Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2025 09:30 Sölufólk á markaði í Barcelona lýsti sér með síma þegar það reyndi að bjarga matvælum í rafmagnsleysinu í gær. AP/Emilio Morenatti Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. Spánn missti skyndilega um 15 gígavött af raforkuframleiðslu, um 60 prósent af eftirspurn á landsvísu, upp úr hádegi í gær. Rafmagn sló þá út alls staðar á Spáni og í Portúgal. Umferðaröngþveiti skapaðist á götum þegar slökknaði á umferðarljósum og flug- og lestarsamgöngur lömuðust. Sjúkrahús þurftu að keyra á varaafli til að geta haldið starfsemi sinni áfram. Nú í morgun var rafmagn komið aftur á nær alls staðar. Enn voru þó raskanir á lestarsamgöngum vegna óstöðugleika í flutningskerfinu. Neðanjarðarlestarkerfi höfuðborgarinnar Madridar opnaði í morgun fyrir utan eina línu og þjónusta ofanjarðarlesta sem tengja úthverfin og nærliggjandi bæi við borgina var skert. Í Barcelona var neðanjarðarlestarkerfið einnig opnað að mestu, að sögn spænska blaðsins El País. Þá starfa allir flugvellir í landinu nú eins og venjulega. Líklega engin ein skýring á biluninni Engin skýring hefur enn verið gefin á hvað olli rafmagnsleysinu. Framkvæmdastjóri hjá spænska flutningsfyrirtækinu Red Eléctrica sagði í gærkvöldi að óstöðugleiki í flutningskerfinu hefði valdið því að tengsl á milli Frakklands og Spánar í Pýreneafjöllum hefði rofnað. Spænska kerfið hefði hrunið í kjölfarið. Portúgölsk yfirvöld hafa gefið í skyn að sjaldgjæfar veðuraðstæður á Spáni hafi valdið spennufallinu en það hefur ekki verið staðfest. Engar vísbendingar eru taldar um að tölvuárás hafi valdið rafmagnsleysinu þótt að þekkt sé að Rússar og fleiri óvinveittar þjóðir reyni stöðugt að valda usla í Evrópu. Jorge Morales, forstjóri Próxima Energía, orkuveitu Madridar, segir spænska ríkisútvarpinu að hann sé þess fullviss að engin ein orsök hafi verið fyrir biluninni. Hann bendir á að í nýlegum sólmyrkvum hafi um þrjátíu prósent raforkuframleiðslu landsins stöðvast í nokkrar mínútur án þess að það hefði áhrif á orkukerfið. „Til þess að rafmagnsleysi verði, slái alveg út á landsvísu, verður bilunin að vera fjölþætt,“ segir Morales sem bendir á að það hafi tekið tíu mánuði að varpa ljósi á hvað olli rafmagnsleysi á Kanaríeyjunni Palma fyrir nokkrum árum. Öryggisvörður ræðir við konu fyrir utan inngang að Atocha, aðallestarstöð Madridar, í gær. Neðanjarðarletsarkerfið þar opnaði aftur í morgun en aðrar lestarsamgöngur á svæðinu voru á hálfum afköstum.AP/Manu Fernández Skoðað hvernig endurnýjanlegir orkugjafar hafa áhrif á áreiðanleika orkukerfa Sérfræðingur í orkumálum sem Reuters-fréttastofan ræddi við tekir undir að það gæti tekið fleiri mánuði að komast til botns í því hvað hratt atburðarásinni í gær af stað. „Svæðið er með eina mestu framleiðslu endurnýjanlegrar orku með vindi og sól í heiminum þannig að rafmagnsleysið verður grundvallarrannsókn á því hvernig endurnýjanleg orkuframleiðsla hefur áhrif á áreiðanleika og hvernig gengur að setja aftur í gang eftir meiriháttar bilun,“ segir John Kemp, greinandi í orkumálum. Ekkert hefur þó komið fram til þessa um að endurnýjanlegir orkugjafar hafi valdið rafmagnsleysinu á einhvern hátt. Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 „Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. 28. apríl 2025 21:11 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Spánn missti skyndilega um 15 gígavött af raforkuframleiðslu, um 60 prósent af eftirspurn á landsvísu, upp úr hádegi í gær. Rafmagn sló þá út alls staðar á Spáni og í Portúgal. Umferðaröngþveiti skapaðist á götum þegar slökknaði á umferðarljósum og flug- og lestarsamgöngur lömuðust. Sjúkrahús þurftu að keyra á varaafli til að geta haldið starfsemi sinni áfram. Nú í morgun var rafmagn komið aftur á nær alls staðar. Enn voru þó raskanir á lestarsamgöngum vegna óstöðugleika í flutningskerfinu. Neðanjarðarlestarkerfi höfuðborgarinnar Madridar opnaði í morgun fyrir utan eina línu og þjónusta ofanjarðarlesta sem tengja úthverfin og nærliggjandi bæi við borgina var skert. Í Barcelona var neðanjarðarlestarkerfið einnig opnað að mestu, að sögn spænska blaðsins El País. Þá starfa allir flugvellir í landinu nú eins og venjulega. Líklega engin ein skýring á biluninni Engin skýring hefur enn verið gefin á hvað olli rafmagnsleysinu. Framkvæmdastjóri hjá spænska flutningsfyrirtækinu Red Eléctrica sagði í gærkvöldi að óstöðugleiki í flutningskerfinu hefði valdið því að tengsl á milli Frakklands og Spánar í Pýreneafjöllum hefði rofnað. Spænska kerfið hefði hrunið í kjölfarið. Portúgölsk yfirvöld hafa gefið í skyn að sjaldgjæfar veðuraðstæður á Spáni hafi valdið spennufallinu en það hefur ekki verið staðfest. Engar vísbendingar eru taldar um að tölvuárás hafi valdið rafmagnsleysinu þótt að þekkt sé að Rússar og fleiri óvinveittar þjóðir reyni stöðugt að valda usla í Evrópu. Jorge Morales, forstjóri Próxima Energía, orkuveitu Madridar, segir spænska ríkisútvarpinu að hann sé þess fullviss að engin ein orsök hafi verið fyrir biluninni. Hann bendir á að í nýlegum sólmyrkvum hafi um þrjátíu prósent raforkuframleiðslu landsins stöðvast í nokkrar mínútur án þess að það hefði áhrif á orkukerfið. „Til þess að rafmagnsleysi verði, slái alveg út á landsvísu, verður bilunin að vera fjölþætt,“ segir Morales sem bendir á að það hafi tekið tíu mánuði að varpa ljósi á hvað olli rafmagnsleysi á Kanaríeyjunni Palma fyrir nokkrum árum. Öryggisvörður ræðir við konu fyrir utan inngang að Atocha, aðallestarstöð Madridar, í gær. Neðanjarðarletsarkerfið þar opnaði aftur í morgun en aðrar lestarsamgöngur á svæðinu voru á hálfum afköstum.AP/Manu Fernández Skoðað hvernig endurnýjanlegir orkugjafar hafa áhrif á áreiðanleika orkukerfa Sérfræðingur í orkumálum sem Reuters-fréttastofan ræddi við tekir undir að það gæti tekið fleiri mánuði að komast til botns í því hvað hratt atburðarásinni í gær af stað. „Svæðið er með eina mestu framleiðslu endurnýjanlegrar orku með vindi og sól í heiminum þannig að rafmagnsleysið verður grundvallarrannsókn á því hvernig endurnýjanleg orkuframleiðsla hefur áhrif á áreiðanleika og hvernig gengur að setja aftur í gang eftir meiriháttar bilun,“ segir John Kemp, greinandi í orkumálum. Ekkert hefur þó komið fram til þessa um að endurnýjanlegir orkugjafar hafi valdið rafmagnsleysinu á einhvern hátt.
Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 „Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. 28. apríl 2025 21:11 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32
„Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. 28. apríl 2025 21:11
Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21