Áttu sturlaða stund á Times Square Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. maí 2025 09:39 Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir eigendur Chilli in June áttu sturlaða stund á Times Square. Instagram „Þetta var einhver súrrealískasta tilfinning sem við höfum upplifað,“ segja Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sem eru stofnendur og eigendur snyrtivörumerkisins Chilli in June. Stöllurnar lögðu land undir fót með vörumerkið og skelltu sér á hið víðfarna torg Times Square í New York þar sem auglýsing Chilli in June ljómaði á risaskjá. Algjör draumur að rætast Blaðamaður tók púlsinn á förðunardrottningunum tveimur. „Við erum staddar í New York á The Makeup Show sem er ein af stærstu og mikilvægustu förðunarsýningunum í Bandaríkjunum. Það að vera hér með okkar eigin merki, Chilli in June, er algjör draumur að rætast. Upphaflega ætluðum við bara að kíkja út, skoða önnur vörumerki og mynda tengsl. En svo ákváðum við, eiginlega bara í gríni, að sækja um að taka þátt sjálfar. Okkur brá heldur betur þegar við fengum fund með skipuleggjendum og svo fréttirnar, við vorum eitt af 85 vörumerkjum sem fengu að vera með á sýningunni,“ segja stelpurnar yfir sig glaðar. View this post on Instagram A post shared by CHILLI IN JUNE (@chilliinjune) Umrædd sýning er haldin á hverju ári í New York en fagnar tuttugu ára afmæli núna með stæl. Yfir 5000 gestir sækja sýninguna og þar á meðal eru förðunarfræðingar, áhrifavaldar, blaðamenn og fólk úr ýmsum kimum bransans. „Það er alveg klikkað að hugsa til þess að lítið fyrirtæki frá Íslandi hafi fengið að vera með. Við fengum þetta staðfest í janúar og síðan þá hefur þetta verið algjört verkefni. Við höfum sótt um öll möguleg leyfi, sem er ekkert grín, undirbúið efni og lagt ótrúlega mikla vinnu og tíma í að láta þetta verða að veruleika.“ Ákváðu að splæsa í auglýsingu Stelpurnar voru ekki með neitt hálfkák. „Við erum mjög ýktar, ákváðum að gera þetta almennilega og keyptum auglýsingu á Times Square. Við fengum tíma fyrir hvenær hún ætti að birtast en hún kom sex mínútum of snemma og við misstum bókstaflega allt vit þegar hún skautst skyndilega upp á skjáinn. Þetta var algjörlega óraunveruleg stund og pínu klikk að sjá merkið okkar þarna í hjarta New York.“ View this post on Instagram A post shared by CHILLI IN JUNE (@chilliinjune) Þegar auglýsingin kom aftur á skjáinn voru þær heldur betur tilbúnar. „Þá gátum við tekið upp smá samfélagsmiðlaefni af henni og þetta var ein súrrealískasta tilfinning sem við höfum upplifað. Öll vinnan og tíminn sem við höfum sett í drauminn okkar síðustu ár var svo mikið þess virði. Við tölum oft um það að það er algjör vitleysa að hafa farið út í þetta ævintýri að búa til okkar eigið förðunarmerki en á sama tíma myndum við aldrei vilja gera neitt annað.“ Mikil hvatning frá stórum nöfnum Viðtökurnar hafa verið virkilega góðar úti að sögn stelpnanna en með þeim í för er sömuleiðis förðunarfræðingurinn Rósa Guðbjörg sem hefur unnið náið með þeim lengi. „Fólk er að leita af okkur og kemur sérstaklega í básinn okkar til að sjá vörurnar og spjalla við okkur. Það hefur jafnvel komið fólk sem við höfum dáðst að lengi, risa stór nöfn í bransanum, og þau eru að hrósa okkur og hvetja okkur áfram.“ Síðastliðið föstudagskvöld var stelpunum boðið í gala kvöldverð með öllum vörumerkjunum sem taka þátt á sýningunni. „Okkur brá ekkert smá mikið við að sjá að við vorum settar á borð með merkjunum Rare Beauty, Mykitco og Danessu Myricks. Það var algjörlega sturlað að vera settar við sama borð og svona rosalega stór nöfn sýnir að skipuleggjendurnir sjá eitthvað í okkur, sem gaf okkur ótrúlega mikið pepp.“ Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá þessum athafnakonum. „Við segjum alltaf að við séum bara rétt að byrja og höldum því áfram. Miðað við þessar viðtökur þá höfum við fulla trú á því að við munum koma merkinu okkar alla leið og það er ekki langt í að Chilli in June verði alþjóðlegt förðunarmerki sem verður selt um allan heim.“ Íslendingar erlendis Hár og förðun Bandaríkin Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Algjör draumur að rætast Blaðamaður tók púlsinn á förðunardrottningunum tveimur. „Við erum staddar í New York á The Makeup Show sem er ein af stærstu og mikilvægustu förðunarsýningunum í Bandaríkjunum. Það að vera hér með okkar eigin merki, Chilli in June, er algjör draumur að rætast. Upphaflega ætluðum við bara að kíkja út, skoða önnur vörumerki og mynda tengsl. En svo ákváðum við, eiginlega bara í gríni, að sækja um að taka þátt sjálfar. Okkur brá heldur betur þegar við fengum fund með skipuleggjendum og svo fréttirnar, við vorum eitt af 85 vörumerkjum sem fengu að vera með á sýningunni,“ segja stelpurnar yfir sig glaðar. View this post on Instagram A post shared by CHILLI IN JUNE (@chilliinjune) Umrædd sýning er haldin á hverju ári í New York en fagnar tuttugu ára afmæli núna með stæl. Yfir 5000 gestir sækja sýninguna og þar á meðal eru förðunarfræðingar, áhrifavaldar, blaðamenn og fólk úr ýmsum kimum bransans. „Það er alveg klikkað að hugsa til þess að lítið fyrirtæki frá Íslandi hafi fengið að vera með. Við fengum þetta staðfest í janúar og síðan þá hefur þetta verið algjört verkefni. Við höfum sótt um öll möguleg leyfi, sem er ekkert grín, undirbúið efni og lagt ótrúlega mikla vinnu og tíma í að láta þetta verða að veruleika.“ Ákváðu að splæsa í auglýsingu Stelpurnar voru ekki með neitt hálfkák. „Við erum mjög ýktar, ákváðum að gera þetta almennilega og keyptum auglýsingu á Times Square. Við fengum tíma fyrir hvenær hún ætti að birtast en hún kom sex mínútum of snemma og við misstum bókstaflega allt vit þegar hún skautst skyndilega upp á skjáinn. Þetta var algjörlega óraunveruleg stund og pínu klikk að sjá merkið okkar þarna í hjarta New York.“ View this post on Instagram A post shared by CHILLI IN JUNE (@chilliinjune) Þegar auglýsingin kom aftur á skjáinn voru þær heldur betur tilbúnar. „Þá gátum við tekið upp smá samfélagsmiðlaefni af henni og þetta var ein súrrealískasta tilfinning sem við höfum upplifað. Öll vinnan og tíminn sem við höfum sett í drauminn okkar síðustu ár var svo mikið þess virði. Við tölum oft um það að það er algjör vitleysa að hafa farið út í þetta ævintýri að búa til okkar eigið förðunarmerki en á sama tíma myndum við aldrei vilja gera neitt annað.“ Mikil hvatning frá stórum nöfnum Viðtökurnar hafa verið virkilega góðar úti að sögn stelpnanna en með þeim í för er sömuleiðis förðunarfræðingurinn Rósa Guðbjörg sem hefur unnið náið með þeim lengi. „Fólk er að leita af okkur og kemur sérstaklega í básinn okkar til að sjá vörurnar og spjalla við okkur. Það hefur jafnvel komið fólk sem við höfum dáðst að lengi, risa stór nöfn í bransanum, og þau eru að hrósa okkur og hvetja okkur áfram.“ Síðastliðið föstudagskvöld var stelpunum boðið í gala kvöldverð með öllum vörumerkjunum sem taka þátt á sýningunni. „Okkur brá ekkert smá mikið við að sjá að við vorum settar á borð með merkjunum Rare Beauty, Mykitco og Danessu Myricks. Það var algjörlega sturlað að vera settar við sama borð og svona rosalega stór nöfn sýnir að skipuleggjendurnir sjá eitthvað í okkur, sem gaf okkur ótrúlega mikið pepp.“ Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá þessum athafnakonum. „Við segjum alltaf að við séum bara rétt að byrja og höldum því áfram. Miðað við þessar viðtökur þá höfum við fulla trú á því að við munum koma merkinu okkar alla leið og það er ekki langt í að Chilli in June verði alþjóðlegt förðunarmerki sem verður selt um allan heim.“
Íslendingar erlendis Hár og förðun Bandaríkin Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein