Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 20:33 Mike Waltz starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Trumps í um fjóra mánuði. EPA Þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið bolað úr embætti eftir að hann bætti blaðamanni óvart í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem háleynilegar upplýsingar komu fram. „Ég er ánægður að tilkynna að ég mun tilnefna Mike Waltz í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum,“ skrifar Trump í færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Þar greinir hann einnig frá að Marco Rubio utanríkisráðherra taki tímabundið við störfum Waltz og sinnir því báðum embættum samtímis. Samkvæmt heimildum New York Times hafði Waltz lengi verið á hálum ís. Staða hans versnaði til muna eftir að hann bætti ritstjóra fjölmiðilsins The Atlantic í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem til umræðu voru háleynilegar upplýsingar um umfangsmiklar árásir Bandaríkjanna á Húta í Jemen. Til að mynda komu þar fram klukkan hvað árásirnar færu fram og hvar. Eftir Signal atvikið hafa farið fram samræður fyrir luktum dyrum að skipta Waltz út fyrir einhvern annan. Í fyrri embættistíð Trumps sem forseta skipti hann þrisvar sinnum um þjóðaröryggisráðgjafa. Auk Waltz og ritstjóranum Jeffrey Goldberg, voru í spjallhópnum JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, Scott Bessent, fjármálaráðherra, Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, John Ratcliffe, yfirmaður CIA, Steve Witkoff, erindreki Trumps í Mið-Austurlöndunum og Úkraínu, auk fleiri. Hegseth, sem var einnig í spjallhópnum með ritstjóranum, bjó til annan spjallhóp þar sem hann deildi háleynilegum upplýsingum með Jennifer Hegseth, eiginkonu sinni og fyrrverandi framleiðanda hjá Fox News, Phil Hegseth, bróður sínum og Tim Parlatore, lögfræðing. Phil Hegseth og Parlatore starfa báðir hjá varnarmálaráðuneytinu í Pentagon. Alls voru tólf manns í hópnum. Eftir að greint var frá lekanum sagðist Donald Trump standa með Hegseth og neitaði að hann hefði deilt trúnaðarupplýsingum. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
„Ég er ánægður að tilkynna að ég mun tilnefna Mike Waltz í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum,“ skrifar Trump í færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Þar greinir hann einnig frá að Marco Rubio utanríkisráðherra taki tímabundið við störfum Waltz og sinnir því báðum embættum samtímis. Samkvæmt heimildum New York Times hafði Waltz lengi verið á hálum ís. Staða hans versnaði til muna eftir að hann bætti ritstjóra fjölmiðilsins The Atlantic í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem til umræðu voru háleynilegar upplýsingar um umfangsmiklar árásir Bandaríkjanna á Húta í Jemen. Til að mynda komu þar fram klukkan hvað árásirnar færu fram og hvar. Eftir Signal atvikið hafa farið fram samræður fyrir luktum dyrum að skipta Waltz út fyrir einhvern annan. Í fyrri embættistíð Trumps sem forseta skipti hann þrisvar sinnum um þjóðaröryggisráðgjafa. Auk Waltz og ritstjóranum Jeffrey Goldberg, voru í spjallhópnum JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, Scott Bessent, fjármálaráðherra, Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, John Ratcliffe, yfirmaður CIA, Steve Witkoff, erindreki Trumps í Mið-Austurlöndunum og Úkraínu, auk fleiri. Hegseth, sem var einnig í spjallhópnum með ritstjóranum, bjó til annan spjallhóp þar sem hann deildi háleynilegum upplýsingum með Jennifer Hegseth, eiginkonu sinni og fyrrverandi framleiðanda hjá Fox News, Phil Hegseth, bróður sínum og Tim Parlatore, lögfræðing. Phil Hegseth og Parlatore starfa báðir hjá varnarmálaráðuneytinu í Pentagon. Alls voru tólf manns í hópnum. Eftir að greint var frá lekanum sagðist Donald Trump standa með Hegseth og neitaði að hann hefði deilt trúnaðarupplýsingum.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira