Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 7. maí 2025 07:51 Þingmenn munu ræða sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka á þingfundi í dag. Vísir/Anton Brink Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld á sjávarútvegsfyrirtækin, eitt umdeildasta mál þessa þings, var frestað á Alþingi um klukkan tíu í gærkvöldi. Þingmenn hafa nú rætt málið fram á kvöld tvo daga í röð og sér ekki fyrir endann á. Fyrsta umræða stendur enn yfir og í dag er þingfundur fyrirhugaður klukkan þrjú. Veiðigjöldin eru þó ekki á dagskrá þess fundar, heldur stendur aðeins til að ræða störf þingsins og svo ætla þingmenn að snúa sér að öðru stóru máli, sölunni á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka. Þar er um að ræða frumvarp frá Daða Má Kristóferssyni fjármála- og efnahagsráðherra um framkvæmd markaðssetts útboðs, en til stendur að selja hlutinn á næstu vikum. Á vef ráðuneytisins segir að slíkt sölufyrirkomulag sé talið best til þess fallið að fylgja þeim meginreglum sem áhersla sé lögð á við ráðstöfun ríkiseigna: gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. „Í lögunum er m.a. tilgreint með hvaða hætti safnað er í tvær tilboðsbækur í útboði, hvernig verðlagningu verði háttað og úthlutun fari fram. Tilboð einstaklinga verða í forgangi við úthlutun. Þann 14. mars sl. lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp til breytinga á áðurnefndum lögum, sem felur m.a. í sér að þriðju tilboðsbókinni verði bætt við til að tryggja þátttöku allra fjárfestahópa. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá Alþingi,“ segir á vef ráðuneytisins. Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15 „Þetta er salami-leiðin“ Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni. 6. maí 2025 08:29 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Fyrsta umræða stendur enn yfir og í dag er þingfundur fyrirhugaður klukkan þrjú. Veiðigjöldin eru þó ekki á dagskrá þess fundar, heldur stendur aðeins til að ræða störf þingsins og svo ætla þingmenn að snúa sér að öðru stóru máli, sölunni á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka. Þar er um að ræða frumvarp frá Daða Má Kristóferssyni fjármála- og efnahagsráðherra um framkvæmd markaðssetts útboðs, en til stendur að selja hlutinn á næstu vikum. Á vef ráðuneytisins segir að slíkt sölufyrirkomulag sé talið best til þess fallið að fylgja þeim meginreglum sem áhersla sé lögð á við ráðstöfun ríkiseigna: gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. „Í lögunum er m.a. tilgreint með hvaða hætti safnað er í tvær tilboðsbækur í útboði, hvernig verðlagningu verði háttað og úthlutun fari fram. Tilboð einstaklinga verða í forgangi við úthlutun. Þann 14. mars sl. lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp til breytinga á áðurnefndum lögum, sem felur m.a. í sér að þriðju tilboðsbókinni verði bætt við til að tryggja þátttöku allra fjárfestahópa. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá Alþingi,“ segir á vef ráðuneytisins.
Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15 „Þetta er salami-leiðin“ Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni. 6. maí 2025 08:29 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15
„Þetta er salami-leiðin“ Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni. 6. maí 2025 08:29