Rúmur helmingur óhress með Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. apríl 2025 20:41 Annað kjörtímabil Donalds Trump í embætti Bandaríkjaforseta er rétt að byrja. AP/Alex Brandon. Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er óánægður með frammistöðu Donalds Trump fyrstu mánuði hans í embætti forseta samkvæmt nýrri könnun. Frammistaðan er þó í takt við væntingar meirihluta þjóðarinnar. Senn hefur Trump setið í embætti forseta Bandaríkjanna í hundrað daga á sínu öðru kjörtímabili sem forseti. Í tilenfi af tímamótunum er afstaða þjóðarinnar til forsetans gjarnan könnuð. Niðurstöður könnunar AP- fréttaveitunnar og félagsvísindastofnunarinnar NORC benda til þess að framistaða forsetans sé í takt við það sem þjóðin bjóst við af Trump. Um sjö af hverjum tíu svarenda könnunarinnar segja kjörtímabilið hefjast líkt og við var að búast, en um þriðjungur segir byrjunina koma á óvart. Þá telur rúmur helmingur svarenda að forsetinn hafi staðið sig illa eða mjög illa, sextán prósent segja frammistöðuna í meðallagi en um þriðjungur kveðst ánægður með frammistöðu forsetans. Spurt var einnig um afstöðu svarenda til forgangsröðunar. Þar sagðist um fjórðungur telja forgangsröðun forsetans vera rétta, 44 prósent telja forgangsröðun ranga en um tuttugu prósent telja hana vera í jafnvægi. Tíu prósent töldu sig ekki vita nóg til að svara. Minnstu vinsældir forseta í 70 ár Niðurstöður könnunar AP ríma að einhverju leyti við könnun CNN sem birt var í dag. Samkvæmt þeirri könnun er Trump óvinsælasti forseti Bandaríkjanna í sjö áratugi, sé miðað við frammistöðu á upphafi kjörtímabilsins. Könnuð var afstöða almennings til forsetans nú þegar styttist í að hann hafi verið hundrað daga í embætti á sínu öðru kjörtímabili sem forseti. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar nýtur Trump stuðnings fjörutíu og eins prósents þjóðarinnar, sem er lægsta vinsældahlutfall forseta við upphaf kjörtímabils síðan í embættistíð Dwight D. Eisenhower á sjötta áratug síðustu aldar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Senn hefur Trump setið í embætti forseta Bandaríkjanna í hundrað daga á sínu öðru kjörtímabili sem forseti. Í tilenfi af tímamótunum er afstaða þjóðarinnar til forsetans gjarnan könnuð. Niðurstöður könnunar AP- fréttaveitunnar og félagsvísindastofnunarinnar NORC benda til þess að framistaða forsetans sé í takt við það sem þjóðin bjóst við af Trump. Um sjö af hverjum tíu svarenda könnunarinnar segja kjörtímabilið hefjast líkt og við var að búast, en um þriðjungur segir byrjunina koma á óvart. Þá telur rúmur helmingur svarenda að forsetinn hafi staðið sig illa eða mjög illa, sextán prósent segja frammistöðuna í meðallagi en um þriðjungur kveðst ánægður með frammistöðu forsetans. Spurt var einnig um afstöðu svarenda til forgangsröðunar. Þar sagðist um fjórðungur telja forgangsröðun forsetans vera rétta, 44 prósent telja forgangsröðun ranga en um tuttugu prósent telja hana vera í jafnvægi. Tíu prósent töldu sig ekki vita nóg til að svara. Minnstu vinsældir forseta í 70 ár Niðurstöður könnunar AP ríma að einhverju leyti við könnun CNN sem birt var í dag. Samkvæmt þeirri könnun er Trump óvinsælasti forseti Bandaríkjanna í sjö áratugi, sé miðað við frammistöðu á upphafi kjörtímabilsins. Könnuð var afstöða almennings til forsetans nú þegar styttist í að hann hafi verið hundrað daga í embætti á sínu öðru kjörtímabili sem forseti. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar nýtur Trump stuðnings fjörutíu og eins prósents þjóðarinnar, sem er lægsta vinsældahlutfall forseta við upphaf kjörtímabils síðan í embættistíð Dwight D. Eisenhower á sjötta áratug síðustu aldar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira