Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2025 12:05 Fjölmenn mótmæli brutust út á Gasa 26. mars síðastliðinn. Getty Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. BBC greinir frá þessari vaxandi andstöðu en á vef þeirra má finna viðtal við Al-Natour, lögfræðing frá Gasa sem hefur lengi talað opinberlega gegn Hamas og meðal annars setið í fangelsi þess vegna sem pólitískur fangi. „Við völdum ekki Hamas“ Al-Natour segir að margir íbúar kenni Hamas um að hafa steypt Gasa í verstu krísu sem Palestínumenn hafa séð í sjötíu ár. „Heimurinn heldur að Gasa sé Hamas og Hamas sé Gasa. Við völdum ekki Hamas en Hamas er staðráðið í því að ráða öllu hér og tvinna saman örlög þeirra og örlög allrar Gasa. Hamas verður að víkja,“ segir hann við BBC. Al-Natour hefur eins og flestir íbúar Gasa svæðisins sem mótmæla stjórn Hamas verið sóttur til saka vegna skoðana sinna. Þrátt fyrir það lætur hann engan bilbug á sér finna og skrifaði hann meðal annars harðorða grein í garð Hamas í Wall Street Journal seint í mars. „Að styðja Hamas er að styðja dauða Palestínumanna, ekki frelsi Palestínu,“ skrifaði hann. Í viðtali við BBC sagði hann nauðsynlegt að taka áhættu og þora að segja hug sinn, spurður hvort það væri ekki hættulegt fyrir hann að lýsa þessum skoðunum á opinberum vettvangi. „Ég er þrítugur. Þegar Hamas tóku völdin var ég ellefu ára. Hvernig hef ég varið lífinu? Því hefur verið sóað milli stríðsátaka og átökin hafa stigmagnast til einskis,“ segir Al-Natour. Neituðu að leyfa Hamas að skjóta úr íbúðarhúsi Beit Lahiya er á norðanverðri Gasa ströndinni og það er helst þar sem borið hefur á þessum mótmælum gegn Hamas. Í frétt BBC er sagt frá því þegar vígamenn Hamas ætluðu að brjótast inn á heimili aldraðs manns, og skjóta þaðan eldflaugum. Maðurinn neitaði og nágrannar hans komu honum til aðstoðar þegar ástandið stigmagnaðist. Frá mótmælum á götum Beit Lahiya 26. mars síðastliðinn.Getty Vígamenn hafi skotið að fólki og sumir hafi særst, en að lokum hafi þeir hörfað frá svæðinu. Víða um Gasa hafa mótmælendur gegn Hamas krafist þess að vígamenn haldi sig frá spítölum og skólum, til að forðast aðstæður þar sem óbreyttir borgarar gætu orðið fyrir ísraelskum loftárásum. Einn slíkur mótmælandi var skotinn til bana af vígamanni Hamas í mánuðinum. Sagt er frá því að sumir íbúar Gasa beini jafnmikilli reiði í garð Ísrael og Hamas samtakanna. „Þetta er eins og að velja milli Kóleru og plágunnar miklu,“ sagði Amin Abed. Amin Abed mótmælti Hamas á opinberlegum vettvangi síðastliðið sumar og var í kjölfarið barinn sundur og saman af vígamönnum. Hann hlaut nýrnaskaða og margvísleg beinbrot. Amin býr nú í Dubai. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
BBC greinir frá þessari vaxandi andstöðu en á vef þeirra má finna viðtal við Al-Natour, lögfræðing frá Gasa sem hefur lengi talað opinberlega gegn Hamas og meðal annars setið í fangelsi þess vegna sem pólitískur fangi. „Við völdum ekki Hamas“ Al-Natour segir að margir íbúar kenni Hamas um að hafa steypt Gasa í verstu krísu sem Palestínumenn hafa séð í sjötíu ár. „Heimurinn heldur að Gasa sé Hamas og Hamas sé Gasa. Við völdum ekki Hamas en Hamas er staðráðið í því að ráða öllu hér og tvinna saman örlög þeirra og örlög allrar Gasa. Hamas verður að víkja,“ segir hann við BBC. Al-Natour hefur eins og flestir íbúar Gasa svæðisins sem mótmæla stjórn Hamas verið sóttur til saka vegna skoðana sinna. Þrátt fyrir það lætur hann engan bilbug á sér finna og skrifaði hann meðal annars harðorða grein í garð Hamas í Wall Street Journal seint í mars. „Að styðja Hamas er að styðja dauða Palestínumanna, ekki frelsi Palestínu,“ skrifaði hann. Í viðtali við BBC sagði hann nauðsynlegt að taka áhættu og þora að segja hug sinn, spurður hvort það væri ekki hættulegt fyrir hann að lýsa þessum skoðunum á opinberum vettvangi. „Ég er þrítugur. Þegar Hamas tóku völdin var ég ellefu ára. Hvernig hef ég varið lífinu? Því hefur verið sóað milli stríðsátaka og átökin hafa stigmagnast til einskis,“ segir Al-Natour. Neituðu að leyfa Hamas að skjóta úr íbúðarhúsi Beit Lahiya er á norðanverðri Gasa ströndinni og það er helst þar sem borið hefur á þessum mótmælum gegn Hamas. Í frétt BBC er sagt frá því þegar vígamenn Hamas ætluðu að brjótast inn á heimili aldraðs manns, og skjóta þaðan eldflaugum. Maðurinn neitaði og nágrannar hans komu honum til aðstoðar þegar ástandið stigmagnaðist. Frá mótmælum á götum Beit Lahiya 26. mars síðastliðinn.Getty Vígamenn hafi skotið að fólki og sumir hafi særst, en að lokum hafi þeir hörfað frá svæðinu. Víða um Gasa hafa mótmælendur gegn Hamas krafist þess að vígamenn haldi sig frá spítölum og skólum, til að forðast aðstæður þar sem óbreyttir borgarar gætu orðið fyrir ísraelskum loftárásum. Einn slíkur mótmælandi var skotinn til bana af vígamanni Hamas í mánuðinum. Sagt er frá því að sumir íbúar Gasa beini jafnmikilli reiði í garð Ísrael og Hamas samtakanna. „Þetta er eins og að velja milli Kóleru og plágunnar miklu,“ sagði Amin Abed. Amin Abed mótmælti Hamas á opinberlegum vettvangi síðastliðið sumar og var í kjölfarið barinn sundur og saman af vígamönnum. Hann hlaut nýrnaskaða og margvísleg beinbrot. Amin býr nú í Dubai.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira