Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2025 20:09 Kári Stefánsson segist hafa fengið tvö atvinnutilboð en hafi ekki sérstakan hug á að flytja erlendis. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ en mögulega séu þó minni líkur á því núna þegar hann sé hættur sem forstjóri. Hann segist þó minnst vilja spá fyrir um framtíðina. Kári er 76 ára gamall og segir það hafa kannski verið komið að því að þolinmæði samstarfsfólks hans hafi verið komin að þrotum. „Að láta þennan öldung vera að þvælast þarna um og hafa skoðun á öllu milli himins og jarðar,“ segir Kári sem var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni dag. Þar fór hann yfir stöðu fyrirtækisins eftir brotthvarf hans, gögn fyrirtækisins og hans næstu skref. Hann segir gögn Íslenskrar erfðagreiningar sitja hjá fólki í Vatnsmýrinni sem sé fyllilega í stakk búið til að vernda gögnin vel. Það sé frábært fólk að leiða starfsemina og ekki til betra fólk til að verja gögnin. Hann segir fyrirtækið með einhverjar upplýsingar um allflesta Íslendinga. „Þær eru misnákvæmar. Við erum með lífsýni úr 175 þúsund Íslendingum og það má segja sem svo að við séum með fullkomnastar upplýsingar um þá Íslendinga. En síðan getum við nákvæmlega eins og allir aðrir í íslensku samfélagi, við getum getið okkur til um mjög marga af hinum,“ segir kári og það sé einfaldlega því þau eru með ættfræði allrar þjóðarinnar. Hann segir gögnin alveg jafn örugg núna og áður en hann hætti sem forstjóri. Hann segir ekki hægt að taka gögnin úr landi. Íslensk erfðagreining sé vörsluaðili gagnanna og megi vinna úr þeim en það sé háð leyfi Vísindasiðanefndar og það séu takmörk fyrir því hvernig Íslensk erfðagreining megi vinna þau. Kári segir að ef til er sýni frá fólki sé það aðeins þar vegna þess að það hefur sjálft gefið upplýst samþykki og fyrirtækið svo unnið úr því. Þriðjungur ekki viss hvort ÍE sé með sýni Reykjavík síðdegis framkvæmdi könnun þar sem fólk var spurt hvort gögnin þeirra væru hjá fyrirtækinu. Þriðjungur sagðist ekki vita það. Kári segir það algjörlega á ábyrgð hvers einstaklings að vita hvort þau hafi gefið lífs'sýni eða önnur gögn. „Það er með Íslendinga eins og alla aðra, að gleymska þeirra og vitleysa er á þeirra ábyrgð en ekki annarra.“ Kári segist vera að vinna við allskonar hluti. Hann sé að skrifa en svo geti verið að hann fari að „vasast“ í vísindarannsóknum annars staðar. „Maður veit aldrei, það hafa tvö fyrirtæki út í heimi haft samband við mig síðan þetta fréttist út að ég væri hættur…Mitt svar var að þrátt fyrir æsku mína þá var ég ekkert endilega ákafur að flytjast eitthvað út í heim og ég held að ég láti mér það nægja að skrifa núna um eitthvað annað en mannerfðfræði, þó kannski í ljósi mannerfðafræði, ég veit það ekki.“ Hann segir Íslenska erfðagreiningu í höndunum á afburðafólki. Þar sé hópur vísindamanna sem sé bestur á sínu sviði. Það sem valdi honum þó áhyggjum sé að fyrirtækið glati sjálfstæði sínu gagnvart Amgen. „Ég stóð í töluverðum átökum við stjórnendur Amgen út af þessu. Ég var að reyna að halda í sjálfstæði fyrirtækisins þannig það gæti haldið áfram að vinna grundvallarrannsóknir á sviði mannerfðafræði á sem skemmtilegastan hátt. Ég var greinilega mjög harður í þeim átökum og það endaði á því að ég var búin að misbjóða stjórnendum Amgen að því marki að mér var ekki líft í húsinu lengur.“ Minni líkur á sameiningu Hann segir brottför sína mögulega minnka þrýstinginn á því að Amgen innlimi Íslenska erfðagreiningu inn í alþjóðlegu samsteypuna. „Það eina sem ég hef áhyggjur af þegar kemur að Íslenskri erfðagreiningu er sá möguleiki að Amgen gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því síðan út,“ segir klári en að líkurnar séu mögulega minni á því núna en áður en hann hætti. Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Vistaskipti Reykjavík síðdegis Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Kári er 76 ára gamall og segir það hafa kannski verið komið að því að þolinmæði samstarfsfólks hans hafi verið komin að þrotum. „Að láta þennan öldung vera að þvælast þarna um og hafa skoðun á öllu milli himins og jarðar,“ segir Kári sem var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni dag. Þar fór hann yfir stöðu fyrirtækisins eftir brotthvarf hans, gögn fyrirtækisins og hans næstu skref. Hann segir gögn Íslenskrar erfðagreiningar sitja hjá fólki í Vatnsmýrinni sem sé fyllilega í stakk búið til að vernda gögnin vel. Það sé frábært fólk að leiða starfsemina og ekki til betra fólk til að verja gögnin. Hann segir fyrirtækið með einhverjar upplýsingar um allflesta Íslendinga. „Þær eru misnákvæmar. Við erum með lífsýni úr 175 þúsund Íslendingum og það má segja sem svo að við séum með fullkomnastar upplýsingar um þá Íslendinga. En síðan getum við nákvæmlega eins og allir aðrir í íslensku samfélagi, við getum getið okkur til um mjög marga af hinum,“ segir kári og það sé einfaldlega því þau eru með ættfræði allrar þjóðarinnar. Hann segir gögnin alveg jafn örugg núna og áður en hann hætti sem forstjóri. Hann segir ekki hægt að taka gögnin úr landi. Íslensk erfðagreining sé vörsluaðili gagnanna og megi vinna úr þeim en það sé háð leyfi Vísindasiðanefndar og það séu takmörk fyrir því hvernig Íslensk erfðagreining megi vinna þau. Kári segir að ef til er sýni frá fólki sé það aðeins þar vegna þess að það hefur sjálft gefið upplýst samþykki og fyrirtækið svo unnið úr því. Þriðjungur ekki viss hvort ÍE sé með sýni Reykjavík síðdegis framkvæmdi könnun þar sem fólk var spurt hvort gögnin þeirra væru hjá fyrirtækinu. Þriðjungur sagðist ekki vita það. Kári segir það algjörlega á ábyrgð hvers einstaklings að vita hvort þau hafi gefið lífs'sýni eða önnur gögn. „Það er með Íslendinga eins og alla aðra, að gleymska þeirra og vitleysa er á þeirra ábyrgð en ekki annarra.“ Kári segist vera að vinna við allskonar hluti. Hann sé að skrifa en svo geti verið að hann fari að „vasast“ í vísindarannsóknum annars staðar. „Maður veit aldrei, það hafa tvö fyrirtæki út í heimi haft samband við mig síðan þetta fréttist út að ég væri hættur…Mitt svar var að þrátt fyrir æsku mína þá var ég ekkert endilega ákafur að flytjast eitthvað út í heim og ég held að ég láti mér það nægja að skrifa núna um eitthvað annað en mannerfðfræði, þó kannski í ljósi mannerfðafræði, ég veit það ekki.“ Hann segir Íslenska erfðagreiningu í höndunum á afburðafólki. Þar sé hópur vísindamanna sem sé bestur á sínu sviði. Það sem valdi honum þó áhyggjum sé að fyrirtækið glati sjálfstæði sínu gagnvart Amgen. „Ég stóð í töluverðum átökum við stjórnendur Amgen út af þessu. Ég var að reyna að halda í sjálfstæði fyrirtækisins þannig það gæti haldið áfram að vinna grundvallarrannsóknir á sviði mannerfðafræði á sem skemmtilegastan hátt. Ég var greinilega mjög harður í þeim átökum og það endaði á því að ég var búin að misbjóða stjórnendum Amgen að því marki að mér var ekki líft í húsinu lengur.“ Minni líkur á sameiningu Hann segir brottför sína mögulega minnka þrýstinginn á því að Amgen innlimi Íslenska erfðagreiningu inn í alþjóðlegu samsteypuna. „Það eina sem ég hef áhyggjur af þegar kemur að Íslenskri erfðagreiningu er sá möguleiki að Amgen gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því síðan út,“ segir klári en að líkurnar séu mögulega minni á því núna en áður en hann hætti.
Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Vistaskipti Reykjavík síðdegis Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira