„Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2025 08:00 Sólveig á hliðarlínunni sem þjálfari ÍR þar sem að hún hefur unnið afar gott starf undanfarin þrjú ár. Vísir „Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun," segir Sólveig Lára Kjærnested sem hefur, eftir stöðug framfaraskref síðustu þrjú ár með kvennalið ÍR í handbolta, sagt starfi sínu lausu. Óvíst er hvort framhald verði á þjálfaraferli hennar. Sólveig tók við þjálfun ÍR árið 2022 og var það hennar fyrsta starf í þjálfun eftir farsælan feril sem leikmaður lengst af með Stjörnunni og íslenska landsliðinu. Af hverju er komið að leiðarlokum hjá henni og ÍR? „Það er bara komið að ákveðnum tímapunkti í mínu lífi. Þetta er tíma- og orkufrekt, þrátt fyrir að þetta sé ótrúlega skemmtilegt þá krefst þetta mikils af manni. Ég held ég sé að skilja við liðið á góðum stað og að þetta sé rétti tímapunkturinn,“ segir Sólveig í samtali við íþróttadeild. Undir stjórn Sólveigar Láru síðustu þrjú ár hefur ÍR tekið hvert framfaraskrefið á fætur öðru. Farið upp í úrvalsdeild, komist í undanúrslit í bikar og núna í undanúrslit efstu deildar sem er besti árangur kvennaliðs ÍR í handbolta til þessa. Árangurinn ekki síður ánægjulegur með það fyrir augum að ekki eru mörg ár síðan að uppi var umræða um að leggja niður liðið en sem betur fer varð ekkert af því. „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust. Við erum búnar að taka hvert skrefið á fætur öðru. Ég tek við liðinu í næstefstu deild og þar er okkur spáð fjórða sæti. Við förum hins vegar upp í efstu deild í gegnum umspil eftir frábæra rimmu við Selfoss sem var ákveðinn lykilpunktur fyrir félagið og þetta lið. Við náum svo góðu tímabili í fyrra og komum inn með aðeins meiri pressu á okkur á nýafstöðnu tímabili. Það er erfitt að koma ekki á óvart og fara í gegnum annað árið í efstu deild en stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og eru mjög nálægt því að festa sig virkilega í sessi í þessari deild sem er frábær árangur.“ Sólveig sem er alinn upp hjá ÍR en spilaði lengst af með liði Stjörnunnar sem og íslenska landsliðinu, ætlaði sér ekki að fara í þjálfun á sínum tíma en sér ekki eftir að hafa tekið skrefið þangað í dag. „Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun, að hafa tekið skrefið. Þetta kom alveg á óvart á sínum tíma. Hugurinn leitaði ekkert þangað. Kannski er maður alltaf að gera lítið úr sjálfum sér og hafði kannski ekki beint trú á að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert. En það var mannskapur hérna hjá félaginu sem barði í mig trú og var viss um að ég gæti þetta. Ég er þeim aðilum ótrúlega þakklát. Ég er svo þakklát fyrir þessi þrjú ár, fólkið sem ég hef búin að fá að kynnast hérna og vináttuna sem hefur myndast. Ég gæti ekki verið sáttari.“ Brotthvarf Sólveigar á ekki að þýða endastöð góðs árangurs fyrir vel mannað lið ÍR „Ég veit að þeim á eftir að vegna vel. Þessi hópur og þetta lið er frábært. Samheldnin í þessu liði er einstök og ég veit það með nokkurri vissu núna að þeim muni vegna vel. Hver sem tekur við mínu starfi er með frábært lið í höndunum. Það er mjög dýrmætt fyrir mig að geta komið inn í þetta og skilið núna við liðið á þessum stað.“ Óvíst er hvað tekur við á þjálfaraferli Sólveigar eða hvort hann yfir höfuð haldi áfram. „Eins og þetta horfir við mér í dag er ég að fara kúpla mig aðeins út. Hlúa aðeins að sjálfri mér og fjölskyldunni, þeim verkefnum sem við erum að fást við. Olís-deild kvenna Handbolti ÍR Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira
Sólveig tók við þjálfun ÍR árið 2022 og var það hennar fyrsta starf í þjálfun eftir farsælan feril sem leikmaður lengst af með Stjörnunni og íslenska landsliðinu. Af hverju er komið að leiðarlokum hjá henni og ÍR? „Það er bara komið að ákveðnum tímapunkti í mínu lífi. Þetta er tíma- og orkufrekt, þrátt fyrir að þetta sé ótrúlega skemmtilegt þá krefst þetta mikils af manni. Ég held ég sé að skilja við liðið á góðum stað og að þetta sé rétti tímapunkturinn,“ segir Sólveig í samtali við íþróttadeild. Undir stjórn Sólveigar Láru síðustu þrjú ár hefur ÍR tekið hvert framfaraskrefið á fætur öðru. Farið upp í úrvalsdeild, komist í undanúrslit í bikar og núna í undanúrslit efstu deildar sem er besti árangur kvennaliðs ÍR í handbolta til þessa. Árangurinn ekki síður ánægjulegur með það fyrir augum að ekki eru mörg ár síðan að uppi var umræða um að leggja niður liðið en sem betur fer varð ekkert af því. „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust. Við erum búnar að taka hvert skrefið á fætur öðru. Ég tek við liðinu í næstefstu deild og þar er okkur spáð fjórða sæti. Við förum hins vegar upp í efstu deild í gegnum umspil eftir frábæra rimmu við Selfoss sem var ákveðinn lykilpunktur fyrir félagið og þetta lið. Við náum svo góðu tímabili í fyrra og komum inn með aðeins meiri pressu á okkur á nýafstöðnu tímabili. Það er erfitt að koma ekki á óvart og fara í gegnum annað árið í efstu deild en stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og eru mjög nálægt því að festa sig virkilega í sessi í þessari deild sem er frábær árangur.“ Sólveig sem er alinn upp hjá ÍR en spilaði lengst af með liði Stjörnunnar sem og íslenska landsliðinu, ætlaði sér ekki að fara í þjálfun á sínum tíma en sér ekki eftir að hafa tekið skrefið þangað í dag. „Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun, að hafa tekið skrefið. Þetta kom alveg á óvart á sínum tíma. Hugurinn leitaði ekkert þangað. Kannski er maður alltaf að gera lítið úr sjálfum sér og hafði kannski ekki beint trú á að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert. En það var mannskapur hérna hjá félaginu sem barði í mig trú og var viss um að ég gæti þetta. Ég er þeim aðilum ótrúlega þakklát. Ég er svo þakklát fyrir þessi þrjú ár, fólkið sem ég hef búin að fá að kynnast hérna og vináttuna sem hefur myndast. Ég gæti ekki verið sáttari.“ Brotthvarf Sólveigar á ekki að þýða endastöð góðs árangurs fyrir vel mannað lið ÍR „Ég veit að þeim á eftir að vegna vel. Þessi hópur og þetta lið er frábært. Samheldnin í þessu liði er einstök og ég veit það með nokkurri vissu núna að þeim muni vegna vel. Hver sem tekur við mínu starfi er með frábært lið í höndunum. Það er mjög dýrmætt fyrir mig að geta komið inn í þetta og skilið núna við liðið á þessum stað.“ Óvíst er hvað tekur við á þjálfaraferli Sólveigar eða hvort hann yfir höfuð haldi áfram. „Eins og þetta horfir við mér í dag er ég að fara kúpla mig aðeins út. Hlúa aðeins að sjálfri mér og fjölskyldunni, þeim verkefnum sem við erum að fást við.
Olís-deild kvenna Handbolti ÍR Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira