„Þetta er ekki búið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2025 21:47 Aldrei rólegur. EPA-EFE/JAVIER ZORRILLA Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. Segja má að tímabil Man United í heild sinni til þessa hafi verið stöngin út en í kvöld féll allt með liðinu. Ef allt gengur upp snýr Amorim aftur til Bilbao með lið sitt í þessum mánuði þar sem úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram. Hann er þó ekki búinn að panta flugmiðann. „Þetta voru virkilega góð úrslit en við verðum á sama tíma að skilja úrslitin. Við áttum erfitt uppdráttar í byrjun en rauða spjaldið breytti leiknum. Allir leikir geta breyst á einu augnabliki. Við fengum færi til að skora eitt mark til viðbótar. Þetta er ekki búið og þeir geta gert það sama á Old Trafford.“ „Þeir eru virkilega sterkt og ákaft lið. Við verðum að mæta undirbúnir til leiks. Manuel Ugarte, sem býr yfir mikill reynslu var smá stressaður. Patrick Dorgu var stressaður. Leikmenn eins og Casemiro, Harry Maguire og Bruno Fernandes hjálpuðu mikið.“ „Hann er góður kantmaður,“ sagði Amorim um miðvörðinn Harry Maguire sem átti stóran þátt í fyrsta marki liðsins með frábærum einleik á hægri kantinum. „Stundum eru erfið augnablik í okkar lífi og Harry hefur átt slík augnablik. Allt sem hann gerir er gott fyrir liðið svo við verðum að njóta þessa.“ „Auðvitað höfum við forskot. Við höfum áhorfendurnar okkar, en það getur allt breyst. Allt getur gerst í einum leik. Við þurfum virkilega að huga að leikmönnunum okkar gegn Brentford. Noussair Mazraoui er nær dauða en lífi, Dorgu er virkilega þreyttur. Við verðum að hugsa um leikmennina,“ sagði Amorim að endingu um síðari leikinn og komandi deildarleik. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Segja má að tímabil Man United í heild sinni til þessa hafi verið stöngin út en í kvöld féll allt með liðinu. Ef allt gengur upp snýr Amorim aftur til Bilbao með lið sitt í þessum mánuði þar sem úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram. Hann er þó ekki búinn að panta flugmiðann. „Þetta voru virkilega góð úrslit en við verðum á sama tíma að skilja úrslitin. Við áttum erfitt uppdráttar í byrjun en rauða spjaldið breytti leiknum. Allir leikir geta breyst á einu augnabliki. Við fengum færi til að skora eitt mark til viðbótar. Þetta er ekki búið og þeir geta gert það sama á Old Trafford.“ „Þeir eru virkilega sterkt og ákaft lið. Við verðum að mæta undirbúnir til leiks. Manuel Ugarte, sem býr yfir mikill reynslu var smá stressaður. Patrick Dorgu var stressaður. Leikmenn eins og Casemiro, Harry Maguire og Bruno Fernandes hjálpuðu mikið.“ „Hann er góður kantmaður,“ sagði Amorim um miðvörðinn Harry Maguire sem átti stóran þátt í fyrsta marki liðsins með frábærum einleik á hægri kantinum. „Stundum eru erfið augnablik í okkar lífi og Harry hefur átt slík augnablik. Allt sem hann gerir er gott fyrir liðið svo við verðum að njóta þessa.“ „Auðvitað höfum við forskot. Við höfum áhorfendurnar okkar, en það getur allt breyst. Allt getur gerst í einum leik. Við þurfum virkilega að huga að leikmönnunum okkar gegn Brentford. Noussair Mazraoui er nær dauða en lífi, Dorgu er virkilega þreyttur. Við verðum að hugsa um leikmennina,“ sagði Amorim að endingu um síðari leikinn og komandi deildarleik.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira