Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2025 11:40 Krzysztof Gawkowski á ráðstefnu um varnarmál í Varsjá. Þar sagði hann Rússa reyna að hafa áhrif á forsetakosningar í Póllandi. Vísir/EPA Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. Fyrri umferð pólsku forsetakosninganna fer fram 18. maí. Krzysztof Gawkowski, aðstoðarforsætisráðherra og ráðherra stafrænna mála, sagði á ráðstefnu um varnarmál í dag að Rússar stæðu í umfangsmiklum tilraunum til þess að hafa áhrif á úrslitin. „Þetta er gert með því að dreifa upplýsingafalsi ásamt blönduðum árásum á mikilvæga innviði Póllands til þes að lama hefðbundna starfsemi ríkisins,“ sagði Gawkowski. Rússar hefðu meðal annars beint spjótum sínum að veitufyrirtækjum, hita- og raforkuverum auk stjórnsýslustofnana. Árásir Rússa væru tvöfalt fleiri nú en á sama tíma í fyrra. „Þessa stundina í Póllandi, á hverri mínútu sem ég held þessa ræðu, eru á annan tug atvika skráð þar sem skotmarkið er mikilvægir innviðir,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir ráðherranum. Stuðningurinn við Úkraínu geri Póllandi að skotmarki Pólsk stjórnvöld sökuðu Rússa um að standa að baki tölvuárás á geimstofnun landsins í mars og í fyrra voru þeir taldir hafa ráðist á pólskan ríkisfjölmiðil. Rússar hafa alltaf neitað ásökunum Pólverja og annarra þjóða um tölvuárásir og tilraunir til afskipta af kosningum. Engu að síður er þekkt að stjórnvöld í Kreml hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á kosningar víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar. Fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu í vetur voru ógiltar vegna afskipta Rússa. Pólverjar segja að aðstoð þeirra við Úkraínu hafi gert þá að lykilskotmarki skemmdarverkastarfsemi, tölvuárása og upplýsingahernaðar Rússa. Pólland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tölvuárásir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Fyrri umferð pólsku forsetakosninganna fer fram 18. maí. Krzysztof Gawkowski, aðstoðarforsætisráðherra og ráðherra stafrænna mála, sagði á ráðstefnu um varnarmál í dag að Rússar stæðu í umfangsmiklum tilraunum til þess að hafa áhrif á úrslitin. „Þetta er gert með því að dreifa upplýsingafalsi ásamt blönduðum árásum á mikilvæga innviði Póllands til þes að lama hefðbundna starfsemi ríkisins,“ sagði Gawkowski. Rússar hefðu meðal annars beint spjótum sínum að veitufyrirtækjum, hita- og raforkuverum auk stjórnsýslustofnana. Árásir Rússa væru tvöfalt fleiri nú en á sama tíma í fyrra. „Þessa stundina í Póllandi, á hverri mínútu sem ég held þessa ræðu, eru á annan tug atvika skráð þar sem skotmarkið er mikilvægir innviðir,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir ráðherranum. Stuðningurinn við Úkraínu geri Póllandi að skotmarki Pólsk stjórnvöld sökuðu Rússa um að standa að baki tölvuárás á geimstofnun landsins í mars og í fyrra voru þeir taldir hafa ráðist á pólskan ríkisfjölmiðil. Rússar hafa alltaf neitað ásökunum Pólverja og annarra þjóða um tölvuárásir og tilraunir til afskipta af kosningum. Engu að síður er þekkt að stjórnvöld í Kreml hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á kosningar víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar. Fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu í vetur voru ógiltar vegna afskipta Rússa. Pólverjar segja að aðstoð þeirra við Úkraínu hafi gert þá að lykilskotmarki skemmdarverkastarfsemi, tölvuárása og upplýsingahernaðar Rússa.
Pólland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tölvuárásir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira