Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2025 06:25 Brak úr indverskri herþotu í indverska hluta Kasmír-héraðs. Mögulega er um að ræða eldsneytistank sem hannaður er til að losna af þotum. AP/Dar Yasin Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. Pakistanar segja að 31 óbreyttur borgari hafi fallið í árásum Indverja. Þeim hafi verið svarað með stórskotaliðsárásum en pakistanskur herforingi segir þær hafa beinst að nokkrum indverskum varðstöðvum við landamæri ríkjanna. Yfirvöld á Indlandi segja að tíu óbreyttir borgarar hafi fallið í þessum árásum Pakistana í indverska hluta Kasmír-héraðs. Sjá einnig: Indland gerir árás á Pakistan Indverjar hafa ekki viðurkennt að fimm herþotur þeirra hafi verið skotnar niður en fregnir hafa þó borist af því að að minnsta kosti þrjár þotur hafi hrapað í Indlandi frá því átökin hófust í gær. Pakistanar segja að af þessum fimm þotum séu þrjár Rafale-herþotur sem Indverjar keyptu frá Frakklandi. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, lýsti árásunum á Pakistan í gær sem fyrirbyggjandi. Þær voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn, sem Indverjar segja studda af yfirvöldum í Pakistan, myrtu 26 ferðamenn í Kasmír-héraði. Síðan þá hefur spennan aukist töluvert milli ríkjanna tveggja. Misri segir Indverja hafa upplýsingar um nýjar árásir og því hafi þeir brugðist við og gert eigin árásir á að minnsta kosti níu skotmörk í Pakistan. Þessi skotmörk eru sögð hafa verið staðir þar sem hryðjuverk hafi verið skipulögð. Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Sjá einnig: Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Á kynningu sem haldin var á Indlandi í morgun sögðu talsmenn indverska hersins að markmið árásanna i gærkvöldi hafi verið að ná fram réttlæti fyrir árásina í Kasmír í síðasta mánuði. Níu hryðjuverkabúðir hafi orðið fyrir skemmdum og að notast hafi verið við sérstök vopn til að reyna að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. Ráðamenn í Pakistan segja að þeir muni bregðast frekar við þessum árásum en það verði gert þegar Pakistanar telji það best. Þjóðaröryggisráð Pakistans hélt fund í morgun og ætlar Shehbaz Sharif, forsætisráðherra, að ávarpa pakistönsku þjóðina innan skamms. Pakistan Indland Hernaður Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Pakistanar segja að 31 óbreyttur borgari hafi fallið í árásum Indverja. Þeim hafi verið svarað með stórskotaliðsárásum en pakistanskur herforingi segir þær hafa beinst að nokkrum indverskum varðstöðvum við landamæri ríkjanna. Yfirvöld á Indlandi segja að tíu óbreyttir borgarar hafi fallið í þessum árásum Pakistana í indverska hluta Kasmír-héraðs. Sjá einnig: Indland gerir árás á Pakistan Indverjar hafa ekki viðurkennt að fimm herþotur þeirra hafi verið skotnar niður en fregnir hafa þó borist af því að að minnsta kosti þrjár þotur hafi hrapað í Indlandi frá því átökin hófust í gær. Pakistanar segja að af þessum fimm þotum séu þrjár Rafale-herþotur sem Indverjar keyptu frá Frakklandi. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, lýsti árásunum á Pakistan í gær sem fyrirbyggjandi. Þær voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn, sem Indverjar segja studda af yfirvöldum í Pakistan, myrtu 26 ferðamenn í Kasmír-héraði. Síðan þá hefur spennan aukist töluvert milli ríkjanna tveggja. Misri segir Indverja hafa upplýsingar um nýjar árásir og því hafi þeir brugðist við og gert eigin árásir á að minnsta kosti níu skotmörk í Pakistan. Þessi skotmörk eru sögð hafa verið staðir þar sem hryðjuverk hafi verið skipulögð. Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Sjá einnig: Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Á kynningu sem haldin var á Indlandi í morgun sögðu talsmenn indverska hersins að markmið árásanna i gærkvöldi hafi verið að ná fram réttlæti fyrir árásina í Kasmír í síðasta mánuði. Níu hryðjuverkabúðir hafi orðið fyrir skemmdum og að notast hafi verið við sérstök vopn til að reyna að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. Ráðamenn í Pakistan segja að þeir muni bregðast frekar við þessum árásum en það verði gert þegar Pakistanar telji það best. Þjóðaröryggisráð Pakistans hélt fund í morgun og ætlar Shehbaz Sharif, forsætisráðherra, að ávarpa pakistönsku þjóðina innan skamms.
Pakistan Indland Hernaður Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira