Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 09:33 Leikmenn Manchester City og Húsavíkurvinirnir í Remember Monday koma ekki til með að spila á sama tíma 17. maí. Samsett/Getty Breski ríkismiðillinn BBC þrýstir nú á það að úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar þann 17. maí fari fram klukkan þrjú að staðartíma, til að öruggt sé að bikarmeistarar verði krýndir nokkru áður en Eurovision hefst í Basel um kvöldið. Þetta fjallar enska götublaðið Mirror um í dag og segir að allt kapp verði lagt á að tryggja að ekki séu neinar líkur á að framlenging og vítaspyrnukeppni verði enn í gangi þegar útsending frá Eurovision á að hefjast. Manchester City og Crystal Palace mætast í úrslitaleiknum 17. maí. Mirror segir að úrslitaleikurinn hafi áður hafist klukkan 17:15 en að í fyrra hafi úrslitaleikurinn á milli City og Manchester United hafist klukkan þrjú og það sé aftur markmið BBC í ár. Bretar eiga fast sæti á lokakvöldi Eurovision og því ljóst að þeirra framlag í ár, lagið What The Hell Just Happened með Remember Monday, verður með 17. maí í lýsingu Graham Norton frá úrslitakvöldinu. Samkvæmt frétt Mirror náði Eurovision til átta milljóna áhorfenda í fyrra og því alveg ljóst að BBC vill ekki að stærsti leikur tímabilsins skarist við keppnina. BBC og ITV deila réttinum að útsendingu bikarkeppninnar í Bretlandi og náði úrslitaleikurinn í fyrra til 9,1 milljónar áhorfenda í Bretlandi. Ef að leikurinn hefst klukkan þrjú er ljóst að jafnvel þó að úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni ætti útsendingunni að vera lokið klukkan hálfsjö, í tæka tíð fyrir útsendingu frá Eurovision. Stöð 2 Sport og Viaplay deila útsendingarréttinum að ensku bikarkeppninni á Íslandi. Enski boltinn Tengdar fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Tónlistarmyndbandið fyrir „Húsavík (My Hometown)“ í flutningi Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, er komið út. Myndbandið er tekið upp á Húsavík og syngur stúlknakór Húsavíkur með þríeykinu. 25. apríl 2025 08:59 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Sjá meira
Þetta fjallar enska götublaðið Mirror um í dag og segir að allt kapp verði lagt á að tryggja að ekki séu neinar líkur á að framlenging og vítaspyrnukeppni verði enn í gangi þegar útsending frá Eurovision á að hefjast. Manchester City og Crystal Palace mætast í úrslitaleiknum 17. maí. Mirror segir að úrslitaleikurinn hafi áður hafist klukkan 17:15 en að í fyrra hafi úrslitaleikurinn á milli City og Manchester United hafist klukkan þrjú og það sé aftur markmið BBC í ár. Bretar eiga fast sæti á lokakvöldi Eurovision og því ljóst að þeirra framlag í ár, lagið What The Hell Just Happened með Remember Monday, verður með 17. maí í lýsingu Graham Norton frá úrslitakvöldinu. Samkvæmt frétt Mirror náði Eurovision til átta milljóna áhorfenda í fyrra og því alveg ljóst að BBC vill ekki að stærsti leikur tímabilsins skarist við keppnina. BBC og ITV deila réttinum að útsendingu bikarkeppninnar í Bretlandi og náði úrslitaleikurinn í fyrra til 9,1 milljónar áhorfenda í Bretlandi. Ef að leikurinn hefst klukkan þrjú er ljóst að jafnvel þó að úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni ætti útsendingunni að vera lokið klukkan hálfsjö, í tæka tíð fyrir útsendingu frá Eurovision. Stöð 2 Sport og Viaplay deila útsendingarréttinum að ensku bikarkeppninni á Íslandi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Tónlistarmyndbandið fyrir „Húsavík (My Hometown)“ í flutningi Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, er komið út. Myndbandið er tekið upp á Húsavík og syngur stúlknakór Húsavíkur með þríeykinu. 25. apríl 2025 08:59 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Sjá meira
Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Tónlistarmyndbandið fyrir „Húsavík (My Hometown)“ í flutningi Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, er komið út. Myndbandið er tekið upp á Húsavík og syngur stúlknakór Húsavíkur með þríeykinu. 25. apríl 2025 08:59