Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 17:46 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, heilsar Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, fyrir fyrri leik liðanna á þessu tímabili. Getty/David Price Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, talaði um Liverpool á blaðamannafundi sínum fyrir seinni undanúrslitaleikinn í Meistaradeildinni á móti Paris Saint Germain. Arsenal er 1-0 undir eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum en þetta er eini möguleiki liðsins á því að vinna titil á þessu tímabili. Liverpool tryggði sér enska meistaratitilinn á dögunum en þá voru enn fjórar umferðir eftir af deildarkeppninni. Arsenal er fimmtán stigum á eftir Liverpool þegar þrjár umferðir eru eftir. Arteta virtist skjóta á Liverpool á blaðamannafundi fyrir PSG leikinn. „Þú verður að vera á réttum stað á réttum tíma til þess að vinna titla. Liverpool hefur núna unnið titilinn með færri stig en við höfum náð í undanfarin tvö tímabil. Ef staðan hefði verið sú sama þá værum við með tvo meistaratitla á síðustu tveimur árum,“ sagði Mikel Arteta. Liverpool er með 82 stig en liðið tapaði síðasta leik sem var á móti Chelsea. Arsenal var með 89 stig og 84 stig í öðru sætinu á eftir Manchester City undanfarin tvö tímabil. Liverpool á enn möguleika á því að ná 91 stigi og kannski talaði Arteta of snemma. Einn af þeim þremur leikjum sem eru eftir er leikur Liverpool og Arsenal á Anfield á sunnudaginn kemur. Sá leikur verður enn áhugaverðari eftir ummæli eins og þessi. „Vonandi verðum við á réttum tíma á réttum stað í París og vinnum okkur réttinn að spila í úrslitaleiknum,“ sagði Arteta. Leikur Paris Saint Germain og Arsenal er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 18.30. "With the points over the last two seasons, we would have two Premier Leagues" 🤔 Mikel Arteta believes Arsenal have been unlucky after Liverpool won the title with fewer points than them in the last two seasons 🏆 pic.twitter.com/D4LTT7ogpc— Sky Sports (@SkySports) May 7, 2025 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Arsenal er 1-0 undir eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum en þetta er eini möguleiki liðsins á því að vinna titil á þessu tímabili. Liverpool tryggði sér enska meistaratitilinn á dögunum en þá voru enn fjórar umferðir eftir af deildarkeppninni. Arsenal er fimmtán stigum á eftir Liverpool þegar þrjár umferðir eru eftir. Arteta virtist skjóta á Liverpool á blaðamannafundi fyrir PSG leikinn. „Þú verður að vera á réttum stað á réttum tíma til þess að vinna titla. Liverpool hefur núna unnið titilinn með færri stig en við höfum náð í undanfarin tvö tímabil. Ef staðan hefði verið sú sama þá værum við með tvo meistaratitla á síðustu tveimur árum,“ sagði Mikel Arteta. Liverpool er með 82 stig en liðið tapaði síðasta leik sem var á móti Chelsea. Arsenal var með 89 stig og 84 stig í öðru sætinu á eftir Manchester City undanfarin tvö tímabil. Liverpool á enn möguleika á því að ná 91 stigi og kannski talaði Arteta of snemma. Einn af þeim þremur leikjum sem eru eftir er leikur Liverpool og Arsenal á Anfield á sunnudaginn kemur. Sá leikur verður enn áhugaverðari eftir ummæli eins og þessi. „Vonandi verðum við á réttum tíma á réttum stað í París og vinnum okkur réttinn að spila í úrslitaleiknum,“ sagði Arteta. Leikur Paris Saint Germain og Arsenal er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 18.30. "With the points over the last two seasons, we would have two Premier Leagues" 🤔 Mikel Arteta believes Arsenal have been unlucky after Liverpool won the title with fewer points than them in the last two seasons 🏆 pic.twitter.com/D4LTT7ogpc— Sky Sports (@SkySports) May 7, 2025
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira