AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2025 09:42 Yfirlýsing sendinefndar AGS verður birt á vef Seðlabankans að kynningarfundi loknum. Vísir/Vilhelm Búast má við að hagvöxtur á Íslandi taki við sér í ár eftir að töluvert hægði á efnahagslífinu í fyrra og eru horfur taldar góðar til meðallangstíma. Hins vegar gæti aukin spenna í milliríkjaviðskiptum orðið meiri en nú er gert ráð fyrir ef bandarískir tollar verða lagðir á innflutt lyf eða ef hugsanlegir refsitollar ESB bitna á Íslandi. Fækkun ferðamanna til og frá Bandaríkjunum gæti einnig haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, eftir úttekt nefndarinnar hér á landi sem framkvæmd var í apríl og byrjun maí. Kynningarfundur um yfirlýsinguna með fulltrúum nefndarinnar hófst í Safnahúsinu klukkan 9:30. Áskorun að ná verðbólgumarkmiði Í inngangi yfirlýsingarinnar segir að árangur við aukið aðhald í stjórn efnahagsmála á Íslandi hefur hægt á umsvifum í efnahagslífinu og dregið úr ójafnvægi sem skapaðist á tímum heimsfaraldurs covid-19. Helsta áskorun íslensks efnahagslífs nú er að ná verðbólgumarkmiði og tryggja „mjúka lendingu“ í efnahagslífinu, að auka viðnámsþrótt með því að auka svigrúm ríkisfjármála jafnt og þétt, efla framleiðni og auka fjölbreytni hagkerfisins til að undirbyggja hagvöxt til meðallangs tíma og loks að draga úr næmni Íslands gagnvart áföllum. Hagvöxtur dróst saman um hálft prósent í fyrra sem aðallega er rakið til sértækra þátta á borð við fiskveiðiafla sem var undir væntingum og takmarkanir á orkuframboði. Þetta hafi dregið úr útflutningi og leitt til lítils vaxtar einkaneyslu. Búist er við að hagvöxtur aukist í 1,8% á þessu ári og 2,4% á því næsta. Þá er búist við að hjöðnun verðbólgu gangi fremur hægt vegna hárra verðbólguvæntinga og mikilla launahækkana en minnki svo smám saman í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans á seinni helmingi næsta árs. Horfur fyrir hagvöxt til meðallangs tíma eru sagðar góðar og búast megi við að vöxtur virðisaukandi útflutningsgreina muni auka framleiðni og að innflæði vinnuafls muni auka atvinnu að vissu leyti. Athygli vekur einnig að hagvöxtur gæti orðið minni en búist er við nú að mati AGS en líkur á hærri eða lægri verðbólgu eru metnar í jafnvægi. „Verðbólga gæti aukist ef spenna í millríkjaviðskiptum leiðir til truflana í aðfangakeðjum eða ef fjármagnsflótti veikir gengið. Á hin bóginn gæti aukið innflæði fjármagns haft áhrif til styrkingar á gengi krónunnar og veikt samkeppnishæfni Íslands. Innanlands gætu árásir á raunlæga og stafræna innviði raskað greiðslumiðlun í landinu og þar af leiðandi efnahagsumsvifum og fjármálastöðugleika,” segir meðal annars í lauslegri þýðingu Seðlabankans á efni skýrslunnar. Þá er bent á að tíðarfar geti haft áhrif á orkuframboð og skert útflutning. „Hæfilega metnaðarfull“ markmið stjórnvalda Í úttektinni var lagt mat á nokkra þætti, þar á meðal fjármála- og peningastefnu hins opinbera og fjármálageirann á Íslandi og fjallað um kerfisbreytingar sem geti leitt til aukinnar framleiðni og fjölbreytileika hagkerfisins. Markmið stjórnvalda í opinberum fjármálum eru sögð „hæfilega metnaðarfull“ og aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru í fjármálaáætlun eru sagðar styðja við markmið ríkisstjórnarinnar í fjármálum hins opinbera. „Sjóðurinn fagnar því að í nýrri fjármálaáætlun séu aðhaldsaðgerðir tilgreindar, þ.e. að ekki sé þar að finna óútfærðar aðhaldsaðgerðir; það eykur trúverðugleika áætlunarinnar til muna,” segir meðal annars um þetta efni. Bent er einnig á að aukin fjárfesting í innviðum, sem ekki komi niður á sjálfbærni ríkisfjármála, myndi efla vaxtarhorfur hagkerfisins. Viðbótarráðstafanir í ríkisfjármálum gætu reynst nauðsynlegar ef áætlanir skili ekki tilætluðum árangri. Hvað lýtur að peningastefnunni segir AGS að stýrivexti beri að lækka eftir því sem verbólga færist nær markmiði. „Núverandi taumhald peningastefnunnar er hæfilega þétt í ljósi enn mikillar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Samkvæmt verðbólguspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins minnkar verðbólga í markmið á seinni helmingi ársins 2026 sem að mati sjóðsins samrýmist 250 punkta lækkun meginvaxta Seðlabankans á næstu 4-5 ársfjórðungum,” segir í yfirlýsingunni. Ákvörðun Seðlabankans um að hefja reglubundin kaup á gjaldeyri er sögð vel tímasett og muni efla burði bankans til þess að tryggja stöðugleika á gjaldeyrismarkaði á álagstímum. Hvað snýr að íslenskum bankamarkaði segir meðal annars að bankakerfið hér á landi búi áfram yfir viðnámsþrótti og kerfisáhættu sé haldið í skefjum. Staðbundnir veikleikar kalli hins vegar á áframhaldandi árvekni. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að yfirlýsing sendinefndar AGS var birt á vef Seðlabankans. Efnahagsmál Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Seðlabankinn Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, eftir úttekt nefndarinnar hér á landi sem framkvæmd var í apríl og byrjun maí. Kynningarfundur um yfirlýsinguna með fulltrúum nefndarinnar hófst í Safnahúsinu klukkan 9:30. Áskorun að ná verðbólgumarkmiði Í inngangi yfirlýsingarinnar segir að árangur við aukið aðhald í stjórn efnahagsmála á Íslandi hefur hægt á umsvifum í efnahagslífinu og dregið úr ójafnvægi sem skapaðist á tímum heimsfaraldurs covid-19. Helsta áskorun íslensks efnahagslífs nú er að ná verðbólgumarkmiði og tryggja „mjúka lendingu“ í efnahagslífinu, að auka viðnámsþrótt með því að auka svigrúm ríkisfjármála jafnt og þétt, efla framleiðni og auka fjölbreytni hagkerfisins til að undirbyggja hagvöxt til meðallangs tíma og loks að draga úr næmni Íslands gagnvart áföllum. Hagvöxtur dróst saman um hálft prósent í fyrra sem aðallega er rakið til sértækra þátta á borð við fiskveiðiafla sem var undir væntingum og takmarkanir á orkuframboði. Þetta hafi dregið úr útflutningi og leitt til lítils vaxtar einkaneyslu. Búist er við að hagvöxtur aukist í 1,8% á þessu ári og 2,4% á því næsta. Þá er búist við að hjöðnun verðbólgu gangi fremur hægt vegna hárra verðbólguvæntinga og mikilla launahækkana en minnki svo smám saman í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans á seinni helmingi næsta árs. Horfur fyrir hagvöxt til meðallangs tíma eru sagðar góðar og búast megi við að vöxtur virðisaukandi útflutningsgreina muni auka framleiðni og að innflæði vinnuafls muni auka atvinnu að vissu leyti. Athygli vekur einnig að hagvöxtur gæti orðið minni en búist er við nú að mati AGS en líkur á hærri eða lægri verðbólgu eru metnar í jafnvægi. „Verðbólga gæti aukist ef spenna í millríkjaviðskiptum leiðir til truflana í aðfangakeðjum eða ef fjármagnsflótti veikir gengið. Á hin bóginn gæti aukið innflæði fjármagns haft áhrif til styrkingar á gengi krónunnar og veikt samkeppnishæfni Íslands. Innanlands gætu árásir á raunlæga og stafræna innviði raskað greiðslumiðlun í landinu og þar af leiðandi efnahagsumsvifum og fjármálastöðugleika,” segir meðal annars í lauslegri þýðingu Seðlabankans á efni skýrslunnar. Þá er bent á að tíðarfar geti haft áhrif á orkuframboð og skert útflutning. „Hæfilega metnaðarfull“ markmið stjórnvalda Í úttektinni var lagt mat á nokkra þætti, þar á meðal fjármála- og peningastefnu hins opinbera og fjármálageirann á Íslandi og fjallað um kerfisbreytingar sem geti leitt til aukinnar framleiðni og fjölbreytileika hagkerfisins. Markmið stjórnvalda í opinberum fjármálum eru sögð „hæfilega metnaðarfull“ og aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru í fjármálaáætlun eru sagðar styðja við markmið ríkisstjórnarinnar í fjármálum hins opinbera. „Sjóðurinn fagnar því að í nýrri fjármálaáætlun séu aðhaldsaðgerðir tilgreindar, þ.e. að ekki sé þar að finna óútfærðar aðhaldsaðgerðir; það eykur trúverðugleika áætlunarinnar til muna,” segir meðal annars um þetta efni. Bent er einnig á að aukin fjárfesting í innviðum, sem ekki komi niður á sjálfbærni ríkisfjármála, myndi efla vaxtarhorfur hagkerfisins. Viðbótarráðstafanir í ríkisfjármálum gætu reynst nauðsynlegar ef áætlanir skili ekki tilætluðum árangri. Hvað lýtur að peningastefnunni segir AGS að stýrivexti beri að lækka eftir því sem verbólga færist nær markmiði. „Núverandi taumhald peningastefnunnar er hæfilega þétt í ljósi enn mikillar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Samkvæmt verðbólguspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins minnkar verðbólga í markmið á seinni helmingi ársins 2026 sem að mati sjóðsins samrýmist 250 punkta lækkun meginvaxta Seðlabankans á næstu 4-5 ársfjórðungum,” segir í yfirlýsingunni. Ákvörðun Seðlabankans um að hefja reglubundin kaup á gjaldeyri er sögð vel tímasett og muni efla burði bankans til þess að tryggja stöðugleika á gjaldeyrismarkaði á álagstímum. Hvað snýr að íslenskum bankamarkaði segir meðal annars að bankakerfið hér á landi búi áfram yfir viðnámsþrótti og kerfisáhættu sé haldið í skefjum. Staðbundnir veikleikar kalli hins vegar á áframhaldandi árvekni. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að yfirlýsing sendinefndar AGS var birt á vef Seðlabankans.
Efnahagsmál Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Seðlabankinn Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira