Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 08:30 Arne Slot var glaðbeittur þegar hann talaði til stuðningsmanna í gær og fékk þá til að syngja til heiðurs Jürgen Klopp. Getty/Liverpool FC Arne Slot undirstrikaði „brómansinn“ á milli þeirra Jürgen Klopp í gær þegar Liverpool fagnaði tuttugasta Englandsmeistaratitli sínum. Þeir hafa verið stöðugt í sambandi á leiktíðinni. Slot tók við af hinum óhemju vinsæla Klopp í fyrra og tókst í fyrstu tilraun það sem fáir bjuggust þá við, að gera Liverpool strax að Englandsmeistara og það með afar öruggum hætti. Í sigurhátíðinni á Anfield í gær, þegar titilinn var í höfn með 5-1 sigri á Tottenham, sendi Slot forvera sínum kærar kveðjur og endurgalt sönginn sem að Klopp fékk stuðningsmenn til að kyrja í fyrra þegar Slot tók við af honum. From one Liverpool manager to another. 🤝 pic.twitter.com/OEJhqSCkqX— NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) April 27, 2025 „Mér líður stórkostlega. Ég vil ekki segja mikið. Það eina sem ég vil gera núna er að heiðra Jürgen Klopp,“ sagði Slot í útsendingu LFCTV áður en hann fékk alla með sér í að syngja til heiðurs Klopp. Í viðtali við BBC bætti Slot svo við: „Ég er 99,9% viss um að þegar ég opna símann þá bíða mín þar skilaboð frá Jürgen.“ Arne Slot fékk kampavínsgusuna yfir sig frá leikmönnum.Getty/Liverpool FC „Við höfum svo oft verið í sambandi á þessari leiktíð. Ég held að hann hafi sýnt það í fyrra þegar hann kynnti mig til leiks hversu dásamleg manneskja hann er. Það sem skiptir þó mestu máli er að hann skildi eftir lið sem gat unnið titilinn,“ sagði Slot og bætti við í samtali við Sky Sports: „Vinnan sem Jürgen og Pep [Lijnders] unnu, menningin, vinnusemin, gæðin – þetta var allt framúrskarandi.“ Hefði orðið ánægður með að enda meðal fjögurra efstu Þetta er annar Englandsmeistaratitill Liverpool á fimm árum en eftir að liðið náði 3. sæti í fyrra reiknuðu líklega ekki margir með að nýr stjóri myndi gera liðið strax að meistara. „Við byrjuðum virkilega vel og kannski hjálpaði það okkur að [Manchester] City átti erfiða tíma sem liðið hafði ekki átt síðustu fimm ár. Þegar tímabilið hófst þá hefðum við alveg verið ánægðir með að ná einu af fjórum efstu sætunum. En það er kannski ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum því þeir eru mun betri en það og hafa sýnt það á þessari leiktíð,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool Sjá meira
Slot tók við af hinum óhemju vinsæla Klopp í fyrra og tókst í fyrstu tilraun það sem fáir bjuggust þá við, að gera Liverpool strax að Englandsmeistara og það með afar öruggum hætti. Í sigurhátíðinni á Anfield í gær, þegar titilinn var í höfn með 5-1 sigri á Tottenham, sendi Slot forvera sínum kærar kveðjur og endurgalt sönginn sem að Klopp fékk stuðningsmenn til að kyrja í fyrra þegar Slot tók við af honum. From one Liverpool manager to another. 🤝 pic.twitter.com/OEJhqSCkqX— NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) April 27, 2025 „Mér líður stórkostlega. Ég vil ekki segja mikið. Það eina sem ég vil gera núna er að heiðra Jürgen Klopp,“ sagði Slot í útsendingu LFCTV áður en hann fékk alla með sér í að syngja til heiðurs Klopp. Í viðtali við BBC bætti Slot svo við: „Ég er 99,9% viss um að þegar ég opna símann þá bíða mín þar skilaboð frá Jürgen.“ Arne Slot fékk kampavínsgusuna yfir sig frá leikmönnum.Getty/Liverpool FC „Við höfum svo oft verið í sambandi á þessari leiktíð. Ég held að hann hafi sýnt það í fyrra þegar hann kynnti mig til leiks hversu dásamleg manneskja hann er. Það sem skiptir þó mestu máli er að hann skildi eftir lið sem gat unnið titilinn,“ sagði Slot og bætti við í samtali við Sky Sports: „Vinnan sem Jürgen og Pep [Lijnders] unnu, menningin, vinnusemin, gæðin – þetta var allt framúrskarandi.“ Hefði orðið ánægður með að enda meðal fjögurra efstu Þetta er annar Englandsmeistaratitill Liverpool á fimm árum en eftir að liðið náði 3. sæti í fyrra reiknuðu líklega ekki margir með að nýr stjóri myndi gera liðið strax að meistara. „Við byrjuðum virkilega vel og kannski hjálpaði það okkur að [Manchester] City átti erfiða tíma sem liðið hafði ekki átt síðustu fimm ár. Þegar tímabilið hófst þá hefðum við alveg verið ánægðir með að ná einu af fjórum efstu sætunum. En það er kannski ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum því þeir eru mun betri en það og hafa sýnt það á þessari leiktíð,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool Sjá meira