„Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. maí 2025 19:38 Bindasafn Boga hefur greinilega verið umfangsmikið því í kössunum eru vafalaust tugir binda. Vísir/Anton Brink Nú þegar Bogi Ágústsson fréttaþulur hefur lesið sinn síðasta fréttatíma á Ríkisútvarpinu virðist hann ekki þurfa á eins mörgum bindum að halda og áður. Hann er allavega búinn að koma tveimur pappakössum af bindum í búningasafn Rúv. Bogi greindi sjálfur frá þessu í Facebook-færslu í gær. „Nokkur bindi bættust í búningasafn RÚV í dag ásamt jökkum og skyrtum þegar gamall þulur tæmdi fataskáp,“ skrifaði hann við færsluna og birti mynd af tveimur pappakössum. „Ég hnýti ei lengur um háls minn tau“ Færslan vakti gríðarlega athygli, fékk meira en 500 læk og tugir skrifuðu ummæli við hana, flestir til að þakka Boga fyrir vel unnin störf en líka til að forvitnast út í bindin eða gleðjast yfir þeim. „Bogi sæti hættu þessu „gamall þulur“ tali þú ert eins og táningur á skjánum og mega flottur!“ skrifaði Vala Matt, fjölmiðlakona til áratuga, við færsluna. Bogi Ágústsson las sinn síðasta fréttatíma í sjónvarpi Ríkisútvarpsins eftir 48 ára starfsferil í síðustu viku. Hann klæddist gulu bindi í síðasta tímanum.Anton Brink „Það var alltaf fjársjóður þegar þú komst með góss í búningasafnið þetta hefur verið notað út í eitt af safninu gegn um árin og notendur alltaf með bros á vör vitandi að þetta hafi verið þín eign. Takk fyrir samstarfið,“ skrifar Ragnheiður Ólafsdóttir í ummælum við færsluna. Ekki liggur fyrir hve mörg bindi Bogi gaf búningadeildinni, sjálfur sagðist hann hafa gleymt að telja, en af myndinni að dæma eru tugir binda í pappakössunum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi þingmaður, skrifar ummæli við færsluna og segir notkun Boga á hugtakinu kveikjuna að skrumskælingu á erfikvæði Matthíasar Jochumssonar um Eggert Ólafsson: „Gamall þulur hjá góðum sat,/gleði var svip hans í,/hann mælti við yngri arftaka:/„Eru hér bindin, sem ný.“ „Ég hnýti ei lengur um háls minn tau,/því helsi er soddan traf!“/Já broshýr var Bogi Ágústsson,/er bindin sín Rúvurum gaf.“ Ríkisútvarpið Tíska og hönnun Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Bogi greindi sjálfur frá þessu í Facebook-færslu í gær. „Nokkur bindi bættust í búningasafn RÚV í dag ásamt jökkum og skyrtum þegar gamall þulur tæmdi fataskáp,“ skrifaði hann við færsluna og birti mynd af tveimur pappakössum. „Ég hnýti ei lengur um háls minn tau“ Færslan vakti gríðarlega athygli, fékk meira en 500 læk og tugir skrifuðu ummæli við hana, flestir til að þakka Boga fyrir vel unnin störf en líka til að forvitnast út í bindin eða gleðjast yfir þeim. „Bogi sæti hættu þessu „gamall þulur“ tali þú ert eins og táningur á skjánum og mega flottur!“ skrifaði Vala Matt, fjölmiðlakona til áratuga, við færsluna. Bogi Ágústsson las sinn síðasta fréttatíma í sjónvarpi Ríkisútvarpsins eftir 48 ára starfsferil í síðustu viku. Hann klæddist gulu bindi í síðasta tímanum.Anton Brink „Það var alltaf fjársjóður þegar þú komst með góss í búningasafnið þetta hefur verið notað út í eitt af safninu gegn um árin og notendur alltaf með bros á vör vitandi að þetta hafi verið þín eign. Takk fyrir samstarfið,“ skrifar Ragnheiður Ólafsdóttir í ummælum við færsluna. Ekki liggur fyrir hve mörg bindi Bogi gaf búningadeildinni, sjálfur sagðist hann hafa gleymt að telja, en af myndinni að dæma eru tugir binda í pappakössunum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi þingmaður, skrifar ummæli við færsluna og segir notkun Boga á hugtakinu kveikjuna að skrumskælingu á erfikvæði Matthíasar Jochumssonar um Eggert Ólafsson: „Gamall þulur hjá góðum sat,/gleði var svip hans í,/hann mælti við yngri arftaka:/„Eru hér bindin, sem ný.“ „Ég hnýti ei lengur um háls minn tau,/því helsi er soddan traf!“/Já broshýr var Bogi Ágústsson,/er bindin sín Rúvurum gaf.“
Ríkisútvarpið Tíska og hönnun Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira