Mjöll Snæsdóttir er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2025 12:45 Mjöll Snæsdóttir. Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur lést á heimili sínu mánudaginn 28. apríl 2025 sl., sjötíu og fimm ára að aldri, í kjölfar skammvinnra veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Mjöll fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1950, einkadóttir hjónanna Snæs Jóhannessonar (1925-2006) frá Haga í Aðaldal, bókbindara og fornbóksala, og Birnu Ólafsdóttur (1917-2017) frá Ferjubakka í Öxarfirði, sem lengstaf vann hjá prentsmiðjunni Eddu. Mjöll var ógift og barnlaus. Mjöll varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Samhliða þjóðhátta- og fornleifafræðinámi við Háskólann í Uppsölum vann hún við fornleifarannsóknir í Herjólfsdal og Reykjavík, ásamt því að starfa við uppgröft miðaldarbæjarins í Túnsbergi í Noregi og bronsaldarminja í Málmey í Svíþjóð. Fljótlega eftir að hún sneri heim tók hún að sér að stýra uppgreftri á Stóruborg, sem er ein viðamesta og flóknasta fornleifarannsókn Íslandssögunnar. Rannsóknin stóð yfir í þrettán sumur, frá árinu 1978 til 1990, og störfuðu undir handleiðslu hennar margir af næstu kynslóð fornleifafræðinga. Mjöll var einn af stofnendum Fornleifastofnunar Íslands árið 1995, og tók þátt í rannsóknum á Hofsstöðum í Mývatnssveit frá upphafi þeirra árið 1990. Hún kenndi við vettvangsskólann á Hofsstöðum og síðar í Vatnsfirði frá 1997-2010, og þjálfaði þar marga árganga af ungum fornleifafræðingum í vísindalegum vinnubrögðum og verktækni. Hún leiddi einnig í samstarfi rannsóknir í fornleifafræði í Aðalstræti og Skálholti á fyrsta áratug 21. aldar. Ítarleg bók um uppgröftinn í Skálholti, eftir Mjöll og Gavin Lucas, kom út í tveimur bindum árið 2022 og 2024. Mjöll starfaði einnig að og tengdist ótal mörgum öðrum rannsóknarverkefnum á sviði fornleifafræði hérlendis. Mjöll var sömuleiðis ritstjóri Árbókar hins íslenzka fornleifafélags í um tæplega tvo áratugi. Mjöll markaði í störfum sínum djúp spor í íslensku fræðasamfélagi um áratuga skeið og var í tilefni sjötugsafmælis hennar árið 2020 gefin út bókin Minjaþing henni til heiðurs, sem inniheldur úrval fræðigreina. Andlát Fornminjar Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Mjöll fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1950, einkadóttir hjónanna Snæs Jóhannessonar (1925-2006) frá Haga í Aðaldal, bókbindara og fornbóksala, og Birnu Ólafsdóttur (1917-2017) frá Ferjubakka í Öxarfirði, sem lengstaf vann hjá prentsmiðjunni Eddu. Mjöll var ógift og barnlaus. Mjöll varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Samhliða þjóðhátta- og fornleifafræðinámi við Háskólann í Uppsölum vann hún við fornleifarannsóknir í Herjólfsdal og Reykjavík, ásamt því að starfa við uppgröft miðaldarbæjarins í Túnsbergi í Noregi og bronsaldarminja í Málmey í Svíþjóð. Fljótlega eftir að hún sneri heim tók hún að sér að stýra uppgreftri á Stóruborg, sem er ein viðamesta og flóknasta fornleifarannsókn Íslandssögunnar. Rannsóknin stóð yfir í þrettán sumur, frá árinu 1978 til 1990, og störfuðu undir handleiðslu hennar margir af næstu kynslóð fornleifafræðinga. Mjöll var einn af stofnendum Fornleifastofnunar Íslands árið 1995, og tók þátt í rannsóknum á Hofsstöðum í Mývatnssveit frá upphafi þeirra árið 1990. Hún kenndi við vettvangsskólann á Hofsstöðum og síðar í Vatnsfirði frá 1997-2010, og þjálfaði þar marga árganga af ungum fornleifafræðingum í vísindalegum vinnubrögðum og verktækni. Hún leiddi einnig í samstarfi rannsóknir í fornleifafræði í Aðalstræti og Skálholti á fyrsta áratug 21. aldar. Ítarleg bók um uppgröftinn í Skálholti, eftir Mjöll og Gavin Lucas, kom út í tveimur bindum árið 2022 og 2024. Mjöll starfaði einnig að og tengdist ótal mörgum öðrum rannsóknarverkefnum á sviði fornleifafræði hérlendis. Mjöll var sömuleiðis ritstjóri Árbókar hins íslenzka fornleifafélags í um tæplega tvo áratugi. Mjöll markaði í störfum sínum djúp spor í íslensku fræðasamfélagi um áratuga skeið og var í tilefni sjötugsafmælis hennar árið 2020 gefin út bókin Minjaþing henni til heiðurs, sem inniheldur úrval fræðigreina.
Andlát Fornminjar Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira