu eru stuðningur við frumkvöðla, sérfræðinga og fyrirtæki, ráðgjöf um hugverkaréttindi og viðskiptaþróun, auk aukinnar tengingar við alþjóðlega fjárfesta og markaði.
Vistaskipti Tækni Nýsköpun Háskólar Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira