Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. maí 2025 20:04 Grétar, Inga Sæland og Birna Sif, sem tóku fyrstu skóflustunguna af nýja hjúkrunarheimilinu í Hveragerði í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrsta skóflustungan af nýju 44 herbergja hjúkrunarheimili var tekin í dag í Hveragerði. Húsið verður tæplega þrjú þúsund fermetrar að stærð og mun kosta 2,8 milljarða króna. Fjölmenni safnaðist saman þar sem nýja hjúkrunarheimilið mun rísa skammt frá núverandi hjúkrunarheimili, sem Grundarheimilin eiga og kallast Ás en Grund hefur rekið Ás frá árinu 1952 og sinnt öldrunarþjónustu í Hveragerði og nágrenni í yfir sjötíu ár. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, Birna Sif Atladóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í Ási, og Grétar Aðalsteinsson, heimilismaður í Ási, tóku skóflustungu að nýja heimilinu. „Þannig að það má segja að þetta er tímamótadagur fyrir nýja ríkisstjórn, sem er sem sagt að ráðast í þjóðarátak í byggingu á hjúkrunarheimilum og í öllum aðbúnaði fyrir eldra fólk,“ segir Inga Sæland. Inga hrósar öllum þeim, sem koma að byggingu nýja heimilisins og hún segir fáir staðir séu betri en Hveragerði fyrir svona þjónustu. „Ég hef nú stundum látið mig dreyma að jafnvel að flytja í Hveragerði, maður er ekki nema hálf tíma í bæinn,“ segir hún brosandi. Gísli Páll, formaður stjórnar Grundarheimilanna og Inga Sæland spjalla saman í kaffinu, sem boðið var upp á eftir skóflustunguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru Grundarheimilin sem byggja hjúkrunarheimilið en í dag eru heimilismenn í Ási 111 talsins. Öll herbergin á nýja hjúkrunarheimilinu verða einbýli með baðherbergjum. En hver borgar brúsann? „Við skattgreiðendurnir borgum þetta fyrir rest en ríkið leigir húsið af okkur í 20 ár og þannig náum við að taka lán til að byggja það og reka það í 20 ár,“ segir Gísli Páll Pálsson, formaður stjórnar Grundarheimilanna. Og að sjálfsögðu var flaggað við Ás í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grétar hefur búið á Ási í rúmlega 20 ár og var einn af þeim sem tóku skóflustungu í dag. „Það er búið að tala um þetta í 20 ár allavega. Þetta verður glæsilegt heimili, jú, jú,“ segir Grétar. María Pálsdóttir og Hörður Guðmundsson frá Böðmóðsstöðum í Laugardal í Bláskógabyggð, sem búa á Ási tóku að sjálfsögðu þátt í gleði dagsins en þeim líkar mjög vel að vera í Hveragerði. Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Fjölmenni safnaðist saman þar sem nýja hjúkrunarheimilið mun rísa skammt frá núverandi hjúkrunarheimili, sem Grundarheimilin eiga og kallast Ás en Grund hefur rekið Ás frá árinu 1952 og sinnt öldrunarþjónustu í Hveragerði og nágrenni í yfir sjötíu ár. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, Birna Sif Atladóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í Ási, og Grétar Aðalsteinsson, heimilismaður í Ási, tóku skóflustungu að nýja heimilinu. „Þannig að það má segja að þetta er tímamótadagur fyrir nýja ríkisstjórn, sem er sem sagt að ráðast í þjóðarátak í byggingu á hjúkrunarheimilum og í öllum aðbúnaði fyrir eldra fólk,“ segir Inga Sæland. Inga hrósar öllum þeim, sem koma að byggingu nýja heimilisins og hún segir fáir staðir séu betri en Hveragerði fyrir svona þjónustu. „Ég hef nú stundum látið mig dreyma að jafnvel að flytja í Hveragerði, maður er ekki nema hálf tíma í bæinn,“ segir hún brosandi. Gísli Páll, formaður stjórnar Grundarheimilanna og Inga Sæland spjalla saman í kaffinu, sem boðið var upp á eftir skóflustunguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru Grundarheimilin sem byggja hjúkrunarheimilið en í dag eru heimilismenn í Ási 111 talsins. Öll herbergin á nýja hjúkrunarheimilinu verða einbýli með baðherbergjum. En hver borgar brúsann? „Við skattgreiðendurnir borgum þetta fyrir rest en ríkið leigir húsið af okkur í 20 ár og þannig náum við að taka lán til að byggja það og reka það í 20 ár,“ segir Gísli Páll Pálsson, formaður stjórnar Grundarheimilanna. Og að sjálfsögðu var flaggað við Ás í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grétar hefur búið á Ási í rúmlega 20 ár og var einn af þeim sem tóku skóflustungu í dag. „Það er búið að tala um þetta í 20 ár allavega. Þetta verður glæsilegt heimili, jú, jú,“ segir Grétar. María Pálsdóttir og Hörður Guðmundsson frá Böðmóðsstöðum í Laugardal í Bláskógabyggð, sem búa á Ási tóku að sjálfsögðu þátt í gleði dagsins en þeim líkar mjög vel að vera í Hveragerði.
Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira