Fækkar herforingjum um fimmtung Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2025 07:12 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að fækka fjögurra stjörnu herforingjum í herafla Bandaríkjanna um tuttugu prósent. Hann hefur einnig skipað þjóðvarðliði Bandaríkjanna að gera það sama og að gefið út skipun um að heilt yfir verði háttsettum yfirmönnum í heraflanum fækkað um tíu prósent. Markmið þessara niðurskurðar er að draga úr sóun og auka skilvirkni en gagnrýnendur óttast, samkvæmt AP fréttaveitunni, að niðurskurðinn muni leiða til aukinna áhrifa stjórnamála á heraflan. Í yfirlýsingu frá ráðherranum segir að með þessu vilji hann draga úr skriffinnsku. Hegseth hefur þegar sagt upp fjölmörgum yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem margir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir menn eða konur. Það hefur hann gert með því yfirlýsta markmiði að berjast gegn svokölluðum „vókisma“ innan hersins. Þá gaf Hegseth í síðustu viku skipun um umfangsmiklar breytingar á herafla Bandaríkjanna. Meðal þeirra er að sameina yfirstjórnir, fækka stjórnendum, hætta notkun gamalla farartækja og fækka. Á sama tíma og sú skipun var gefin út tilkynntu forsvarsmenn hersins að halda ætti skrúðgöngu á afmælisdegi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í næsta mánuði, sem kosta mun tugi milljónir dala. Stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um afsögn Hegseth stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um að hann segi af sér eða verði vikið úr starfi og þá sérstaklega vegna notkunar hans á samskiptamiðlinum Signal. Meðal annars sagði hann frá væntanlegum árásum á Húta í Jemen í spjallhópi sem innihélt fyrir mistök blaðamann. Stjórn hans í Pentagon (ráðuneytinu) er sögð hafa einkennst af mikilli óreiðu og deilum meðal hans nánustu ráðgjafa og undirmanna. Notkun Hegseths á Signal hefur samkvæmt grein Wall Street Journal verið meiri en áður hefur komið fram. Heimildarmenn miðilsins segja hann hafa rætt opinber mál í á annan tug spjallhópa á Signal. Í einu tilfelli skipaði hann aðstoðarmönnum sínum að segja erlendum erindrekum frá yfirstandandi hernaðaraðgerð og hefur hann einnig notað Signal til að tala um ferðalög sín, dagskrá og önnur viðkvæm en þó ekki leynileg mál. Fregnir hafa borist af því að sett hafi verið upp sérstök nettenging innan Pentagon, sem færi gegn netvörnum ráðuneytisins fyrir Hegseth. Sjá einnig: Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Notkun ráðherrans á Signal er nú til rannsóknar hjá innri endurskoðanda Pentagon. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Markmið þessara niðurskurðar er að draga úr sóun og auka skilvirkni en gagnrýnendur óttast, samkvæmt AP fréttaveitunni, að niðurskurðinn muni leiða til aukinna áhrifa stjórnamála á heraflan. Í yfirlýsingu frá ráðherranum segir að með þessu vilji hann draga úr skriffinnsku. Hegseth hefur þegar sagt upp fjölmörgum yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem margir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir menn eða konur. Það hefur hann gert með því yfirlýsta markmiði að berjast gegn svokölluðum „vókisma“ innan hersins. Þá gaf Hegseth í síðustu viku skipun um umfangsmiklar breytingar á herafla Bandaríkjanna. Meðal þeirra er að sameina yfirstjórnir, fækka stjórnendum, hætta notkun gamalla farartækja og fækka. Á sama tíma og sú skipun var gefin út tilkynntu forsvarsmenn hersins að halda ætti skrúðgöngu á afmælisdegi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í næsta mánuði, sem kosta mun tugi milljónir dala. Stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um afsögn Hegseth stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um að hann segi af sér eða verði vikið úr starfi og þá sérstaklega vegna notkunar hans á samskiptamiðlinum Signal. Meðal annars sagði hann frá væntanlegum árásum á Húta í Jemen í spjallhópi sem innihélt fyrir mistök blaðamann. Stjórn hans í Pentagon (ráðuneytinu) er sögð hafa einkennst af mikilli óreiðu og deilum meðal hans nánustu ráðgjafa og undirmanna. Notkun Hegseths á Signal hefur samkvæmt grein Wall Street Journal verið meiri en áður hefur komið fram. Heimildarmenn miðilsins segja hann hafa rætt opinber mál í á annan tug spjallhópa á Signal. Í einu tilfelli skipaði hann aðstoðarmönnum sínum að segja erlendum erindrekum frá yfirstandandi hernaðaraðgerð og hefur hann einnig notað Signal til að tala um ferðalög sín, dagskrá og önnur viðkvæm en þó ekki leynileg mál. Fregnir hafa borist af því að sett hafi verið upp sérstök nettenging innan Pentagon, sem færi gegn netvörnum ráðuneytisins fyrir Hegseth. Sjá einnig: Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Notkun ráðherrans á Signal er nú til rannsóknar hjá innri endurskoðanda Pentagon.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira