Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2025 14:25 Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni við kvikuganginn. Myndin er tekin í síðasta gosi á Reykjanesskafa sem hófst 1. apríl og lauk skömmu síðar. Vísir/Anton Brink Landris hefur haldið áfram í Svartsengi en hraði þess fer þó hægt minnkandi. Miðað við hraða kvikusöfnunar síðustu vikur fara líkur á nýju eldgosi að aukast þegar líða fer á haustið. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem fjallað er um stöðuna á Reykjanesskaga. Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni við kvikuganginn og hefur hættumatskort verið uppfært og gildir til 20. maí að öllu óbreyttu. Fram kemur að aflögunargögn (GPS) sýni skýr merki um áframhaldandi landris í Svartsengi en að dragi hafi úr hraða þess undanfarnar vikur. „Vísindamenn hafa lagt mat á hvenær líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi muni aukast. Í því mati er gert ráð fyrir að sama magn af kviku þurfi að safnast undir Svartsengi og í fyrri atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Miðað við að hraði landris sem mælst hefur síðustu vikur haldist óbreyttur má gera megi ráð fyrir að líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi fari að aukast þegar nálgast haustið. Ef hraði á landrisi og þar með kvikusöfnunar undir Svartsengi breytist hefur það áhrif á þetta mat. Vísindamenn Veðurstofunnar vinna nú að endurskoðun á sviðsmyndum og leggja meðal annars mat á það hvort að áfram þurfi sama magn af kviku að safnast undir Svartsengi til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Veðurstofan Breytingar á hraða landriss metinn út frá þróun milli vikna en ekki daga Aflögunargögn sem sýna landris sveiflast oft lítillega frá degi til dags, jafnvel þó undirliggjandi kvikuinnstreymi sé stöðugt. Þessar daglegu sveiflur geta orsakast af veðri, skekkjum í mælingum eða öðrum náttúrulegum þáttum sem hafa lítil áhrif á heildarmyndina. Ef aðeins er skoðað stutt tímabil í einu þá gæti það gefið ranga mynd af því hvort landris sé að aukast eða minnka. Því er mikilvægt að greina þróunina yfir viku eða lengra tímabil til að fá raunhæfa mynd af því sem er að gerast. Því er mikilvægt er að túlka þessi gögn með hliðsjón af þróun yfir lengri tímabil fremur en að túlka mælingar frá einstaka GPS-punktum á milli daga. Jarðskjálftavirkni mælist áfram við kvikuganginn sem myndaðist 1. apríl en dregið hefur úr virkninni frá goslokum og hafa að meðaltali nokkrir tugir jarðskjálftar mælst á sólahring síðustu tvær vikur. Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir til 20.maí að öllu óbreyttu. Ný fréttauppfærsla er sömuleiðis fyrirhuguð þann 20. maí,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem fjallað er um stöðuna á Reykjanesskaga. Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni við kvikuganginn og hefur hættumatskort verið uppfært og gildir til 20. maí að öllu óbreyttu. Fram kemur að aflögunargögn (GPS) sýni skýr merki um áframhaldandi landris í Svartsengi en að dragi hafi úr hraða þess undanfarnar vikur. „Vísindamenn hafa lagt mat á hvenær líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi muni aukast. Í því mati er gert ráð fyrir að sama magn af kviku þurfi að safnast undir Svartsengi og í fyrri atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Miðað við að hraði landris sem mælst hefur síðustu vikur haldist óbreyttur má gera megi ráð fyrir að líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi fari að aukast þegar nálgast haustið. Ef hraði á landrisi og þar með kvikusöfnunar undir Svartsengi breytist hefur það áhrif á þetta mat. Vísindamenn Veðurstofunnar vinna nú að endurskoðun á sviðsmyndum og leggja meðal annars mat á það hvort að áfram þurfi sama magn af kviku að safnast undir Svartsengi til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Veðurstofan Breytingar á hraða landriss metinn út frá þróun milli vikna en ekki daga Aflögunargögn sem sýna landris sveiflast oft lítillega frá degi til dags, jafnvel þó undirliggjandi kvikuinnstreymi sé stöðugt. Þessar daglegu sveiflur geta orsakast af veðri, skekkjum í mælingum eða öðrum náttúrulegum þáttum sem hafa lítil áhrif á heildarmyndina. Ef aðeins er skoðað stutt tímabil í einu þá gæti það gefið ranga mynd af því hvort landris sé að aukast eða minnka. Því er mikilvægt að greina þróunina yfir viku eða lengra tímabil til að fá raunhæfa mynd af því sem er að gerast. Því er mikilvægt er að túlka þessi gögn með hliðsjón af þróun yfir lengri tímabil fremur en að túlka mælingar frá einstaka GPS-punktum á milli daga. Jarðskjálftavirkni mælist áfram við kvikuganginn sem myndaðist 1. apríl en dregið hefur úr virkninni frá goslokum og hafa að meðaltali nokkrir tugir jarðskjálftar mælst á sólahring síðustu tvær vikur. Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir til 20.maí að öllu óbreyttu. Ný fréttauppfærsla er sömuleiðis fyrirhuguð þann 20. maí,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira