„Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2025 19:01 Heiðar Smith formaður fangavarða segir fangelsin á landinu sprungin. Vísir Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað. Fangelsismálastofnun rekur fjögur fangelsi með tæplega hundrað og sextíu aplánunarplássum. Heiðar Smith formaður fangavarða segir þau öll sprungin. „Það er allt yfirfullt hjá okkur. Það er nánast ekkert laust fangapláss á landinu. Þetta hættuleg staða því ef það koma upp alvarleg atvik þar sem fólk þarf að sitja í fangelsi þá höfum við ekki pláss til að taka á móti því,“ segir Heiðar. Hann segir einkum tvær ástæður fyrir stöðunni. „Fólki sem hefur verið vísað frá landinu er látið bíða í fangelsum eftir brottvísunum í stað þess að stjórnvöld komi á öðru brottvísunarúrræði. Þetta fólk á ekki heima í fangelsum landsins. Þá eru ákveðnir einstaklingar með alvarlegar og fjölþættar geðraskanir inni í fangelsiskerfinu sem við höfum margoft bent á að séu ekki hæfir til þess og þyrftu að vera í annars konar úrræðum,“ segir Heiðar. Hann segir ástandið skapa aukið álag á allt kerfið. „Fangaverðir eru ekki sérfræðingar í geðheilbrigðisfræðum. Við höfum ekki tíma eða þekkingu til að sinna þessum veiku einstaklingum sem býr svo aftur til aukið álag fyrir þá og samfanga þeirra og okkur,“ segir hann. Fram hefur komið að sárlega vantar úrræði fyrir einstaklinga í slíkri stöðu. Úrræðin komi of seint Ríkisstjórnin kynnti á dögunum áætlanir um byggingu öryggisstofnunar fyrir fólk með metið er hættulegt sér eða umhverfi sínu og glímir við fjölþættar alvarlegar geðraskanir. Þá á að fjölga plássum á réttaröryggisdeild. Áætlaður kostnaður til ársins 2030 er 20 milljarða króna samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Þar af fara um 14 milljarða í byggingu og reksturs öryggisstofnunar. Áætluð framlög ríkisstjórnarinnar vegna öryggisvistanna. samkvæmt upplýsingum forsætisráðuneytisins. Vísir Heiðar segir að slíkar áætlanir hafi lítið að segja í núverandi stöðu. „Við höfum rætt við flest ráðuneytin um málaflokkinn sem hafa sýnt þessu skilning. Eina ráðuneytið sem hefur hins vegar hafnað fundi er heilbrigðisráðuneytið. Við þurfum að heyra betur í þeim því þurfum miklu meiri aðgang að geðdeildum, geðlæknum og geðheilbrigðiskerfinu í heild sinni vegna þeirra einstaklinga sem eru hjá okkur sárveikir,“ segir Heiðar. Man ekki eftir öðru eins Hann segist ekki muna eftir öðru eins ástandi. „Ég hef aldrei séð þetta svona svakaleg,“ segir hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að fangaverðir séu hættir að tilkynna ofbeldi sem þeir verða fyrir af hálfu ákveðinna fanga, í von um að afplánunartími þeirra lengist ekki. Heiðar segir að ástandið í í fangelsunum varasamt fyrir alla. „Þegar fangelsin eru yfirfull getur skapast meira hættuástand í þeim. Þá er almennt meiri pirringur í öllu kerfinu en áður vegna of mikils álag,“ segir Heiðar að lokum. Fangelsismál Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Fangelsismálastofnun rekur fjögur fangelsi með tæplega hundrað og sextíu aplánunarplássum. Heiðar Smith formaður fangavarða segir þau öll sprungin. „Það er allt yfirfullt hjá okkur. Það er nánast ekkert laust fangapláss á landinu. Þetta hættuleg staða því ef það koma upp alvarleg atvik þar sem fólk þarf að sitja í fangelsi þá höfum við ekki pláss til að taka á móti því,“ segir Heiðar. Hann segir einkum tvær ástæður fyrir stöðunni. „Fólki sem hefur verið vísað frá landinu er látið bíða í fangelsum eftir brottvísunum í stað þess að stjórnvöld komi á öðru brottvísunarúrræði. Þetta fólk á ekki heima í fangelsum landsins. Þá eru ákveðnir einstaklingar með alvarlegar og fjölþættar geðraskanir inni í fangelsiskerfinu sem við höfum margoft bent á að séu ekki hæfir til þess og þyrftu að vera í annars konar úrræðum,“ segir Heiðar. Hann segir ástandið skapa aukið álag á allt kerfið. „Fangaverðir eru ekki sérfræðingar í geðheilbrigðisfræðum. Við höfum ekki tíma eða þekkingu til að sinna þessum veiku einstaklingum sem býr svo aftur til aukið álag fyrir þá og samfanga þeirra og okkur,“ segir hann. Fram hefur komið að sárlega vantar úrræði fyrir einstaklinga í slíkri stöðu. Úrræðin komi of seint Ríkisstjórnin kynnti á dögunum áætlanir um byggingu öryggisstofnunar fyrir fólk með metið er hættulegt sér eða umhverfi sínu og glímir við fjölþættar alvarlegar geðraskanir. Þá á að fjölga plássum á réttaröryggisdeild. Áætlaður kostnaður til ársins 2030 er 20 milljarða króna samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Þar af fara um 14 milljarða í byggingu og reksturs öryggisstofnunar. Áætluð framlög ríkisstjórnarinnar vegna öryggisvistanna. samkvæmt upplýsingum forsætisráðuneytisins. Vísir Heiðar segir að slíkar áætlanir hafi lítið að segja í núverandi stöðu. „Við höfum rætt við flest ráðuneytin um málaflokkinn sem hafa sýnt þessu skilning. Eina ráðuneytið sem hefur hins vegar hafnað fundi er heilbrigðisráðuneytið. Við þurfum að heyra betur í þeim því þurfum miklu meiri aðgang að geðdeildum, geðlæknum og geðheilbrigðiskerfinu í heild sinni vegna þeirra einstaklinga sem eru hjá okkur sárveikir,“ segir Heiðar. Man ekki eftir öðru eins Hann segist ekki muna eftir öðru eins ástandi. „Ég hef aldrei séð þetta svona svakaleg,“ segir hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að fangaverðir séu hættir að tilkynna ofbeldi sem þeir verða fyrir af hálfu ákveðinna fanga, í von um að afplánunartími þeirra lengist ekki. Heiðar segir að ástandið í í fangelsunum varasamt fyrir alla. „Þegar fangelsin eru yfirfull getur skapast meira hættuástand í þeim. Þá er almennt meiri pirringur í öllu kerfinu en áður vegna of mikils álag,“ segir Heiðar að lokum.
Fangelsismál Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira