Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 08:30 Arne Slot var glaðbeittur þegar hann talaði til stuðningsmanna í gær og fékk þá til að syngja til heiðurs Jürgen Klopp. Getty/Liverpool FC Arne Slot undirstrikaði „brómansinn“ á milli þeirra Jürgen Klopp í gær þegar Liverpool fagnaði tuttugasta Englandsmeistaratitli sínum. Þeir hafa verið stöðugt í sambandi á leiktíðinni. Slot tók við af hinum óhemju vinsæla Klopp í fyrra og tókst í fyrstu tilraun það sem fáir bjuggust þá við, að gera Liverpool strax að Englandsmeistara og það með afar öruggum hætti. Í sigurhátíðinni á Anfield í gær, þegar titilinn var í höfn með 5-1 sigri á Tottenham, sendi Slot forvera sínum kærar kveðjur og endurgalt sönginn sem að Klopp fékk stuðningsmenn til að kyrja í fyrra þegar Slot tók við af honum. From one Liverpool manager to another. 🤝 pic.twitter.com/OEJhqSCkqX— NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) April 27, 2025 „Mér líður stórkostlega. Ég vil ekki segja mikið. Það eina sem ég vil gera núna er að heiðra Jürgen Klopp,“ sagði Slot í útsendingu LFCTV áður en hann fékk alla með sér í að syngja til heiðurs Klopp. Í viðtali við BBC bætti Slot svo við: „Ég er 99,9% viss um að þegar ég opna símann þá bíða mín þar skilaboð frá Jürgen.“ Arne Slot fékk kampavínsgusuna yfir sig frá leikmönnum.Getty/Liverpool FC „Við höfum svo oft verið í sambandi á þessari leiktíð. Ég held að hann hafi sýnt það í fyrra þegar hann kynnti mig til leiks hversu dásamleg manneskja hann er. Það sem skiptir þó mestu máli er að hann skildi eftir lið sem gat unnið titilinn,“ sagði Slot og bætti við í samtali við Sky Sports: „Vinnan sem Jürgen og Pep [Lijnders] unnu, menningin, vinnusemin, gæðin – þetta var allt framúrskarandi.“ Hefði orðið ánægður með að enda meðal fjögurra efstu Þetta er annar Englandsmeistaratitill Liverpool á fimm árum en eftir að liðið náði 3. sæti í fyrra reiknuðu líklega ekki margir með að nýr stjóri myndi gera liðið strax að meistara. „Við byrjuðum virkilega vel og kannski hjálpaði það okkur að [Manchester] City átti erfiða tíma sem liðið hafði ekki átt síðustu fimm ár. Þegar tímabilið hófst þá hefðum við alveg verið ánægðir með að ná einu af fjórum efstu sætunum. En það er kannski ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum því þeir eru mun betri en það og hafa sýnt það á þessari leiktíð,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Slot tók við af hinum óhemju vinsæla Klopp í fyrra og tókst í fyrstu tilraun það sem fáir bjuggust þá við, að gera Liverpool strax að Englandsmeistara og það með afar öruggum hætti. Í sigurhátíðinni á Anfield í gær, þegar titilinn var í höfn með 5-1 sigri á Tottenham, sendi Slot forvera sínum kærar kveðjur og endurgalt sönginn sem að Klopp fékk stuðningsmenn til að kyrja í fyrra þegar Slot tók við af honum. From one Liverpool manager to another. 🤝 pic.twitter.com/OEJhqSCkqX— NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) April 27, 2025 „Mér líður stórkostlega. Ég vil ekki segja mikið. Það eina sem ég vil gera núna er að heiðra Jürgen Klopp,“ sagði Slot í útsendingu LFCTV áður en hann fékk alla með sér í að syngja til heiðurs Klopp. Í viðtali við BBC bætti Slot svo við: „Ég er 99,9% viss um að þegar ég opna símann þá bíða mín þar skilaboð frá Jürgen.“ Arne Slot fékk kampavínsgusuna yfir sig frá leikmönnum.Getty/Liverpool FC „Við höfum svo oft verið í sambandi á þessari leiktíð. Ég held að hann hafi sýnt það í fyrra þegar hann kynnti mig til leiks hversu dásamleg manneskja hann er. Það sem skiptir þó mestu máli er að hann skildi eftir lið sem gat unnið titilinn,“ sagði Slot og bætti við í samtali við Sky Sports: „Vinnan sem Jürgen og Pep [Lijnders] unnu, menningin, vinnusemin, gæðin – þetta var allt framúrskarandi.“ Hefði orðið ánægður með að enda meðal fjögurra efstu Þetta er annar Englandsmeistaratitill Liverpool á fimm árum en eftir að liðið náði 3. sæti í fyrra reiknuðu líklega ekki margir með að nýr stjóri myndi gera liðið strax að meistara. „Við byrjuðum virkilega vel og kannski hjálpaði það okkur að [Manchester] City átti erfiða tíma sem liðið hafði ekki átt síðustu fimm ár. Þegar tímabilið hófst þá hefðum við alveg verið ánægðir með að ná einu af fjórum efstu sætunum. En það er kannski ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum því þeir eru mun betri en það og hafa sýnt það á þessari leiktíð,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira