Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 8. maí 2025 08:00 Síðustu daga hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins rætt frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda af yfirvegun, málefnalegri gagnrýni og á grunni þeirra gilda sem flokkurinn stendur fyrir. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að reynt sé að gera okkur upp meiningar. Það þekkjum við vel. Sjálfstæðisflokkurinn er í sífellu skilgreindur af öðrum. Oft sem endurómur af orðinu á götunni, og ekki í takt við raunveruleikann. En sá sem les málflutning okkar, eða hlustar á hann í þingsal, sér að þessi afstaða byggir á skýrum og stöðugum grunni. Hún sprettur ekki af þrýstingi eða sérhagsmunum, heldur af grunngildum Sjálfstæðisstefnunnar. Við trúum því að skattlagning eigi að vera sanngjörn og fyrirsjáanleg. Að stjórnsýsla eigi að vera vönduð og málsmeðferð gagnsæ. Við trúum því að atvinnulífið sé ekki andstæðingur, heldur burðarás samfélagsins. Og við trúum því að þeir sem skapa verðmæti, byggja upp og halda samfélaginu gangandi eigi skilið traust og stöðugleika, ekki pólitískt áhlaup. Við höfum gagnrýnt þetta frumvarp bæði vegna þess hvernig að málinu hefur verið staðið og ekki síður vegna þess hvað felst í því efnislega. Þessar breytingar stefna að því að umbylta kerfi sem hefur skapað verðmæti, störf og byggð vítt og breitt um landið. Það er ekki aðeins óvíst að breytingarnar skili yfir höfuð auknum tekjum til ríkissjóðs – það er hætta á að þær grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. Þessi umræða afhjúpar líka grundvallarmun á hægrimönnum og vinstrimönnum. Þegar vinstrimenn komast til valda snúast fyrstu spurningarnar um það hvernig hægt sé að hækka skatta. Hvernig hægt sé að leggja auknar álögur á grunnatvinnugreinar og fjölskyldur í landinu. Við hægrimenn spyrjum að öðru: Hvernig tryggjum við jafnvægi milli skattheimtu og verðmætasköpunar svo að samfélagið allt njóti góðs? Þannig stækkar kakan, okkur öllum til hagsbóta. Það er líka þekkt stef að vinstrimenn hafi alltaf átt auðvelt með að finna ný nöfn á skatta. Það hentar málflutningi þeirra vel að skattar hafi þúsund nöfn. En sama hvað menn kalla þetta – skattar eru skattar, og þegar álögur eru hækkaðar á eina atvinnugrein bitnar það ekki aðeins á þeim sem starfa í henni heldur á samfélaginu öllu. Við skulum líka hafa það alveg á hreinu: sjávarútvegurinn er ein af lykilstoðum þjóðarbúsins. Hann hefur byggt upp samfélög um land allt, skapað störf, fært þjóðinni gjaldeyri og staðið undir gríðarlegum tekjum ríkis og sveitarfélaga. Það er ekkert óeðlilegt við það að Sjálfstæðisflokkurinn taki til varna þegar ráðist er að grunnstoð sem þessari. Það myndum við gera alveg sama hver atvinnugreinin væri – hvort sem um væri að ræða ferðaþjónustu, orku- eða álframleiðslu eða aðra burðarása þjóðarbúsins. Við höfum áður sagt að Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn í samtal um breytingar á veiðigjaldakerfinu. En þá þarf það samtal að byggjast á fagmennsku, raungögnum og góðum undirbúningi. Það þarf að virða fólk, fyrirtæki og byggðir sem lifa af atvinnugreininni sem um ræðir. Núverandi vegferð ríkisstjórnarinnar gerir það ekki og er ekki til þess fallin að koma á sátt um málið. Ég skil vel að þessi umræða veki sterkar tilfinningar. En við verðum að halda okkur við staðreyndir og rök. Við verðum að byggja á trausti, ekki popúlisma. Á stefnu, ekki frösum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með fólki sem vill skapa, byggja og horfa til framtíðar. Það höfum við alltaf gert og við ætlum að halda því áfram. Ekki vegna þess að það er vinsælt, heldur vegna þess að það er rétt. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins rætt frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda af yfirvegun, málefnalegri gagnrýni og á grunni þeirra gilda sem flokkurinn stendur fyrir. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að reynt sé að gera okkur upp meiningar. Það þekkjum við vel. Sjálfstæðisflokkurinn er í sífellu skilgreindur af öðrum. Oft sem endurómur af orðinu á götunni, og ekki í takt við raunveruleikann. En sá sem les málflutning okkar, eða hlustar á hann í þingsal, sér að þessi afstaða byggir á skýrum og stöðugum grunni. Hún sprettur ekki af þrýstingi eða sérhagsmunum, heldur af grunngildum Sjálfstæðisstefnunnar. Við trúum því að skattlagning eigi að vera sanngjörn og fyrirsjáanleg. Að stjórnsýsla eigi að vera vönduð og málsmeðferð gagnsæ. Við trúum því að atvinnulífið sé ekki andstæðingur, heldur burðarás samfélagsins. Og við trúum því að þeir sem skapa verðmæti, byggja upp og halda samfélaginu gangandi eigi skilið traust og stöðugleika, ekki pólitískt áhlaup. Við höfum gagnrýnt þetta frumvarp bæði vegna þess hvernig að málinu hefur verið staðið og ekki síður vegna þess hvað felst í því efnislega. Þessar breytingar stefna að því að umbylta kerfi sem hefur skapað verðmæti, störf og byggð vítt og breitt um landið. Það er ekki aðeins óvíst að breytingarnar skili yfir höfuð auknum tekjum til ríkissjóðs – það er hætta á að þær grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. Þessi umræða afhjúpar líka grundvallarmun á hægrimönnum og vinstrimönnum. Þegar vinstrimenn komast til valda snúast fyrstu spurningarnar um það hvernig hægt sé að hækka skatta. Hvernig hægt sé að leggja auknar álögur á grunnatvinnugreinar og fjölskyldur í landinu. Við hægrimenn spyrjum að öðru: Hvernig tryggjum við jafnvægi milli skattheimtu og verðmætasköpunar svo að samfélagið allt njóti góðs? Þannig stækkar kakan, okkur öllum til hagsbóta. Það er líka þekkt stef að vinstrimenn hafi alltaf átt auðvelt með að finna ný nöfn á skatta. Það hentar málflutningi þeirra vel að skattar hafi þúsund nöfn. En sama hvað menn kalla þetta – skattar eru skattar, og þegar álögur eru hækkaðar á eina atvinnugrein bitnar það ekki aðeins á þeim sem starfa í henni heldur á samfélaginu öllu. Við skulum líka hafa það alveg á hreinu: sjávarútvegurinn er ein af lykilstoðum þjóðarbúsins. Hann hefur byggt upp samfélög um land allt, skapað störf, fært þjóðinni gjaldeyri og staðið undir gríðarlegum tekjum ríkis og sveitarfélaga. Það er ekkert óeðlilegt við það að Sjálfstæðisflokkurinn taki til varna þegar ráðist er að grunnstoð sem þessari. Það myndum við gera alveg sama hver atvinnugreinin væri – hvort sem um væri að ræða ferðaþjónustu, orku- eða álframleiðslu eða aðra burðarása þjóðarbúsins. Við höfum áður sagt að Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn í samtal um breytingar á veiðigjaldakerfinu. En þá þarf það samtal að byggjast á fagmennsku, raungögnum og góðum undirbúningi. Það þarf að virða fólk, fyrirtæki og byggðir sem lifa af atvinnugreininni sem um ræðir. Núverandi vegferð ríkisstjórnarinnar gerir það ekki og er ekki til þess fallin að koma á sátt um málið. Ég skil vel að þessi umræða veki sterkar tilfinningar. En við verðum að halda okkur við staðreyndir og rök. Við verðum að byggja á trausti, ekki popúlisma. Á stefnu, ekki frösum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með fólki sem vill skapa, byggja og horfa til framtíðar. Það höfum við alltaf gert og við ætlum að halda því áfram. Ekki vegna þess að það er vinsælt, heldur vegna þess að það er rétt. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun