Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2025 12:29 Þórunn Sveinbjarnadóttir forseti Alþingis ákvað að fresta umræðu um veiðigjöld til morguns. Hún býst við að frumvarpið verði afgreitt fyrir sumarhlé á Alþingi. Vísir Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. Þingmenn hafa í vikunni tekist á um nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld fram á kvöld á þingi. Lagðar eru til breytingar á skráðu aflaverðmæti fyrir tiltekna nytjastofna við útreikning veiðigjalds. Samkvæmt frumvarpinu á að innheimta ríflega 17 milljarða veiðigjöld á næsta ári í stað ríflega ellefu milljarða króna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um málið sem hækkun á veiðigjaldi meðan stjórnarmeirihlutinn vill meina að um leiðréttingu sé að ræða. Þórunn Sveinbjarnadóttir forseti Alþingis ákvað um níu í gærkvöldi að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns. „Það var auðvitað við því að búast að um þetta mál yrði mikil umræða og hún hefur gengið ágætlega hingað til. Það varð að samkomulagi í gærkvöldi að setja aðra umræðu um sölu á eignarhlut ríkisins á Íslandsbanka á dagskrá þingsins og ljúka henni þannig að það væri hægt að afgreiða það frumvarp. Það er mjög mikilvægt að það hljóti afgreiðslu. Ég ákvað því að fresta umræðu um veiðigjöldin en henni verður framhaldið á morgun,“ segir Þórunn. Bjartsýn á að frumvarpið verði afgreitt fyrir sumarið Hún segir að margir hafi viljað tjá sig um veiðigjöldin þegar fundi var frestað í gærkvöldi. „Það var löng mælendaskrá þegar við frestuðum fundi í gærkvöldi þannig að það verður örugglega drjúg umræða um veiðigjöldin á fimmtudaginn," segir Þórunn sem segir þó ekkert benda til að að stjórnarandstaðan beiti málþófi í málinu. Þórunn er bjartsýn á að þingið afgreiði frumvarpið áður en það fer í sumarfrí sem nú er áætlað um 17. júní. „Það stendur ekki annað til en að við afgreiðum frumvarp um veiðigjöldin frá þinginu fyrir sumarhlé,“ segir Þórunn. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Þingmenn hafa í vikunni tekist á um nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld fram á kvöld á þingi. Lagðar eru til breytingar á skráðu aflaverðmæti fyrir tiltekna nytjastofna við útreikning veiðigjalds. Samkvæmt frumvarpinu á að innheimta ríflega 17 milljarða veiðigjöld á næsta ári í stað ríflega ellefu milljarða króna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um málið sem hækkun á veiðigjaldi meðan stjórnarmeirihlutinn vill meina að um leiðréttingu sé að ræða. Þórunn Sveinbjarnadóttir forseti Alþingis ákvað um níu í gærkvöldi að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns. „Það var auðvitað við því að búast að um þetta mál yrði mikil umræða og hún hefur gengið ágætlega hingað til. Það varð að samkomulagi í gærkvöldi að setja aðra umræðu um sölu á eignarhlut ríkisins á Íslandsbanka á dagskrá þingsins og ljúka henni þannig að það væri hægt að afgreiða það frumvarp. Það er mjög mikilvægt að það hljóti afgreiðslu. Ég ákvað því að fresta umræðu um veiðigjöldin en henni verður framhaldið á morgun,“ segir Þórunn. Bjartsýn á að frumvarpið verði afgreitt fyrir sumarið Hún segir að margir hafi viljað tjá sig um veiðigjöldin þegar fundi var frestað í gærkvöldi. „Það var löng mælendaskrá þegar við frestuðum fundi í gærkvöldi þannig að það verður örugglega drjúg umræða um veiðigjöldin á fimmtudaginn," segir Þórunn sem segir þó ekkert benda til að að stjórnarandstaðan beiti málþófi í málinu. Þórunn er bjartsýn á að þingið afgreiði frumvarpið áður en það fer í sumarfrí sem nú er áætlað um 17. júní. „Það stendur ekki annað til en að við afgreiðum frumvarp um veiðigjöldin frá þinginu fyrir sumarhlé,“ segir Þórunn.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira