Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2025 20:02 Birgir Jónasson settur forstjóri fangelsismálastofnunar segir fangelsin yfirfull. Vísir Fordæmalaust ástand hefur skapast í fangelsum landsins að sögn fangelsismálastjóra. Ekki sé hægt að taka á móti föngum í gæsluvarðhald eða afplánun. Stærsti hluti þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru með erlent ríkisfang. Alvarlegt ástand blasir við í fangelsum landsins. Birgir Jónasson settur forstjóri fangelsismálastofnunar tekur undir áhyggjur Félags fangavarða. „Við getum ekki eins og staðan er núna tekið á móti fólki sem á að sitja í gæsluvarðhaldi eða í afplánun,“ segir hann. Meðal nýrra álagsþátta er að mun fleiri hælisleitendur þurfa að bíða í fangelsum en áður eftir brottvísun. Frá júní í fyrra hafa 72 þurft að bíða í fangelsi eftir því að vera vísað frá landinu. Þar af hafa 17 verið í gæsluvarðhaldi meðan þeir biðu. Refsingar fyrnast „Þetta eru rúmlega 70 prósent af þeim sem sæta gæsluvarðhaldi sem eru af erlendan uppruna. Einhver hluti er þarna vegna brottvísunar. Vegna þess að þeir hafa ekki landvistarleyfi en langstærstu leyti eru þetta einstaklingar sem eru grunaðir um refsiverða háttsemi og eru þá ýmis í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna eða á grundvelli almannahagsmuna, segir hann. Stórum hluta af gæsluvarðhaldsföngum er brottvísað en frá árinu 2024 eru þeir orðnir alls hundrað og fimm. Þeir sem þurfa að afplána dóma sína þurfa varla að hafa miklar áhyggjur af því að þurfa sitja inni þessa daganna því þeir komast ekki fyrir í fangelsunum. „Þessi keðjuverkunaráhrif sem notkun á gæsluvarðhaldi hefur því að við getum ekki kallað fólk inn í afplánun sem kann að hafa þau áhrif að refsingar þá fyrnast,“ segir hann. s Margir sluppu við að sitja inn í fyrra vegna ástandsins. „Þetta voru um hundrað refsidómar sem fyrntust á síðasta ári,“ segir hann. Þá sé öryggi fólks ógnað. „Þetta er mikið öryggismál, þetta er mikið álag fyrir fangaverði og annað sérhæft starfsfólk. Þetta er líka mikið öryggismál því það eru takmörk fyrir því hvað það er hægt að blanda fólki í fangelsum mikið saman,“ segir hann. Fangelsismál Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Alvarlegt ástand blasir við í fangelsum landsins. Birgir Jónasson settur forstjóri fangelsismálastofnunar tekur undir áhyggjur Félags fangavarða. „Við getum ekki eins og staðan er núna tekið á móti fólki sem á að sitja í gæsluvarðhaldi eða í afplánun,“ segir hann. Meðal nýrra álagsþátta er að mun fleiri hælisleitendur þurfa að bíða í fangelsum en áður eftir brottvísun. Frá júní í fyrra hafa 72 þurft að bíða í fangelsi eftir því að vera vísað frá landinu. Þar af hafa 17 verið í gæsluvarðhaldi meðan þeir biðu. Refsingar fyrnast „Þetta eru rúmlega 70 prósent af þeim sem sæta gæsluvarðhaldi sem eru af erlendan uppruna. Einhver hluti er þarna vegna brottvísunar. Vegna þess að þeir hafa ekki landvistarleyfi en langstærstu leyti eru þetta einstaklingar sem eru grunaðir um refsiverða háttsemi og eru þá ýmis í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna eða á grundvelli almannahagsmuna, segir hann. Stórum hluta af gæsluvarðhaldsföngum er brottvísað en frá árinu 2024 eru þeir orðnir alls hundrað og fimm. Þeir sem þurfa að afplána dóma sína þurfa varla að hafa miklar áhyggjur af því að þurfa sitja inni þessa daganna því þeir komast ekki fyrir í fangelsunum. „Þessi keðjuverkunaráhrif sem notkun á gæsluvarðhaldi hefur því að við getum ekki kallað fólk inn í afplánun sem kann að hafa þau áhrif að refsingar þá fyrnast,“ segir hann. s Margir sluppu við að sitja inn í fyrra vegna ástandsins. „Þetta voru um hundrað refsidómar sem fyrntust á síðasta ári,“ segir hann. Þá sé öryggi fólks ógnað. „Þetta er mikið öryggismál, þetta er mikið álag fyrir fangaverði og annað sérhæft starfsfólk. Þetta er líka mikið öryggismál því það eru takmörk fyrir því hvað það er hægt að blanda fólki í fangelsum mikið saman,“ segir hann.
Fangelsismál Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira