Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2025 17:17 Hér má sjá svekkta stuðningsmenn Liverpool sem voru með miða en var ekki hleypt inn á úrslitaleik Liverpool og Real Madrid á Stade de France árið 2022. Getty/Matthias Hangst Gerald Darmanin, sem var áður innanríkisráðherra Frakka, hefur nú stigið fram og beðið stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool afsökunar. Ástæðan er meðferðin á Liverpool fólki á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París vorið 2022. Það myndaðist mikil ringulreið fyrir utan Stade de France fyrir leikinn þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool voru stöðvaðir við innganginn og ekki hleypt inn þótt þeir væri með miða. Darmanin er nú dómstólaráðherra Frakka og hann viðurkenndi að skipulag öryggismála fyrir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid hafi ekki verið nægilega gott. ESPN segir frá. Hann baðst líka afsökunar á gömlum ummælum sínum þar sem hann sakaði stuðningsfólk Liverpool um að vera sökudólgarnir vegnar þeirrar ringulreiðar sem þarna varð. Hann hafði nefnilega haldið blaðamannafund tveimur dögum eftir leikinn og sagði þá vandamálið hafa verið að fjöldi stuðningsmanna Liverpool hafi mætt á leikinn með falsaða miða. Nú viðurkennir hann að þetta hafi verið rangt af sér að halda slíku fram. "I apologise now to Liverpool supporters. They were quite right to be hurt. It was a mistake and a failure."Former French interior minister Gérald Darmanin has issued an inadequate and long-overdue apology over the frightening scenes in Paris at the 2022 Champions League final… pic.twitter.com/joyPE5YRU4— Empire of the Kop (@empireofthekop) May 5, 2025 „Mín mistök voru að gera mér ekki grein fyrir því að stóra vandamálið voru ekki ensku stuðningsmennirnir heldur óprúttnir aðilar sem voru að ræna þessa sömu stuðningsmenn,“ sagði Gerald Darmanin. „Það voru mín mistök að sannreyna ekki hvað var í raun að gerast þarna. Hefði ég gert það þá var auðvelt að finna sökudólginn. Ég bið því stuðningsmenn Liverpool afsökunar. Auðvitað áttu þau rétt á því að vera mjög ósátt með þróun mála,“ sagði Darmanin. Ofan á þessi leiðindi fyrir utan leikvanginn þá tapaði Liverpool líka leiknum sjálfum þrátt fyrir að vera í stórsókn nær allan leikinn. Real Madrid hélt út þökk sé frábærum markverði sínum Thibaut Courtois og Vinícius Júnior tryggði liðinu síðan 1-0 sigur. Fjöldi stuðningsmanna Liverpool slösuðust í látunum fyrir utan völlinn enda tók franska lögreglan hraustlega á þeim í ringulreiðinni. Margir þeirra hafa höfðað mál gegn evrópska knattspyrnusambandinu sem mistókst að láta visa þeim málshöfðunum frá. Trois ans après le fiasco de l'organisation de la finale de Ligue des champions 2022 au Stade de France, Gérald Darmanin a présenté pour la première fois ses excuses aux supporters de Liverpool, qu'il avait tenus pour responsables du chaos➡️https://t.co/hzKUanttNi pic.twitter.com/dfDqIY6iAR— L'ÉQUIPE (@lequipe) May 5, 2025 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira
Ástæðan er meðferðin á Liverpool fólki á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París vorið 2022. Það myndaðist mikil ringulreið fyrir utan Stade de France fyrir leikinn þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool voru stöðvaðir við innganginn og ekki hleypt inn þótt þeir væri með miða. Darmanin er nú dómstólaráðherra Frakka og hann viðurkenndi að skipulag öryggismála fyrir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid hafi ekki verið nægilega gott. ESPN segir frá. Hann baðst líka afsökunar á gömlum ummælum sínum þar sem hann sakaði stuðningsfólk Liverpool um að vera sökudólgarnir vegnar þeirrar ringulreiðar sem þarna varð. Hann hafði nefnilega haldið blaðamannafund tveimur dögum eftir leikinn og sagði þá vandamálið hafa verið að fjöldi stuðningsmanna Liverpool hafi mætt á leikinn með falsaða miða. Nú viðurkennir hann að þetta hafi verið rangt af sér að halda slíku fram. "I apologise now to Liverpool supporters. They were quite right to be hurt. It was a mistake and a failure."Former French interior minister Gérald Darmanin has issued an inadequate and long-overdue apology over the frightening scenes in Paris at the 2022 Champions League final… pic.twitter.com/joyPE5YRU4— Empire of the Kop (@empireofthekop) May 5, 2025 „Mín mistök voru að gera mér ekki grein fyrir því að stóra vandamálið voru ekki ensku stuðningsmennirnir heldur óprúttnir aðilar sem voru að ræna þessa sömu stuðningsmenn,“ sagði Gerald Darmanin. „Það voru mín mistök að sannreyna ekki hvað var í raun að gerast þarna. Hefði ég gert það þá var auðvelt að finna sökudólginn. Ég bið því stuðningsmenn Liverpool afsökunar. Auðvitað áttu þau rétt á því að vera mjög ósátt með þróun mála,“ sagði Darmanin. Ofan á þessi leiðindi fyrir utan leikvanginn þá tapaði Liverpool líka leiknum sjálfum þrátt fyrir að vera í stórsókn nær allan leikinn. Real Madrid hélt út þökk sé frábærum markverði sínum Thibaut Courtois og Vinícius Júnior tryggði liðinu síðan 1-0 sigur. Fjöldi stuðningsmanna Liverpool slösuðust í látunum fyrir utan völlinn enda tók franska lögreglan hraustlega á þeim í ringulreiðinni. Margir þeirra hafa höfðað mál gegn evrópska knattspyrnusambandinu sem mistókst að láta visa þeim málshöfðunum frá. Trois ans après le fiasco de l'organisation de la finale de Ligue des champions 2022 au Stade de France, Gérald Darmanin a présenté pour la première fois ses excuses aux supporters de Liverpool, qu'il avait tenus pour responsables du chaos➡️https://t.co/hzKUanttNi pic.twitter.com/dfDqIY6iAR— L'ÉQUIPE (@lequipe) May 5, 2025
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira